Lottó-peningarnir

lottó„Ég held að það vegi mjög þungt í þessu að lítil samtök úti á landi telja að með því að taka okkur inn þynnist út þessi lottósjóður," segir Reynir Ragnarsson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), um ástæður þess íþróttabandalaginu hefur í þrígang verið höfnuð innganga í Ungmennafélag Íslands (UMFÍ), nú síðast á sambandsþingi í lok október.

Ég er þeirrar skoðunar að það gæti verið sátt í þessu máli að lottópeningarnir færu allir til íþróttafélaga á landsbyggðinni.  Félögin þar hafa ekki sömu möguleika og félög á höfuðborgarsvæðinu að ná sér í tekjur.  Ekki er selt þar inn á leiki og auglýsendur á íþróttavöllunum fáir.  Þessum litlu íþróttafélögum er haldið gangandi af fólki í sjálfboðavinnu til þess að börn þeirra eigi kost á að stunda íþróttir, sem öllum er hollt að stunda og nú er auglýst á fullu í sjónvarpi, að íþróttarstarf sé ein besta forvörnin gagnvart fíkniefnum.

Á sínum tíma þegar ég var með fiskvinnslu á Bíldudal og hafði um 100 manns í vinnu, tók ég alltaf vel á móti fulltrúum íþróttafélagi staðarins og styrkti þau myndarlega.  Keypti t.d. oft íþróttabúninga fyrir lið Bíldudals, var með stór auglýsingarskilti á vellinum, ekki bara eitt heldur þrjú.  Einnig veit ég að rækjuverksmiðjan á staðnum gerði slíkt hið sama.  Nú er svo komið að víða á landsbyggðinni er atvinnulífið nánast lamað og jafnvel hrunið og því ekki lengur til fyrirtæki til að styrkja þessi félög og nánast óskiljanlegt hvernig þau geta haldið sér gangandi.  Einu tekjurnar í dag hjá þessum félögum eru þessir lottópeningar og ef þeir skerðast munu þessi íþróttarfélög hætta hvert á fætur öðru, þau munu ekki getað starfað og leggjast því niður.  Þótt vissulega geti þeir sem stunda getraunir í enska boltanum valið íþróttarfélag til að styrkja, þá er íbúar orðnir svo fáir á mörgum þessara staða að slíkur styrkur vegur ekki þungt.  En aftur á móti getur hann vegið þungt hjá félögum á höfuðborgarsvæðinu.  Sem dæmi um sjálfboðavinnu á þessum litlu stöðum get ég nefnt að löngu áður en farið var af stað með átakið að byggja sparkvelli víða um land, þá voru Bílddælingar búnir að reisa sinn sparkvöll í miðju þorpinu og allt gert í sjálfboðavinnu. 

Er ekki búið að gera nóg í að rústa landsbyggðina með því að hirða frá mörgum stöðum allan aflakvóta, gera allar eigur fólks verðlausar og jafnvel á sumum stöðum er algert atvinnuleysi árum saman.  Þurfum við líka að níðast á saklausum börnum sem eru svo óheppin að hafa fæðst og búa enn á þessum stöðum.  Verður líka að stoppa það af að þessi börn geti stundað íþróttir eins og börn á öðrum stöðum.  Íþróttarbandalag Reykjavíkur þarf ekki neitt á þessum lottópeningum að halda og getur vel haldið áfram sínu starfi án þeirra.  Það hafa komið margir frábærir íþróttarmenn frá þessum litlu stöðum og það nafn sem kemur fyrst upp í huga mér er Vala Flosadóttir stangastökkvari, en hún bjó sem barn á Bíldudal og byrjaði þar að stunda íþróttir.  Við eigum að sýna þá skynsemi að láta þessa peninga fara þangað þar sem þeirra er mest þörf og það er ekki í Reykjavík.


mbl.is Barist um lottópeningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband