Reykingar

bálLögreglan á Suðurnesjum tók á móti flugfarþega sem hafði kveikt sér í sígarettu á salerni flugvélar Iceland Express með þeim afleiðingum að reykskynjari á salerninu fór í gang. Einn flugfarþega sagði í samtali við mbl.is að umræddur „reykdólgur“ hafi staðið upp og gengið inn á salernið bæði þegar vélin tókst á loft og við lendingu.

Hvað var maðurinn eiginlega að hugsa, veit hann ekki að það er stranglega bannað að reykja í flugvélum.  Þótt ég sé mikill reykingarmaður kann ég þó að virða lög og reglur.  Að fara inn á klósett til að reykja við lendingu get ég hreinlega ekki skilið.  Það er enginn svo forfallinn reykingarmaður til að hann geti ekki sleppt því að reykja í nokkra klukkutíma.  Þetta er rugl sem taka á hart á, það er engin afsökun til fyrir því að haga sér svona.  Þennan mann ætti að setja í algert flugbann. 


mbl.is Kveikti sér í sígarettu við flugtak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Já, það er auðvelt að hneykslast á og úthúða einum óþekktum manngarmi sem verður á í messunni. En það eru víðar reykingadólgar en um borð í flugvélum.

Hvenær ætlið þið Íslendingar að taka á ykkur rögg og kæra þá þingmenn sem reykja innan veggja alþingishússins í trássi við þau lög sem þeir sjálfir settu? Eða við hvaða lög eða undanþágu frá lögum styðjast þeir við?

Einu rökin sem ég hef heyrt voru eftir forseta alþingis sem sagði að "við getum ekki haft þingmenn standandi úti að reykja". Sem sagt fullgott fyrir skrílinn að standa úti í hvaða veðri sem er!

Á bara að nöldra eitthvað í skeggið og láta þetta óátalið?

Jón Bragi Sigurðsson, 20.11.2007 kl. 18:25

2 identicon

Algert flugbann, nei, fjandinn hafi það... sekta hann bara svolítið, það ætti að virka. Hann þarf bara að spyrja sig hvort hann geti haldið í sér gegn því að missa ekki svosem einhverja þúsundkalla (og ekki nenni ég að rífast um hversu marga nákvæmlega). Algert flugbann er nú vissulega óþarfi.

Helgi Hrafn Gunnarsson 20.11.2007 kl. 19:08

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Bann við reykingum á að virða... Hvar sem er...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Olafur Alexander Lúkas Alvaro

það er greinilegt að það vantar á eitthvað í hausinn á höfindi þessarar síðu

Olafur Alexander Lúkas Alvaro, 21.11.2007 kl. 01:59

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Getur þú þá ekki bent mér á Ólafur hvað vantar í mitt höfuð, eða ert þú á þeirri skoðun að það sé allt í lagi að brjóta lög og reglur.  Það sem er bannað er einfaldlega bannað flóknara er það ekki. 

Jón Bragi: Þótt einhverjir hafi komist upp með að reykja í flugvélum er þar með ekki verið að um leið sé komin heimild fyrir alla að gera slíkt hið sama.  Hvernig heldur þú að ástandið yrði um borð í flugvélum ef allir væru að reykja inn á klósettum vélanna.  En hvað varðar alþingismennina þá eru þeir ekki að brjóta nein lög því það er heimild í lögunum að veita undanþágu ef útbúið er sérstakt reykherbergi sem enginn fer um nema þeir sem reykja, eins þarf að vera þannig gengið frá að reykur geti ekki borist úr slíku herbergi á svæði þar sem aðrir ganga um.  Þessa undanþágu er Alþingi að nota.  Reykingar á salernum flugvéla verða auðvitað til þess að um leið og hurðin er opnuð fer reykurinn í hið almenna farþegarými.

Jakob Falur Kristinsson, 21.11.2007 kl. 11:20

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei ég er ekkert að mæla því bót að menn brjóti reglur. Hins vegar er enginn vandi ef vilji er fyrir hendi að hafa reykingaaðstöðu með loftræstingu einsog er á mörgum flugvöllum ef vilji væri fyrir hendi.

Bentu mér endilega á þessa undanþágu í lögunum. Hef lesið lögin en ekki fundið neitt um hana.

Jón Bragi Sigurðsson, 21.11.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband