Mánudagur 18. september 2006

Í dag var mjög gott veður hér í Sandgerði, sól og hiti.   Eftir að ég var hjá tannlækninum síðast fór ég að finna fyrir verk í einni tönninni og á föstudag var ég með stöðuga tannpínu en átti sem betur fer sterkar verkjatöflur sem deyfðu verkinn en hann hætti aldrei.  Gekk svona alla helgina og í morgun hringdi ég í Ragnar Jónsson tannlæknir og sagði honum hvernig ástandið væri.  Hann ætlaði að fá fyrir mig tíma hjá tannlæknir í Keflavík en hringdi svo og sagði mér að koma á stofuna til sín kl: 15,30 því hann vildi skoða þetta sjálfur.  Fór ég því til Reykjavíkur og mætti hjá honum og var hann fljótur að sjá hvað var að og lagaði það á um 20 mínútum.  Er líðan mín því mikið betri og get ég orðið borðað sem ég gat ekki alla helgina vegna þess að um leið og ég reyndi að fá mér eitthvað kom bullandi tannpína.  Ég varð að fá frí í vinnunni í dag vegna þessa, þar sem ég hefði ekki náð að mæta á réttum tíma og svo er ég talsverðan tíma að jafna mig eftir mikla deyfingu.  Það er farið að ganga vel í vinnunni og var ég söluhæstur á laugardaginn.  Þá átti að vera starfsmannapartý hjá TM-Ráðgjöf í Keflavík en mér skilst að þau fari öll saman einu sinni í mánuði út að borða.  Ég sleppti nú þessu partýi, bæði gat ég ekki borðað vegna tannpínu og eins tel ég mig ekki hafa gott af því að vera mikið þar sem allt er fljótandi í bjór og öðru áfengi en þann 12. september voru komnir 100 dagar sem ég hef ekki snert áfengi og ætla mér ekki að blekkja sjálfan mig á því einu sinni enn að einn bjór sé alltí lagi því þeir verða alltaf fleiri.   Þeir sem geta notað áfengi í hófi til að skemmta sér geta gert það án þess að ég gagnrýni en því miður er sá hæfileiki löngum frá mér tekinn og ekkert að gera nema sætta sig við það og sakna ég þess ekkert.  En ég verð að forðast að vera of bjartsýnn þótt liðnir séu rúmir 100 dagar, þetta er sjíkdómur sem langan tíma tekur að læknast af.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband