Laugardagur 23. sptember 2006

Í dag er ágætt veður hér í Sandgerði, logn og þurrt en engin sól aftur var sól og blíða hér í allan gærdag.  Ragnar Jónsson tannlæknir hjá Tryggingastofnun hringd í mig á þriðjudagsmorgun og sagði mér að hann væri búinn að semja við Inga Gunnlaugsson tannlæknir í Keflavík um að taka að sér tannviðgerðir mínar þar sem viðgerð sú sem hann gerði á mánudag hefði aðeins verið til bráðabirgða og losa mig við tannpínuna og ég ætti að hringja í Inga.  Reyndar á ég eftir að mæta hjá Ragnari 9. og 10. október en þá ætlar hann að klára að undirbúa viðgerðir á tönnunum en víða þarf að skera tannholdið frá þar sem skemmdir eru komnar svo langt niður.  Ég hafði strax samband við Inga og fékk tíma kl: 11,30 á þriðjudag.  Ingi gerði varanlega við tönnina og eins skemmdir í fleiri tönnum og hann sagði að Ragnar hefði beðið sig að taka mig og þar sem þetta væri að stórum hluta afleiðing af slysinu myndi TR greiða allt og ef í ljós kæmi að þeir greiddu ekki að fullu myndi hann gefa mér það þar sem ég væri öryrki.   Þetta er maður um fertugt og mjög almennilegur og á ég að mæta hjá honum aftur 26.09. og þá ætlar hann að gera við þær skemmdir sem hann sá að voru eftir og setja framtönn sem vantar í efri góm þegar ég er búinn hjá Ragnari Jónssyni fer ég aftur til Inga og klárar hann allar viðgerðir og setur í þær tennur sem vantar og kem ég því til með að sleppa nokkuð vel frá þessu.  Ég hef verið í vinnunni og var í gær frá 17,00 til 21,00 en þar sem veðrið var svo gott gekk illa að ná í fólk og lítil sala.   Sama var í dag en ég var að vinna frá 12,00 til 16,00.  Ég fór á föstudagsmorgun kl: 08,00 uppá flugstöð og hitt Jón Pál og Sollu en þau voru þá að fara til London.  Þau koma aftur á miðvikudagsmorgun of koma þá sennilega í heimsókn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband