Íbúafjöldi

Íslendingar verða 437 þúsund talsins árið 2050 gangi ný spá eftir. Samkvæmt nýrri spá um mannfjölda á Íslandi verða landsmenn 437.844 árið 2050 en íbúafjöldi var 307.672 við upphaf spátímabils hinn 1. janúar 2007. Árleg fólksfjölgun verður 0,8% á spátímabilinu sem er heldur minni fjölgun en var á 20. öld.

 

Að því er kemur fram á vef Hagstofunnar geta íslenskir karlar vænst þess við lok spátímabilsins að vera 84,6 ára en meðalævilengd kvenna verður 87,1 ár.

Vegna lengri meðalævi og lækkaðrar fæðingartíðni verða talsverðar breytingar á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Öldruðum mun fjölga verulega á spátímabilinu einkum undir lok þess. Í dag tilheyra elstu þjóðfélagsþegnarnir óvenjufámennum fæðingarárgöngum sem fæddust á kreppuárunum.

Eftir 2030 þegar fjölmennir árgangar eftirstríðsáranna komast á eftirlaunaaldur mun hlutfall aldraðra hækka verulega. Árið 2050 verða 7,5% íbúa áttræðir eða eldri samanborið við 3,1% við upphaf spátímabils.

Þótt gert sé ráð fyrir því að barnsfæðingum fækki nokkuð á spátímabilinu verður fæðingartíðni áfram há í evrópsku samhengi. Íslenskar konur geta í dag vænst þess að eiga rúmlega 2 börn um ævina. Þetta hlutfall mun haldast óbreytt til 2015 en lækka síðan jafn og þétt í 1,85 við lok spátímabils.

Vegna fremur hárrar fæðingartíðni verða börn og ungmenni hlutfallslega fjölmenn hér á landi. Árið 2050 mun fjórðungur íbúa tilheyra aldurshópnum 0-19 ára en í dag er þetta hlutfall 28,8. Fólki af erlendum uppruna mun væntanlega fjölga í framtíðinni.

Hagstofa Íslands gerir r ekki sérstaka spá fyrir innflytjendur en vegna aukins aðflutnings fólks frá útlöndum verður hlutfall einstaklinga sem fæddir eru í útlöndum hærra en verið hefur.

Í spánni er gert ráð fyrir að tíðni flutningsjöfnunar verði rúmlega 3 af hverjum 1.000 íbúum á komandi áratugum. Þetta er heldur lægri flutningsjöfnuður en í Noregi og Svíþjóð en hærri en í Danmörku og Finnlandi.

Við ættum að taka okkur til fyrirmyndar íbúa í Bolungarvík , en þar halda árlega sína ástarviku sem á að nýta til þess að búa til börn.  Ef við gerðum það er ég viss um að við yrðum á milli 500-600 þúsund árið 2050.  En þá verð ég einmitt 100 ára og eins og ég hef áður sagt frá þá atti langafi minn Kristján frá Stapadal í Arnarfirði 18 börn með tveimur konum og það síðasta þegar hann var 82 ára gamall.  Ég gert varla verið minni maður en hann og þar sem það eru 25 ár þar til ég verð 82 ára og 53 ár í 100 áraaldurinn gæti ég auðveldlega eignast 25 börn í viðbót við þau 4 sem ég á nú þegar.  Er ég þar að miða við 82 ára aldurinn, en ef ég miða við 100 ára aldur, sem ég næ alveg örugglega þá gætu bæst við 53 börn.  Það er að vísu eitt smá vandamál, en það er að ég er fráskilinn og vantar því konu og til að þetta yrði nú aðeins auðveldara væri betra að hafa konurnar tvær.  Hugsiði bara ykkur allar barnabæturnar og fæðingarorlofin, þetta yrði lúxuslíf.  Ég heima að passa börnin og tvær konur í fullri vinnu.


mbl.is Landsmenn 437.844 árið 2050?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mjög áhugavert   Þar sem ég er ekki lengur til þess að fjölga mannkyninu, þyrfti minn karl að fá sér aðra konu eða tvær, til að sjá um þau mál.  Ég yrði náttúrulega aðal, first lady eins og sumar hefðarfrúr í vestrinu. 

Og einhverja  þurfum við náttúrulega til að vinna fyrir okkur í ellinni, bera þungan og hitan af þörfum þjóðarinnar.  Segi nú ekki margt. 

Ástarvikan í Víkinni er bráðsniðug hugmynd, sem mætti útfæra á landsmælikvarða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

já það er nú ekkert slor að vera fist lady, því eitthvað verður að gera.

Jakob Falur Kristinsson, 6.12.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband