Bjarni Fel

Bjarni Fel. les fréttir. Þeir eru ekki margir eftir eins og Bjarni Felixson íþróttafréttamaður. Áhugi hans á íþróttum og knattspyrnu sérstaklega er slíkur að enn þann dag í dag flytur hann fréttir af líðandi stund þó að kominn sé á eftirlaun. Hann segist fjarri því að vera að missa áhugann hvorki á boltanum né að flytja af honum fréttir og prísar sig sælan að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi gert við hann sérsamning um að halda áfram störfum sínum að hluta.

Bjarni ræðir ferli sinn í viðtali við 24 stundir, boltann hér heima og karlalandsliðið. „Hér heima eru peningamennirnir ekki orðnir jafn áberandi en engu að síður snýst boltinn mikið um peninga og styrki og auglýsingar og boltinn ber keim af því. Hvað landsliðið varðar hefur það staðið sig mjög illa. Ástæðurnar tel ég vera val á leikmönnum og sáran skort á leiðtoga í liðið. Eiður Smári finnst mér ekki valda því hlutverki en einnig finnst mér alltaf undarlegt hvaða áhersla er lögð á að kalla inn í landsliðið stráka sem spila annars staðar á Norðurlöndunum. Fótboltinn þar er ekkert mikið betri en hann er hér heima að mínu viti og ég sakna þess að ekki séu reyndir strákar sem sprikla með liðunum hér í efstu deild."

Bjarni starfar enn hjá RÚV og rödd hans heyrist enn í útvarpinu á morgnana. Hann segist aldrei á ferlinum hafa fengið leiða á starfinu og finni ekkert slíkt enn. „Á venjulegum degi vakna ég sex og fer upp í útvarp þar sem ég er til tíu. Þaðan dríf ég mig í sundleikfimi í Vesturbæjarlauginni og eftir hádegi set ég fréttir inn á netið en geri það heiman frá. Mér finnst þetta gaman og hef aldrei upplifað þreytu eða leiðindi í starfinu."

Það hlýtur að vera óskastaða hjá hverjum manni að fá að vinna við það starf sem er einnig aðal áhugamál viðkomandi.  Þetta á við um Bjarna Felixson, en hvernig getur maður með jafn mikla þekkingu á knattspyrnu og Bjarni hefur, fullyrt að illa sé staðið í vali á landsliðsmönnum og að Eiður Smári valdi ekki forustu hlutverki sínu sem fyrirliði landsliðsins.  Nú held ég að sé eitthvað farið að slá út í fyrir karlinum, því Eiður Smári er okkar allra besti knattspyrnumaður. 

Er Bjarni kannski að bjóða sig fram í að leiða íslenska landsliðið?


mbl.is Bjarni Fel: Eiður veldur ekki leiðtogahlutverkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er ekkert að segja að Eiður sé ekki nógu góður knattspyrnumaður hann er bara að segja að hann hafi ekki næga leiðtogahæfileika til að vera fyrirliði. Hvernig lest þú úr þessu að hann sé að bjóða sig til þess að leiða landsliðið.

Gestur 22.12.2007 kl. 13:38

2 identicon

Að vera besti knattspyrnumaðurinn er ekki ávísun í að vera góður fyrirliði, það vita allir sem hafa eitthvað vit á knattspyrnu. Ég er mjög sammála Bjarna í sambandi við það sem hann segir um landsliðið. Þótt svo Eiður eigi vissulega að vera í landsliðinu, þá snýst val á landsliði ekki um það að velja 11 bestu mennina, heldur 11 knattspyrnumenn sem geta spilað best saman. Það tókst aldrei hjá Eyjólfi, sem úrslitin sýna nú.

Hins vegar er fullyrðing Bjarna um að skandinavísku deildirnar séu ekkert skárri en sú íslenska, bara bull. Hann getur varla haft mikla reynslu af dönsku, sænsku og norsku deildunum ef hann heldur því fram

Birkir Örn 22.12.2007 kl. 20:50

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég var ekkert að lesa út úr þessu, Sveinn að Bjarni væri að bjóða sig fram, ég einfaldlega varpaði þeirri spurningu.  Ég ætla að taka skýrt fram að ég hef ekki hundsvit eða áhuga á knattspyrnu, Birkir Örn og veit hreinlega ekkert um hvernig best er að setja saman landslið til að ná árangri.  Mér fannst Bjarni bara vera að gera lítið úr Eiði Smára og þess vegna skrifaði ég þetta.

Jakob Falur Kristinsson, 23.12.2007 kl. 13:09

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Jakob og gleðilega "rest"Getur þetta ekki verið líka eins og oft er um mjög duglega menn þeir þurfa oft ekki að vera bestu verkstjórarnir.Ég man eftir því t.d. af togurunum að maður gerði duglegan mann að bátsmanni en þá "datt"vinnan á bátsmannsvaktinni oft hreinlega niður.Bátsmaðurinn fór þá kannske sjálfur að bæta í fyrstu byrjun sem hann fann svo urðu hinir að sjá um sig sjálfa.Jafnvel stóðu og horfðu á.En þetta er bara svona hugdetta.Sjálfur hef ég ekkert vit og frekar lítinn áhuga á fótbolta.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 26.12.2007 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband