Laugardagur 30. september 2006

Þá er þessi vika búinn og þar með mánuðurinn.  Ég fór í vinnu kl: 12,00 og var til 16,00 og var kominn hingað heim um kl: 17,00 eftir að hafa farið minn venjulega rúnt um höfnina.   Veðrið var mjög gott, hlýtt og nánast logn og kom sól af og til.  Ég er farinn að verða svolítið þreyttur í þessari vinnu og gengur ekki vel að selja og fá styrki.  Við erum með 4 söfnunarverk í gangi og greinilegt að fólk er orðið þreytt á öllu þessu kvabbi um styrki, því fleiri en við eru með hliðstætt í gangi.  Verið er að safna fyrir hin og þessi málefni og þótt þau séu öll góð verður fólk að velja og hafna ekki er hægt að styrkja allt.  Hinsvegar eru að koma ný verkefni það eru skoðanakannanir ofl. sem eru mun skemmtilegri, t.d. erum við núna að vinna fyrir Helga Hjörvar alþingismann og samningar eru í gangi við fleiri þingmenn, einnig er verið að vinna fyrir sjónvarpsstöðina Sirkus.  Þetta eru ákveðnar spurningar sem lagðar eru fyrir fólk.   Ég fór í gær til Reykjavíkur og heimsótti Guðrúnu Pétursdóttur en hún var að koma úr erfiðum uppskurði á auga og sér nánast ekkert, henni leiðist mikið að geta ekkert horft á sjónvarp eða lesið blöðin og geta ekkert farið út þar sem hún má ekki snerta bíl svona sjónlaus.   Við fórum saman í NETTÓ og versluðum en þar var talsvert mikið af vörum með miklum afslætti.  Ég verslaði í tvo fulla poka og kostaði það ekki nema um kr: 1.000,-  Herra Fúsi var sofandi í ruggustólnum frammi á yfirbyggðu svölunum einn morguninn þegar ég vaknaði en ég hef alltaf opinn glugga þar ef hann skildi koma, en um leið og hann varð var við mig stökk hann út um gluggann og þótt ég kallaði á hann vildi hann ekki koma aftur og labbaði í burtu.  Hann er þó á lífi en er orðin grindhoraður.  Hann ratar þó allavegana hingað og vonandi kemur hann aftur þegar fer að kólna.  Ég er að hugsa um að hafa kattarmat og vatn þarna frammi og vonandi kemur hann aftur.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband