Húsafriðun

Skakkamanage á tónleikum á Sirkus um síðustu helgi. Hr. Örlygur, sem hefur skipulagt tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, skorar á menntamálaráðherra, borgarstjóra og borgaryfirvöld í Reykjavík að leggjast af fullum krafti og þunga gegn núverandi áformum um að Klapparstígur 30 verði rifinn. Þar er nú veitingahúsið Sirkus til húsa.

Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu núna, því meðan Ólafur F. Magnússon er borgarstjóri verður ekki leyft að rífa eitt einasta gamalt hús í Reykjavík.  Það verður allt endurbyggt á kostnað borgarbúa.  Ekki veit ég hvar mörkin liggja um það hvenær hús telst vera gamalt eða ekki gamalt.  Er t.d. 50-60 ára gamalt hús gamalt eða nýtt?  Spyr sá er ekki veit.


mbl.is Vilja að Klapparstíg 30 verði þyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Jakob ég veit ekki hvað þið hafið á móti því að friða hús.
Yfirleitt eru eigendur af þessum friðuðu húsum sem fá þá ríkisstyrk til að vinna húsin í upprunalegt horf, eða allavega má ekki breyta þeim
meira en orðið er. Reykjavíkurborg þarf ekki að borga uppbyggingu þessara húsa.
Styrkir til friðaðra húsa hafa alltaf verið svo lengi sem ég man,
þannig að það er ekkert að breytast.
Hundrað ára gamalt hús telst gamalt og yngra ef um sérstakan byggingarstíl er að ræða.
Ef að við ryðjum öllum gömlum húsum í burtu þá eigum við enga arfleif
Tökum gömlu kjarnana úti á landi, hvað ef þeir hyrfu þá mundu bæirnir ekkert selja neitt.

                              Kveðja til þín Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er á því að það beri að friða gömul hús, sérstaklega ef þau hafa einhverja sögu á bak við sig, eða bygginafræðilega sögu.  Við megum ekki endalaust rífa það gamla og hrúga svo upp forljótum kössum, eins og nú er gert, illa smíðuðum, hornskökkum og lekum.  Í París er til dæmis algjört bann við að rífa eitt einasta hús, eina leiðin til þess er að láta framhliðina halda sér og byggja á bak við.   En þetta er gert til að varðveita gamla miðbæinn þar.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er ljótt ef svo illa er fyrir komið að ekki má byggja upp miðbæinn fyrir gömlum fúnum kumböldum.  Það hlýtur að rýra raunvirði svæðisins.  Ég meina, það má ekkert gera við lóðina, þá gæti hún allt eins verið mýri full af krókódílum.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2008 kl. 00:29

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er vandséð hvernig fara eigi með gömul hús.  Þau sem ekki fá eðlilegt viðhald verða smátt og smátt ljót og ömurleg.  Ég er ekki að segja að rífa eigi hvert einasta gamalt hús því sum er merkilegri en önnur.  En það má heldur ekki ganga svo langt að ekki megi hrófla við einum einasta kofa sem er nánast að hruni kominn vegna viðhaldsleysis.  Eins tel ég vitlaust að reyna að byggja upp fornminjar eins og nú stefnir í.  Það er vel hægt að byggja ný hús sem falla vel að þeim sem fyrir eru.  Hvað það varðar að ríkið veiti styrki til að endurbyggja gömul hús þá er það alveg rétt , en þessir styrkir hafa hingað til verið svo litlir að ekki hefur dugað fyrir nema broti af kostnaði við endurbygginguna og þá verður að fara að betla peninga og oftast er það viðkomandi sveitarfélag sem þarf að borga mismuninn.  Mér finnst ekki sanngjarnt að leggja þær kvaðir á eiganda gamals húss um að endurbyggja það nema að tryggja um leið fjármagn til verksins.  Það er staðreynd að endurbygging á gömlu húsi er miklu dýrari en að byggja nýtt.

Jakob Falur Kristinsson, 31.1.2008 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband