Draumar rætast

Jón Baldvin og Bryndís á göngu á ströndinni rétt hjá nýja...„Við vorum búin að leita í tvo mánuði og í dag fengum við lykla að þessu litla húsi sem ég er búin að láta mig dreyma um svo lengi,“ segir Bryndís Schram, en hún og Jón Baldvin Hannibalsson festu nýverið kaup á sumarhúsi í spænska þorpinu Salobreña við strönd Miðjarðarhafsins, rétt sunnan við Granada.

Mikið er það nú ánægjulegt þegar fólk getur látið drauma sína rætast.  Ég vona að einhver af mínum mörgu draumum myndi rætast, en litlar líkur eru nú á því í komandi framtíð.  Ég mun áfram verða fatlaður öryrki í fátæktargildru.  En það skaðar ekki að láta sig dreyma um betra og skemmtilegra líf.

Til hamingju með nýja húsið Jón Baldvin og Bryndís


mbl.is Jón Baldvin og Bryndís Schram láta gamlan draum rætast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jakob minn kæri fyrirgefðu mér hreinskilnina, en við sköpum okkur sjálf
hamingjuna með æðsta krafti alheimsins kærleikanum.
Ef við ekki nýtum okkur kærleikann þá verðum við aldrei hamingjusöm.
Ég hef líka verið í slæmum öldudal, er aldrei verkjalaus,
átti mann sem lamdi mig sundur og saman.  
í dag er ég svo hamingjusöm að vera búin að losa mig við það líf.
Ég á svo mikinn kærleika að ég er að springa.
Ég á yndisleg börn og barnabörn og elska sjálfan mig mest af öllum
síðan þau sem standa mér næst.
Fyrirgefðu og gangi þér vel. Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað sköpum við okkar lífsgæði sjálf.  Ég er fyrir löngu búinn að sætta mig við mitt hlutskipti sem fatlaður öryrki og þunglyndissjúklingur, en samt koma stundum upp í hugann af og til, hvernig líf mitt væri ef ég hefði ekki lent í þessu slysi sem gerði mig að öryrkja.  En ég geri mitt besta í því að ýta öllum slíkum hugsunum í burtu.

Jakob Falur Kristinsson, 1.2.2008 kl. 09:42

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jakob minn kæri ég er nú svolítið skrýtin, en þú verður að fyrirgefa mér það. Maður ýtir ekki í burtu því sem þingir mann heldur sættist við orðin hlut og fyrirgefur fortíðinni fyrir að vera ekki eins og við vildum.
Eigðu ætíð góða daga og ég sendi þér ljós og orkukveðjur frá
Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband