Athyglisverð grein

Í síðasta tölublaði Fiskifrétta skrifar Björn Valur, stýrimaður á Kleifabergi ÓF-3 og varaþingmaður VG, grein sem hann kallar "Er álið málið"  Þar rekur hann á athyglisverðan hátt hvað hinar ýmsu atvinnugreinar skila í þjóðarbúið.  Hann segir; " Fyrir stuttu var því slegið upp í fjölmiðlum að allt útlit væri fyrir að útflutningsverðmæti áls yrði á árinu 2008 í fyrsta sinn meira en verðmæti sjávarafurða."  Er hann þar að vitna í hagspá greiningadeildar Kaupþings til næstu þriggja ára.  Samkvæmt þeim spám hefur áliðnaðurinn á Íslandi því ýtt hinum gamla og hallærislega sjávarútvegi aftur fyrir sig varðandi tekjuöflun og viðurværi þjóðar.  Hann bendir á að álíka umræða hafi átt sér stað  við samanburð á sjávarútvegi og hinum trausta íslenska fjármálamarkaði á kostnað þess fyrrnefnda og þar minnir hann á umræðuna um skerðingu þorskafla ofl. Hann nefnir að í þeirri umræðu hafi verið talið að það skipti engu máli, því þetta væri úrelt og hallærisleg atvinnugrein.  Það yrði bara nokkrir sérvitringar á landsbyggðinni, sem fengju tekjutap.  Nú væri það  fjármálamarkaðurinn, útrásin, bissnesinn, sem væri undirstaða og uppspretta alls þess sem þjóðin þyrfti á að halda.  Þar lægi framtíð þessarar fyrrum fiskveiðiþjóðar, sem þyrfti að laga sig að nútímanum og horfa fram á við og ná sér upp úr slor og grútarhugsuninni, sem hefði heft eðlilega framþróun hér á landi.  Björn Valur tekur skýrt fram að hann sé ekki að gera lítið úr áliðnaði eða fjármálafyrirtækjum og bendir á að 2008 muni álútflutningur verða mun meiri en sjávarútvegs.  Útflutningsverðmæti áls er áætlað um 135 milljarðar á móti um 120 milljörðum sjávarútvegs.  Þegar Björn fer síðan að skoða málið betur er niðurstaða hans þessi "Á meðan áliðnaðurinn skilur eftir í landinu um 30% af útflutningstekjum, verður 80% af útflutningstekjum sjávarútvegs eftir í landinu." Síðan segir orðrétt í grein Björns Vals; "Með öðrum orðum þá lítur út fyrir að sjávarútvegurinn muni á árinu 2008 skilja nærri 100 milljörðum af útflutnintekjum sínum eftir í landinu á meðan u.þ.b. 45 milljarðar af útflutningstekjum áliðnaðarins verða eftir hér á landi, þar sem starfsemin fer þó fram"   Með öðrum orðum mun sjávarútvegurinn skilja eftir í landinu næstum jafn marga milljarða og áliðnaðurinn flytur út úr landinu.  Ég ætla nú ekki að fara að endurskrifa þessa góðu grein en það hljóta allir að sjá það, hvor við erum að tala um laun, útflutning, úrás eða hvað sem er þá skipta brúttótekjur ekki máli það sem allir vilja vita hvað kemur í peningakassann hjá hverjum og einum.  En grein þessi er í Fiskifréttum  7. tbl. föstudaginn 22. febrúar 2008 á bls.5.

Ath. letur breyting er mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fín ábending, og takk fyrir að setja hana hér inn Jakob minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta eru nú bara staðreynd, þegar allt er reiknað til enda, en ég óttast að margir vilji ekki viðurkenna það.

Jakob Falur Kristinsson, 28.2.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband