Mánudagur 16. október 2006

Þá er ein vikan að baki og ný tekin við.  Það er farið að kólna talsvert hér í Sandgerði og alltaf rigning og vindur af og til.  Það fór að ganga einhver flensa hér í húsinu og auðvitað þurfti ég að fá hana.  Var í rúminu með hita, hausverk og tilheyrandi.  Taldi mig svo orðin hress að ég fór í vinnu en nokkrum dögum seinna var svo kalt að ég veiktist aftur og á síðasta sunnudag var ég komin með bullandi hita aftur en átti sem betur fer verkjalyf.  Ég fór til Reykjavíkur á miðvikudaginn og hitti Biddu og Júdit en var samt hálf slappur.  Á leiðinni hingað heim byrjaði hausverkurinn aftur og ég var í mesta basli við að aka vegna þess að stöðugt lak úr augunum.  Loksins á föstudag var ég orðin góður og gat farið í vinnu án þess að bryðja stöðugt verkjalyf.  Ég var að vinna til kl: 21,00 á föstudag og á laugardag frá 12,00 til 16,00.   Í dag mætti ég hjá Ragnari Jónssyni tannlæknir kl: 13,00 sem  sem skar upp allt tannholdið hægramegin og saumaði aftur, þetta var aðgerð sem tók rúman klukkutíma en ég var mikið deyfður svo ég fann ekki fyrir þessu á meðan á því stóð en eftir að deyfingin for að fara úr tóku við mikil óþægindi og dreyf ég mig bara heim og át þau verkjalyf sem til voru og lagaðist þetta nokkuð en samt eru mikil óþægindi útaf öllum saumunum sem ég er með. Þetta þýddi það að ég komst ekki í vinnu en var búin að fá frí áður og missi þar með einn daginn enn úr vinnu.  Ég hef sem betur fer verið heppinn með það að sleppa við flestar svona umgangspestar en nú er maður bara ekki eins hraustur og áður.  Ég á að mæta aftur hjá Ragnari næsta mánudag og tekur hann þá saumanna og skoðar þetta betur.  Þangað til má ég ekkert borða nema fljótandi fæðu, alls ekki tyggja neitt til að reyna ekkert á tennurnar og fór ég í Bónus og birgði mig upp af súpum til að lifa af þessa viku.  Ef allt er í lagi byrja ég aftur hjá tannlækninum í Keflavík og mun hann klára viðgerðirnar.  Er nú loksins að komast niðurstaða í þetta mál sem verður þannig að ég mun ekkert þurfa að greiða. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða voða tannviðgerðir eru þetta?? Þú verður vel tenntur á eftir vonandi.

Guðbjörg 17.10.2006 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband