Slys á Reykjanesbrautinni

Mikið hefur verið rætt um ákveðið slys sem varð á Reykjanesbrautinni fyrir stuttu og margir orðið til að skammast út í Vegagerð ríkisins vegna þessa.  Ég var sjálfur á ferð á þessum vegi stuttu áður en slysið varð.  Ég verð nú bara að segja það að allar aðstæður voru erfiðar, allt á kafi í snjó og skóf mikið og skyggni lélegt.  Meira að segja lögreglan stoppaði mig og sagði að það hefði verið kvartað undan mínum akstri því ég æki svo innarlega á veginum.  Þetta var alveg rétt hjá þeim, því að á leiðinni frá Sandgerði til Keflavíkur var svo blint að ég greip til þess ráðs, sem maður vanur frá Vestfjörðum, sem er að fylgja stikunum sem eru við vegkantinn en ef ég mætti bíl vék ég  auðvitað strax til hægri á meðan viðkomandi fór fram hjá.

Mér finnst ekki rétt að vera með ásakanir á hendur Vegagerðinni.  Hún gat ekkert við þessu gert, heldur var það veðrið sem skapaði þessar aðstæður.  Hins vegar á Vegagerði hrós skilið fyrir það að snjómoksturstæki voru komin af stað snemma til að hreinsa vegina.  Það ber hver ökumaður ábyrgð á sínum akstri og eins og ég sagði áður þá þurfti ég að aka talsverðan kafla á hægri helmingi vegarins til að sjá stikurnar og hafa gluggann hægra meginn opinn til að sjá betur til.

Slys eru alltaf slys og þau þurfa ekki endilega að vera einhverjum að kenna.  Þau ske bara og því breytir enginn hvorki Vegagerðin né aðrir.  Ég lenti í alvarlegu slysi út á sjó 2003 og auðvitað hefði það aldrei skeð ef skipstjórinn hefði ákveðið að fara ekki á sjó þann dag.  En aldrei hefur það hvarflað að mér að kenna konum um slysið.

Ég get alveg skilið aðstandur þeirra sem í bílslysum lenda og sjálfsagt er sumt sagt í reiði yfir því sem skeð hefur.  En að koma í veg fyrir umrætt slys á Reykjanesbrautinni gat Vegagerðin ekki.  Það var veðrið sem skapaði þessar aðstæður en ekki Vegagerð Ríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er nú búinn að rökræða þetta mál við nokkurn fjölda fólks í vikunni. Sannast sagna er ég alveg rasandi yfir hvernig fólk getur látið yfir þessu slysi og mest er ég undrandi á Björgvin. Það er mjög erfitt að sjá að einhver skilti til viðbótar hefðu gert neitt í málinu. Þetta er svo slysalegt sem frekast má vera og eins og ég skil það, snýst bíllinn á undan og það er ekki ráðrúm til að gera neitt og þau lenda í hliðinni á honum.

Auðvitað hefði 40-50 km hámarkshraði o.s.frv. gert eitthvað en ég þekki nú landann illa ef einhverjir hefðu ekki orðið óðir yfir slíku?

Ég varð sjálfur fyrir þeirri reynslu fyrir ári síðan að missa vald á bíl um sólbjartan dag í Þrengslunum, algerlega "out of the blue", eftir að hafa verið á auðum vegi alla leið, er ég lentur á kafla þar sem hafði skafið uppá veginn og sólin brætt í slabb, skipti engum togum að ég lendi á bíl sem er að koma á móti á einhverum 80 km eða eitthvað og hinn sjálfsagt eitthvað svipað.

Það er ekki hægt að ímynda sér eða setja sig í sporin, hvernig er að verða fyrir svona löguðu, en mest er um vert ef allir halda lífi, sem er því miður ekki alltaf.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.4.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt Hafsteinn og eins og ég segi var ég klagaður í lögregluna fyrir að fara of varlega.  Alltof margir virðast að það eigi að halda hámarksumferðahraða án tillits til aðstæðna og oft hefur mér ofboðið að sjá á Reykanesbrautinni fjölda bíla aka á 90 -100 og aðeins 1-2 metrar í næsta bíl, því á slíkum hraða og með ekki lengra á milli bíla er árekstur óhjákvæmilegur ef eitthvað kemur upp á, sem alltaf getur skeð.  Slys eru alltaf slys og fyrir mestu ef enginn lætur lífið í slíku.

Jakob Falur Kristinsson, 13.4.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist alveg gleymast í þessari umræðu að á umræddum kafla, þar sem slysið átti sér stað, er 50 km/klst hámarkshraði við bestu aðstæður.  Miðað við hvernig bílarnir voru útlítandi hafa þeir verið á mun meiri hraða en eins og fram hefur komið þá var veðrið ekki upp á það besta.  Vegamerkingar eru alls ekki verri þarna en annars staðar.  Við verðum að fara að líta í eigin barm og taka aðeins ábyrgð á því sem við gerum sjálf, ekki að kenna öðrum um það sem afvega fer.

Jóhann Elíasson, 16.4.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála Jóhann.

Jakob Falur Kristinsson, 20.4.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband