Ríkisstjórnin

Ríkisstjórn Íslands. Fylgi við ríkisstjórnina mælist nú 50% og hefur ekki verið minna frá því stjórnin tók við völdum í maí á síðasta ári. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins.

Þetta er ekkert skrýtið því stjórnin gerir ekkert í  því að laga hér efnahagsmálin og Sjálfstæðisflokkurinn tapar meira fylgi en Samfylkingin, sem skýrist af því að Geir H. Haarde þorir aldrei að taka neina ákvörðun nema að hún sé samþykkt af aftursætisbílstjóranum, Davíð Oddsyni.  Ég get tekið undir orð Illuga Jökulssonar í Fréttablaðinu að Geirs H. Haarde verður minnst sem forsætisráðherrans, sem aldrei þorði.  Þegar stjórnmálasaga þessa tímabils verður skrifuð.

Nú ætti að boða til kosninga og fá fólk í ráðherrastólana sem kann að vinna verkin.  Þessi stjórn er handónýt.  Ríkisstjórn sem nýtur ekki nema 50% fylgis er í raun fallinn og betra fyrir hana að segja af sér en þurfa að hrökklast frá völdum með skömm.

Svo væri líka hægt að auka vald forsetans og láta Ólaf Ragnar Grímsson stjórna landinu.  Hann færi létt með það og yrði fljótur að koma hlutunum í lag.


mbl.is Fylgi við ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rétt... ég legg til að Framsókn og VG taki við þeir eru með samtals 31 % fylgi og mundu virka þrusuvel.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2008 kl. 19:32

2 identicon

Ég er alveg undrandi á því að fylgið sé svona mikið.  Ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig ríkisstjórn sem er týnd í krappri efnahagsniðursveiflu getur notið stuðnings 50% þjóðarinnar.

HE 2.8.2008 kl. 20:08

3 identicon

Ætla aldrei þessu vant að sleppa að tjatta um stjórnmál...

Ása 3.8.2008 kl. 00:13

4 identicon

Ég man þá tíð að Ólafur Ragnar Grímsson var fjármálaráðherra. Best er að tala sem minnst um það allt, nema hvað að þá var sko ekki allt í lagi hér.

sleggjudómarinn 3.8.2008 kl. 05:43

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það sem Geir H. Haarde verður að skilja að núverandi ríkisstjórn getur ekki setið áfram.  Hún er búin að missa allt traust bæði hjá íslensku þjóðinni og einnig erlendis.  Þess vegna verður að boða til kosninga sem fyrst.  Lotta þú talar um að innganga í ESB væri stórhættulegt, þar er ég ekki sammála.  Við erum í dag í EES og höfum þar af leiðandi þurft að breyta mörgum af okkar lögum í samræmi við lög ESB og hvers vegna stígum við ekki skrefið til fulls og sækjum um aðild að ESB, þótt við séum aðeins 300 þúsund manna þjóð, þá hefur það sýnt sig að litlar þjóðir hafa sama vægi í ESB og hinar stóru.   Aðild hefur marga kosti, það kæmist á stöðugleiki í efnahagsmálum við tækjum upp Evru sem gjaldmiðil og stjórn efnahagsmála yrði í betri höndum en nú.  Í stað Seðlabanka Íslands, sem ekkert gerir nema að hækka vexti, kæmi Seðlabanki ESB.  Við fengjum lægra matvælaverð og ESB er með gríðarlega mikla  styrki til byggðamála á þeim svæðum sem standa höllum fæti.  Því er oft haldið fram að við misstum yfirráð yfir okkar fiskimiðum, en það er mikill misskilningur.  Því sjávarútvegsstefna ESB er þannig að það ríki sem á lengstu hefðina fyrir veiðum á ákveðnum svæðum fær að halda þessum veiðum áfram og á Íslandsmiðum hefur enginn þjóð stundað veiðar undanfarna áratugi, nema íslendingar og fengjum við því að stunda okkar veiðar eins og áður.  Er nokkuð verra að aflakvótum væri úthlutað frá Brussel en frá skrifstofu L.Í.Ú. og útgerðarfyrirtæki fá að líta slíka úthlutun sem sína eign.  Margir eru að braska með sinn kvóta og er svo komið að heil stétt útgerðarmanna þarf að vera leiguliðar hjá þeim stóru.  Þetta er eins og var hér fyrir nokkrum öldum þegar stórbændur höfðu fullt af leiguliðum og hirtu af þeim það sem þeim datt í hug hverju sinni.  Ég veit um mann sem hefur fengið úthlutað talsverðum aflakvóta og hann vinnur ekki neitt bara leikur sér og er að byggja upp hestabúgarð vestur í Arnarfirði.  Hann leigir frá sér sínar veiðiheimildir og hefur í tekjur af því á annað hundruð milljónir á ári.  Annar sem á flott sumarhús hafði ákveðið fjall sem blasti við út um stofugluggann og hann keypti bara fjallið af konu sem á það land.  Hún var auðvitað dauðfegin að fá peningana fyrir fjallið, því það fer ekki neitt í burtu.  Allt svona kvótabrask myndi hverfa við aðild okkar að ESB.  Þannig að kostirnir eru margfalt fleiri en gallarnir.

Með óbreyttri stjórnarstefnu mun Ísland verða gjaldþrota áður en langt um líður og þess vegna er okkur mikilvægt að fá að stýra þjóðarskútunni í örugga höfn áður en hrunið mikla kemur , þá höfum við ekkert um það að segja undir hverra stjórn við kunnum að lenda.  Nýfundnaland er dæmi um þjóð sem varð gjaldþrota og í framhaldinu innlimuð í Kanada.  Er eitthvað slík sem við viljum?

Jakob Falur Kristinsson, 3.8.2008 kl. 06:26

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú ert greinilega heilaþvegin af andstæðingum ESB en auðvitað á hver rétt að hafa sína skoðun og við verðum aldrei sammála í þessu máli.  En þú verður að athuga eitt að fullveldi okkar er í stórhættu vegna óstjórnar.  Okkar vandi í dag er að mestu heimatilbúinn og Ísland rambar á barmi gjaldþrots og hvar endum við þá.  Hvers vegna heldur þú að stóra lánið sem átti að styrkja gjaldeyrisforðann, hefur ekki verið tekið.  Það er vegna þess að í dag vill engin lán fé til Íslands.  Kannski væri best að biðja Dani um að taka við okkur aftur.

Jakob Falur Kristinsson, 3.8.2008 kl. 13:39

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt hjá þér Lotta að við núverandi ástand yrði okkur ekki veitt aðild að ESB.  Við erum þó sammála um eitt en að efnahagsvandinn er að stórum hluta heima tilbúinn.  þú ert greinilega búin að kynna þér þessi mál vel.  Noregur er svo sér á báti vegna mikillar olíuframleiðslu og er eitt af fáum ríkjum sem er ekki með neinar erlendar skuldir.  Á frekar inni lán hjá öðrum þjóðum þar á meðal Íslandi.  það er bara bull að ætla að taka upp annan gjaldmiðil hvað sem hann heitir.  Við eigum að nýta okkar auðlyndir til að styrkja gjaldeyrisforðan og koma okkur út úr þessari kreppu.  Það væri auðvelt að gera bara að auka þorskveiðheimildir um 100 þúsund tonn og vandinn er leystur og krónan verður stöðug.  Þegar góðærið stóð sem hæst þá var í raun gengið falsað og fall krónunnar undafarna mánuði er bara leiðrétting á því.

Jakob Falur Kristinsson, 3.8.2008 kl. 16:14

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það kom að því að við yrðum sammála um eitthvað Lotta

Jakob Falur Kristinsson, 4.8.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband