Eimskip

Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson ætla að losa Eimskip undan ábyrgð á láni uppá 207 milljón dollara falli hún á félagið. Þeir munu þá leiða hóp fjárfesta sem lánar Eimskip þessa upphæð, kaupir kröfuna sem jafngildir um 18 milljörðum króna, og frestar gjalddaga.

Ætli að ástæðan sé ekki sú að aðaleigandi Eimskips er Magnús Þorsteinsson, fyrrum viðskiptafélagi þeirra feðga.  Magnús á líka stóran hlut í Samson ehf, sem er eigandi Landsbankans.


mbl.is Björgólfsfeðgar tilbúnir að bjarga Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgúlfsfeðgar eru engir jólasveinar sem fara um og gefa fólki peninga - ekki einu sinni Magnúsi Þorsteinssyni.  Æ sér gjöf til gjalda.  Hvað vilja þeir í staðinn.  Ef til vill bara þetta táknræna: Gamall Hafskipsmaður heldur Eimskip á floti!  Eða þá er hugsanlega eitthvað slátur eftir í XL Leisure Group.

gatnuverid 10.9.2008 kl. 07:26

2 Smámynd: Skarfurinn

Þú virðist rugla saman gjaldmiðlum félagi, þetta eru EVRUR en ekki dollarar, þar munar all miklu á.

Skarfurinn, 10.9.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt að þetta eru evrur en ekki dollarar.  Ég veit vel að þeir feðgar eru engir jólasveinar sem gefa peninga.  En gæti ekki verið að þeir vildu aðstoða sinn gamla samstarfsmann Magnús Þorsteinsson þótt þeir hagnist ekki á því sjálfir.

Jakob Falur Kristinsson, 10.9.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta tiltekna "Eimskip" er EKKI gamlaa skipafélagið. Það er öruggt undir annarri kennitölu. Þetta tiltekna "Eimskip" er miklu heldur Avion Group eða gamla Atlanta flugfélagið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Segi það sama "Eimskip" hvað er það í dag ? á það skip ? á það húsnæði eða aðrar eignir ?

Jón Snæbjörnsson, 10.9.2008 kl. 16:49

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þrátt fyrir allar hræringar með þetta félag þá er það enn með sömu kennitölu.  Eimskip á fjölda skipa og miklar eignir í Sundahöfn.  Auk þess á það kæligeymslur víða um heim og fleiri eignir erlendis.

Jakob Falur Kristinsson, 11.9.2008 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband