Ljósmæður

Mynd 445025 Fjögur börn komu í heiminn á fæðingadeild Landspítalans í nótt, en í gær fæddust þar alls 17 börn. Ekki þurfti í nótt að fá undanþágu fyrir ljósmæður, sem eru í verkfalli. „Enda erum við hörkutól og getum brett upp ermar hér, eins og við höfum gert í áratugi,“ sagði Björg Pálsdóttir ljósmóðir.

Hvenær ætlar ríkisvaldið að semja við ljósmæður svo eðlilegt ástand verði á ný.  Verður kannski ekkert við þær samið og ástandið látið vera eins og það er nú.  Í hinum nýju lögum um Sjúkratryggingastofnun er ákvæði sem bannar þeirri stofnun að semja við stéttarfélög.  Samkvæmt lögunum má stofnunin bara semja við verktaka.

Hvers konar andskotans rugl er þetta að banna með lögum að ríkisstofnun megi ekki semja við sitt starfsfólk.  Koma kannski álíka lög um aðrar ríkisstofnanir, það kæmi ekki á óvart.  Sannleikurinn er sá að ríkisstjórnin virðist vera í stríði við einn mann, sem er Ögmundur Jónasson og er formaður BSRB.  En er þetta ekki full langt gengið í því stríði, því að þótt ástandið sé svona með ljósmæður þá bitnar það ekkert á Ögmundi, heldur á ófrískum konum.


mbl.is „Enda erum við hörkutól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Geir Haarde sagði í gær að það væri betra efnahagsástand en menn hefðu búist við.  Hefur þá ekki skapast "svigrúm" til að semja við ljósmæður?

Jóhann Elíasson, 12.9.2008 kl. 08:23

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það sem Geir segir í dag er orðið breytt á morgun.

Jakob Falur Kristinsson, 12.9.2008 kl. 08:24

3 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Skildu Geir og Árni vera komnir með Vírusinn ,,Skítlegt eðli"?

Hansína Hafsteinsdóttir, 12.9.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég gæti bara best trúað því, Hansína!

Jóhann Elíasson, 12.9.2008 kl. 10:20

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er nú alvarlega farinn að efast um andlega heilsu þessara manna.  Nú ætla þeir að láta ríkið fara í mál við ljósmæður.  Hver kaus eiginlega þessa vitleysinga til að stjórna landinu?

Jakob Falur Kristinsson, 12.9.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband