Nýtt afl

„Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ég var að reyna að segja þetta, “ segir Margrét Sverrisdóttir sem gekk úr Frjálslynda flokknum eftir varaformannsslag við Magnús Þór Hafsteinsson fyrir tveimur árum.

Þarna er ég samála Margréti Sverrisdóttur, eins og kemur fram í greininni sem ég var að skrifa áðan.  Við hefðum betur hlustað á Margréti á sínum tíma og ég er þeirra skoðunar að það var ekki tapið í varaformannskjörinu sem varð til þess að hún gekk úr flokknum.  Ég tel að ástæðan hafi verið Jón Magnússon og hans lið.


mbl.is Margrét: Nýtt afl meðal Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ótrúleg er þessi vitleysa. Jakob í fyrsta lagi,þá seigir þú að ræturnar séu vestur á fjörðum. Er þá málið að við hin höfum þá ekkert vægi,eru rætur Kristins í flokknum sterkari en t,d Sigurjóns sem er búin að vera með frá upphafi eða Magnúsar Þórs.Ég eins og þú er vestan og að vera skráð í þessum flokk frá upphafi.Ég bý í RVK og vill að flokkurinn sé líka starfhæfur þar fyrir yfirgangi Kristins. Ég vill lýðræði. Þú ættir að seiga formanninum það að hann hefði átt að hlusta á Margreti, ég held að þú fengir hann ekki til að samþykkja það.

Rannveig H, 19.9.2008 kl. 09:41

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég segi það að ræturnar liggi vestur á fjörðum og þá á ég við hvernig flokkurinn byrjaði.  Ef þú hefur verið með frá byrjun þá hlýtur þú að vita að í fyrstu kosningunum sem flokkurinn bauð fram, þá var Guðjón Arnar Kristjánsson sá eini sem náði kjöri og fékk það mikið fylgi að hann kippti Sverrir Hermannssyni með sér sem uppbótarmanni.  Ég er ekki að lýsa neinu vanmati á þá sem verið hafa frá upphafi, síður en svo.  Mér er líka fullkunnugt um að það voru miklir samskipaörðuleikar við Margréti Sverrisdóttur.  Auðvita hafa allir flokksmenn sama vægi hvar sem þeir búa.  Það sem ég er að meina að sundurlyndi byrjaði ekki í flokknum fyrr en Jón Magnússon og hans fólk frá Nýju Afli gekk í flokkinn.  Ef einhver er með yfirgang í flokknum þá er það Jón Magnússon en ekki Kristinn H. Gunnarsson.

Jakob Falur Kristinsson, 19.9.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Einu tengsl mín við Vestfirði eru þau að ég stundaði sjó frá Flateyri við Önundarfjörð en þar bjó sérlega yndislegt fólk og þar lærði ég að borða vel kæsta tindaskötu með hnoðmör og nýjum kartöflum.  Síðan hefur mér alltaf þótt  mikið til Vestfirðinga koma. Auðvitað rann mér til rifja hvernig kvótakerfið fór með byggðarlögin fyrir vestan en það var ekki bara þeirra vegna sem ég gekk í Samtök um þjóðareign og Frjálslynda flokkinn daginn sem  hann var stofnaður.

Nú er mér sagt að ég ekki sannur flokksmaður og allavega ekki eðalborinn.  Auðvitað var kvótakerfið óvinsælt fyrir vestan og það voru sem betur fer margir Vestfirðingar sem slógust með í hópinn. Hvernig getur þú Vestfirðingurinn sjálfur gleymt Matthíasi Bjarnasyni 1.  þingmanni Vestfirðinga um áratuga skeið ? Hann skipaði heiðurssæti á listanum, skrifaði fjölda greina og kom ótal sinnum fram í fjölmiðlum til stuðnings flokknum. Matthías hafði verið farsæll sjávarútvegsráðherra til fjölda ára, naut virðingar og var gríðarlega vinsæll. Guðjón er ágætis maður og það er ekkert verið að gera lítið úr honum þó menn eins og Pétur Bjarnason njóti sannmælis. Ég hef heyrt þetta allt áður allt það góða kemur frá tilteknum og allt það illa frá hinum. Annars ´ættum við frekar að nota tímann til að leysa vandamálin en að deila. Ég veit ekki betur en við höfum öll sömu hugsjónir og það hefur aldrei verið meiri þörf fyrkr þær en einmitt nú í íslensku samfélagi

Sigurður Þórðarson, 19.9.2008 kl. 14:36

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef engan áhuga á að standa í deilum vegna þessa flokks, en við verðum að viðurkenna að deilur eru hafnar í flokknum, sem verður kannski hans bani, ef við höfum ekki vit til að bera klæði á vopn þeirra sem deila.  Ég er ekkert að fullyrða um hverjir eru betri flokksmenn en aðrir.  Fyrir mér eru þeir allir jafnir, en þessi samþykkt sem gerð var á miðstjórnarfundi í andstöðu við formann flokksins segir mér það eitt að einhverjir hafa áhuga á að koma af stað leiðindum sem skaða flokkinn.

Jakob Falur Kristinsson, 19.9.2008 kl. 16:11

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég skynja vel að þú ert góður drengur og heill í þínu.  Við erum á sama bát og við þurfum að ausa hann núna.  Þeir sem bera öll ágreiningsmál í fjölmiðla eru að ausa í ranga átt yfir borðstokkinn.

 Eigðu góðan dag.

Sigurður Þórðarson, 19.9.2008 kl. 19:19

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er ósköp eðlilegt að fólk greini á í stjórnmálaflokki og er merki um að flokkurinn sé lifandi.  Hinsvegar á ALDREI að fara með slíkt í fjölmiðla, þá fer flokkurinn að skaðast.  Þingmenn flokksins eru hans andlit út í frá og deilur þeirra í fjölmiðlum er skemmdarverk, sem kemur í bakið á okkur sem störfum i grasrótinni.

Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2008 kl. 05:37

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég gæti ekki verið meira sammála þér.

Hitt er annað mál að miðstjórnin er æðsta vald í flokknum (skv. lögunum) og ef menn vilja ekki tala saman og engar breytingar verða á forystu flokksins mun flokkurinn líða undir lok innan tíðar.

Sigurður Þórðarson, 20.9.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband