Þorskkvóti

Frá aðalfundi Landsamband smábátasjómanna. Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort auka eigi þorskkvótann eða ekki. Hann segir það skyldu sína sem ábyrgs sjávarútvegsráðherra að gaumgæfa stöðuna í þaula með tilliti til efnahagsástandsins.

Hann þarf nú varla langan tíma til að taka ákvörðun.  Bara ræða við nokkra skipstjóra sem fullyrða og vita að allt umhverfis Ísland sé yfirfullt af þorski.


mbl.is Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vil ekki auka þorstkkvótann.

Við í Frjálslynda flokknum viljum afnema kvótakerfið. 

Sigurður Þórðarson, 23.10.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það væri ennþá betra.

Jakob Falur Kristinsson, 23.10.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Það á að aukann og líka afnema kvótakerfið .

Vigfús Davíðsson, 23.10.2008 kl. 17:25

4 identicon

Góðan dag

Mér finnst menn í villigötum með kvótakerfið og kenna því um allt sem miður fer. Staðreyndin er sú að kvótakerfið er fiskvermdunarkerfi og ekkert annað. Hins vegar er búið að hengja á það ýmislegt rugl svo sem

1) Frjálst framsal

2) Eignaraðild

3) Ráðgjöf Hafró

4) Tegundatilfærslur

Um þessi atriði á að rífast og ekkert annað. Það myndi gilda einu hvort við veiddum 130 þús tonn af þorski með kvóta eða sóknardögum, þar fyrir utan væru sóknardaganir allaf í eigu einhvers

Hlýri 

Hlýri 23.10.2008 kl. 18:23

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fiskverndunarkerfi! Kerfi sem skilar árangri á borð við kvótakerfið er ekki nothæft. Kerfi er ekki ávísun á árangur.

Ekkert heilsulyf yrði á markaðnum eftir sambærilegan árangur í 25 ár. Og þó? Líklega, ef markaðssetningunni væri stýrt af íslenskum pólitíkusum með handafli. 

Árni Gunnarsson, 24.10.2008 kl. 10:07

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mér finnst 25 ára tilraun sem engu hefur skilað nema að menn hafa geta tekið stórfé út úr þessari atvinnugrein og skuldsett hana upp fyrir haus, vera stór mistök og sanna að þetta kerfi er handónýtt.

Jakob Falur Kristinsson, 24.10.2008 kl. 11:04

7 identicon

Sælir

Árni og Jako þið fallið báðir þennan hugsunarhátt

1) Skuldir eru tilkomnar útaf frjálsaframsalinu  og eignaraðildinni

2) Kerfið virkar ekki þar sem ráðgjöf hafró er ekki rétt.

Þetta kerfi hefur þó byggt upp stærsta ýsustofn sem sögur fara af við landið, endurreyst síldarstofninn

Hvað viljið þið fá í staðinn

 Hlýri

Hlýri 25.10.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband