Afsögn Guðna Ágústssonar

Nú hefur Guðni Ágústsson sagt af sér sem formaður Framsóknar og jafnframt þingmennsku.  Þetta kom öllum á óvart svo ekki sé meira sagt.  Það verður mikil eftirsjá af Guðna af Alþingi, bæði var kann skemmtilegur karakter og góður ræðumaður.  Nú tekur væntanlega Áldrottningin Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður við sem formaður a.m.k. fram að flokksþinginu sem verður í lok janúar en ekki á ég nú von á því að hún muni ná þar kjöri sem formaður og má jafnvel þakka fyrir að ná kjöri inná þing í næstu kosningum.  Það skyldi þó ekki verða svo að Bjarni Harðarson verði sannspár, en hann sagði í þættinum Mannamál í gær að ef Guðni yrði undir í ákvörðun um aðild af ESB þá gæti restin af flokknum alveg eins gengið í Samfylkinguna.  Það er nokkuð ljóst að Guðni hefur metið stöðuna sem svo eftir miðstjórnarfund sl. laugardag að hann yrði undir og því tekið þessa ákvörðun.  Það er nokkuð broslegt að í öllum þeim hremmingum sem Ísland hefur nú lent í, þá hafa aðeins sagt af sér tveir menn og báðir úr Framsókn og úr sama kjördæmi og hvorugur bar nokkra ábyrgð á núverandi ástandi.  Þótt Guðni hafi að vísu verið í ríkisstjórn í tvö kjörtímabil með Sjálfstæðisflokknum þá var hann landbúnaðarráðherra og sem slíkur bar hann ekki neina ábyrgð á fjármálum þjóðarinnar.  Valgerður Sverrisdóttir var aftur á móti viðskiptamálaráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma og hefði hún frekar átt að segja af sér en Guðni.  Og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég styð það heilshugar að bankarnir hafi á sínum tíma verið einkavæddir.   En ég græt það hvað eftirlitið með rekstri þeirra hefur verið lítið.

Það er að mínu mati ekki raunhæft að kenna þeim sem að einkavæddu bankana um sök að þessu máli.  Það væri mikið nær að skella sökini á fjármálaeftirlitið og fjármálaráðherra síðustu árin.

Arnar Geir Kárason 18.11.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála Arnar, eftirlitið brást algerlega.

Jakob Falur Kristinsson, 18.11.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ég er ósammála ykkur báðum. Einkavæðing eins og hún var framkvæmd var dæmd til að mistakast. Enda var þessi útfærsla langt frá því að vera sú hugmynd sem lagt var upp með. Það þurfti afar dreifða eignarsamsetningu og ríkið átti að vera kjölfestufjárfestirinn sem alltaf var rætt um.

Árni Gunnarsson, 18.11.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Einkavæðing bankanna hefði getað heppnast vel ef Einkavæðingarnefnd hefði sinnt sínu hlutverki en það gerði hún ekki og í kjölfarið sagði Steingrímur Ari Arason sig úr nefndinni vegna ágreinings og síðan var allt eftirlit með bönkunum í molum og því fór sem fór.

Jakob Falur Kristinsson, 19.11.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband