Að fylgja sannfæringu sinni

Það vakti athygli að þegar greidd voru atkvæði á Alþingi um tillögu um vantraust á ríkisstjórnarinnar, þá greiddi Kristinn H. Gunnarsson atkvæði með því að fella þá tillögu og hefur hlotið skammir fyrir hjá þingflokksformanni Frjálslynda flokksins, Jóni Magnússyni og Jón jafnvel gefið í skin að Kristinn væri með þessu orðinn stuðningsmaður stjórnarinnar.

Ég er mjög hissa á þessum viðbrögðum Jóns sem er lögfræðingur að mennt og hlýtur að vita að þegar þingmaður sest fyrst á þing verður hann að sverja eið að halda stjórnarskránna.  En í stjórnarskránni er u skýr ákvæði um að hver þingmaður skuli ávalt fylgja sannfæringu sinni við afgreiðslu mála.  Sem sagt ekki að hlýða í blindni flokksaga og setja eigin flokk ofar fólkinu í landinu.  Kristinn gerði grein fyrir sínu atkvæði og taldi að ekki væri rétt að fara í kosningar nú og studdi því að tillaga var felld.  Hann fór einfaldlega eftir eigin sannfæringu og mættu fleiri þingmenn taka þetta sér til fyrirmyndar.

Jón Magnússon er alinn upp í Sjálfstæðisflokknum og kemur þessi siðblinda hans örugglega þaðan, því ekki er hún komin frá Frjálslynda flokknum.  Flokkurinn var með fund hér í Sandgerði fyrir stuttu og þar mættu Guðjón Arnar Kristjánsson, Grétar Mar Jónsson og Jón Magnússon, en því miður átti ég ekki kost á að sækja þann fund.  En ég hef hitt nokkra sem voru á þessum fundi og hafa stutt flokkinn fram að þessu og flestum bar saman um að Jón Magnússon hefði mest rætt um hvað Kristinn H. Gunnarsson væri slæmur þingmaður fyrir flokkinn.  Þessir aðilar sögðu mér einnig að nú væru þeir búnir að fá nóg og myndu ekki styðja flokkinn framar.  Það er slæmt ef ekki er hægt að halda frið í þinflokki, sem í eru aðeins fjórir menn.  Þessi ágreiningur er að stór skaða flokkinn, því að á meðan þingmennirnir deila fara fleiri og fleiri að hætta stuðningi við flokkinn enda fylgi hans komið niður í 3%.  Þarna sannast að "Sameinaðir stöndum við en sundraðir föllum við."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband