Kjarasamningar á Suðurnesjum

Ég flutti hingað í Sandgerði í desember 2005 og síðan þá hef ég tvisvar farið út á vinnumarkaðinn.  Fyrst haustið 2006 hjá fyrirtæki í Reykjanesbæ.  Þar starfaði ég í þrjá mánuði en var þá sagt upp fyrirvaralaust og þegar ég spurði um uppsagnafrestinn þá var mér sagt að slíkt tíðkaðist ekki í þessu fyrirtæki.  Næst fór ég að vinn hjá útgerðarfélagi í Njarðvík 1. mars 2008 og vann til 11. ágúst sl.  Ég hafði ekki fengið greidd laun fyrir nema mars og apríl og því leitaði ég til míns stéttarfélags, sem er Vélstjórafélag Íslands og lögmaður félagsins útbjó kröfu og tók að sjálfsögðu með samningsbundinn uppsagnarfrest.  Ég fékk fyrir stuttu tölvubréf þar sem framkvæmdastjóri þessa fyrirtækis var stórhneykslaður á þessari frekju að vilja fá uppsagnarfrest greiddan og sagðist aldrei hafa heyrt annað eins í sínu starfi og fann allt til foráttu að mínum störfum hjá þessu fyrirtæki. Það mál bíður nú þess að fara fyrir dómsstóla

Annað sem mér hefur þótt skrýtið er að hér á Suðurnesjum eru starfandi mikið af fólki að erlendum uppruna, pólverjar, lettar ofl.  Margt af þessu fólki er ekki komið með kennitölu eða atvinnuleyfi.  Þetta fólk greiðir því enga opinbera skatta eða gjöld til stéttarfélags og er því nokkurskonar huldufólk sem í raun er ekki til.  Laun þessa fólks eru ákveðin einhliða af vinnuveitanda og því ekki neinn kjarasamningur í gildi.  Ef einhver er óánægður er hann einfaldlega sendur úr landi og nýir koma í staðinn.  Ég get heldur ekki skilið hvernig Vinnumálastofnun ætlar að gefa þessu fólki atvinnuleyfi langt aftur í tímann.  Þegar ég var á sínum tíma að reka fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki vestur á Bíldudal var oft margt erlent starfsfólk í vinnu.  En þá varð að hafa þann hátt á að sækja um atvinnu og dvalarleyfi áður en fólkið kom til landsins og þegar fólkið var komið til Bíldudals var sendur nafnalisti og ráðningarsamningur til Vinnumálastofnunar og þá fékk fólkið kennitölur og að sjálfsögðu varð að standa í ráðningarsamningum að laun væru eftir gildandi kjarasamningum.  Ef fólk kom hingað til lands á ferðamannapassa mátti ekki ráða það í vinnu.  En kannski er þetta allt orðið breytt með EES-samningnum, sem kveður á frjálst flæði fólks milli landa í atvinnuleit.  En samt finnst mér að þegar erlendur starfsmaður er ráðinn verði strax að fá fyrir hann atvinnu- og dvalarleyfi.

Það getur ekki verið eðlilegt að hér sé starfandi stór hópur af erlendu fólki sem ekki er með kennitölu og greiðir ekki skatt af sínum launum og þiggur laun sem ekki eru í samræmi við kjarasamninga.  Ég nefndi þetta við einn fiskverkanda og hann sagði mér að þetta væri algengt í fiskverkunum hér á Suðurnesjum og sín fiskverkun væri hvorki betri né verri en aðrar hvað þetta varðar.  Hvernig á síðan að vera hægt að fá yfirlit yfir vinnumarkaðinn á Suðunesjum ef hundruð fólks er hér við störf á atvinnu- og dvalarleyfis.  Þetta huldufólk er hvergi á skrá og fær ekki laun í samræmi við kjarasamninga og er þar með algerlega réttlaust hvað varðar almannatryggingar og jafnvel ótryggt við störf sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jakob

Að sjálfsögðu átt þú þinn uppsagnarfrest á launum, hvað sem forsvarsmenn fyrirtækjanna segja. Leitaðu aftur til félagsins þíns og gakktu eftir að launakrafa þín sé send til lögfræðings félagsins til innheimtu. Ég þessi vel ganginn í svona málum og var aðvinna við verkalýðsmál í 16 ár. Á þeim tíma hefur félagið mitt innheimt fyrir launafólk hjá margskonar vinnuveitendum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ef þig vantar aðstoð eða leiðbeiningar, hafðu þá samband

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta mál er í góðu, farvegi hjá lögmanni Vélstjórafélagsins og verður brátt tekið fyrir hjá dómara.

Jakob Falur Kristinsson, 10.12.2008 kl. 16:16

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að heyra því stundum gefst fólk upp við svona viðbrögð frá vinnuveitanda

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband