Vitlaus þjóð

Sighvatur Björgvinsson fv. alþingismaður og ráðherra, sikrifaði grein í eitt dagblaðið fyrir stuttu og var þar að fjalla um hin miklu mótmæli sem verið hafa að undanförnu.  Sighvatur segir að hann muni aldrei eftir öðru en að þjóðin hafi alltaf talað um þingmenn og ráðherra sem fífl og bjána og mótmælti öllu sem gert væri, en samt kjósi þjóðin sjálf þessa menn á Alþingi.  Það er rétt hjá Sighvati að þjóðin kýs Alþingi en hún hefur engin áhrif á hvernig ríkisstjórn verður mynduð eða hvernig þingmenn bregðast síðan trausti þeirra sem kjósa þá.  Gott dæmi um þetta er eftirlaunafrumvarpið fræga, sem Sighvatur studdi á sínum tíma og nýtur nú góðs af.  Hann virðist ekki skilja þá reiði sem er í samfélaginu og lokar algerlega augunum fyrir því að fjöldi manns er að missa sína atvinnu og jafnvel sín heimili.  Sighvatur er öruggur í sínu starfi sem forstjóri Þóunnarstofnunar og fær full laun fyrir það starf frá ríkinu og jafnframt fær hann full eftirlaun sem fv.þingmaður og ráðherra.  Ég hélt að það hefðu aðeins verið stjórnendur fjármálafyrirtækja sem hefðu verið siðblindir gagnvart launum en sú siðblinda virðist líka ná til fv. stjórnmálamanna og svo getur þessi sami maður verið að hneykslast á reiði hjá venjulegu launafólki sem er að missa sína vinnu og margir orðnir atvinnulausir.  Er nokkuð skrítið þótt fólk mótmæli öllu þessu óréttlæti og talandi um kosningar þá kaus þjóðin ekki um þetta fræga eftirlaunafrumvarp.  Hinsvergar naut Samfylkingin stuðning í síðustu kosningum þegar hún lofaði að afnema þessi lög ef Samfylkingin færi í ríkisstjórn, sem hún reyndar gerði en ekki er enn búið að afnema þessi lög.

Kannski er þetta rétt hjá Sighvati að þingmenn og ráðherrar geri allt rétt, það er bara íslenska þjóðin sem er svo vitlaus að kjósa þetta fólk á þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hér er alltaf treyst á gullfiskaminni þjóðarinnar......en við erum vöknuð

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Sæll þetta eru góð skrif hjá þér hvert orð satt og í tíma talað.

Stóri gallinn við flokkakerfið er einmitt að kjósandinn veit ekkert hvað hann er að kjósa vegna allslags "díla" eftir kosningar.

En samt finnst mér og hef verið að reyna að pikka í Sigurjón Þ og Grétar mér finnst að sá flokkur sem þú kallar þinn flokk og ég og fleiri mér kunnugir kusum síðast sé algerlega utanveltu nú með bara 3% í skoðanakönnun það er óásættanlegt fyrir stjórnarandstöðuflokk,mér er kunnugt um að margir eru að yfirgefa FF vegna sundurlyndis annarsvegar og beinlínis vegna Jóns M hinsvegar

Kv

Gunnar Þór Ólafsson, 10.12.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Er svo nokkuð annað í boði að kjósa?

Á meðan flokka kerfi er við lýði hér þá er ekki miklu fyrir að dreifa í valmöguleikum á pólitíkum sem óttast kjósendur.

Það er lítill sem engin munur á kúk eða skít! og sennilega er það að koma best í ljós þessa dagana 

Steinþór Ásgeirsson, 11.12.2008 kl. 10:23

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er alveg sammála þér Gunnar Þór, hvað varðar Frjálslynda-flokkinn 3% fylgi fyrir flokk í stjórnarandstöðu er langt fyrir neðan eðlileg mörk og allt er þetta því að kenna að menn hafa ekki vit á að vinna saman.  Að það geti ekki verið samkomulag hjá þingflokki sem í eru aðeins 4 þingmenn er fyrir neðan allar hellur.  Ég hef skrifað nokkra pistla hér á minni síðu um þann skaða sem Jón Magnússon er að valda flokknum með sínum félögum úr Nýju Afli og tel það hafa verið mikil mistök að taka þau samtök inn í flokkinn.  Margrét Sverrisdóttir yfirgaf ekki flokkinn vegna taps í kjöri varaformanns heldur vegna þess að hún vildi ekki Jón Magnússon og hans lið í flokkinn.  Ef Margrét hefði ekki farið væri flokkurinn nú með 8-10 þingmenn en ekki 4.  Þeir Guðjón Arnar, Grétar Mar og Jón Magnússon voru með fund hér í Sandgerði fyrir stuttu, ég mætti ekki á þann fund en mér er sagt að hann hafi að mestu verið árás Jóns á Kristinn H. Gunnarsson og margir stuðningsmenn flokksins, sem voru á fundinum sögðu eftir fundinn að þennan flokk kysu þeir ekki aftur.  Sjálfur er ég orðin efins í stuðningi mínum við flokkinn.

Jakob Falur Kristinsson, 11.12.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Góður pistill. Við krotum x við skásta kostinn af öllum slæmum en svo er kannski stærsti flokkurinn að fara í stjórnarsamstarf með flokk sem er minnstur og hefur tapað fylgi. Kemur skringilega fyrir sjónir að flokkar sem missa fylgi fara í ríkisstjórn.

Sorglegt með Frjálslyndaflokkinn. Þar þarf að stokka upp, annars deyr þessi flokkur sem byrjaði svo vel.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband