Vegagerð

Hafernir í hreiðri. Skipulagsstofnun hefur ákveðið að vegagerð milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði í Reykhólahreppi og Vesturbyggð skuli háð mati á umhverfisástæðum. Ástæðan er sú að framkvæmdinni kunna að fylgja umtalsverð umhverfisáhrif.

Eftir langa búsetu á Bíldudal er mér vel kunnugt um fyrirhugaða staðsetningu á þessum nýja vegi.  Þessi vegaframkvæmd er gífurleg samgöngubót fyrir Vestfirði.  Það er oft búið að fresta þessari framkvæmd.  Þegar uppsveiflan var sem mest á Íslandi var þessu frestað vegna þenslu í þjóðfélaginu.  Sú þensla náði reyndar aldrei til Vestfjarða, svo var þessu frestað vegna samdráttar í þjóðfélaginu.  En nú þegar ákveðið hefur verið að fara í þessa vegagerð, þá kemur upp þetta andskotans rugl um umhverfismat. Nú er því haldið fram að þessi vegagerð muni hafa áhrif á arnarstofninn.  Það hafa oft verið við stjórn í þessu landi margir furðufuglar, en að alvöru fuglar eigi að stjórna hér vegagerð er orðið stórhættulegt.  Fuglar fljúga vítt um Ísland og ef ekki má leggja veg þar sem hugsanlega einhver fugl gæti flogið yfir, þá er vegagerð sjálfhætt á Íslandi.

Þetta er eitt andskotans rugl og kjaftæði.


mbl.is Vegarlagning kann að hafa áhrif á erni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er klikkað. Aðeins austar, í Gufudalssveitm hefur vegagerð svo tafist vegna þess að umhyggja fyrir þangi og birkihríslum er sett í forgang frekar en öryggi vegfarenda. Mikið hefði verið gott ef vegurinn um Barðastrandarsýslur hefði verið fullbyggður áður en þessi umhverfisfasismi komst í tísku.

Bjarki 31.3.2009 kl. 11:15

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þú ansi harðorður í garð arnanna. Kannski mætti slá þessari framkvæmd á frest og hefja fremur upp framkvæmdir við fyrirhugaða Sundabraut. Þegar fyrstu hugmyndir um þá braut komu fram um 1980 var talað um að framkvæmdum yrði lokið í síðasta lagi 2006. Nú 3 árum síðar eru framkvæmdir ekki hafnar!

Sundabraut kemur fleirum að gagni en framkvæmdir á Vestfjörðum sem nýtast fremur fáum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 31.3.2009 kl. 11:17

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það mun koma upp sama með Sundabraut, eitthvert umhverfismat og þar geta menn örrugglega fundið einhverja fugla sem þarf að vernda.

Auðvitað er miklu meiri þörf fyrir Sundabraut en þennan veg á Vestfjörðum.  En hlutunum er forgangsraðað svona.  En við tætlum víst að byggja landið allt og um vegi á Vestfjörðum aka fleiri en bara Vestfirðingar og ernir fljúga víðar en bara á þessum stað.  Reyndar er örninn þótt tignarlegur sé, hin mesta skaðræðisskepna, hann á það til að drepa lömb og hirðir egg úr hreiðrum sérstaklega hjá æðarfuglunum svo þeir aðilar sem hafa dúntekjur verða oft fyrir miklu tjóni.

Það sem tefur Sundabraut eru skipulagsyfirvöld hjá Reykjavíkurborg.

Jakob Falur Kristinsson, 31.3.2009 kl. 16:55

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Umhverfismat hefur farið fram hvað Leirvog varðar. Sennilega er þar um viðkvæmasta svæðið að ræða með tilliti til lífríkis en þar eru einhverjar mikilvægustu svæði vaðfugla á höfuðborgarsvæðinu. Áhyggjur líffræðinga snúast mest um að sömu mistök verði þar og gerðist við þverun Gilsfjarðar.

Annað sem tefur Sundabraut er að samgönguráðherra hefur ekki komið frá höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Dreifbýlingar hafa nánast átt samgönguráðuneytið með manni og mús! Því hafa opinberar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu fremur verið litlar miðað við öll jarðgöngin og varanlega vegagerð úti á landi.

Meðalvegurinn í þessum efnum er vandrataður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.4.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband