Tónlistarhús

Austurhöfn-TR hefur eignast félögin Portus og Situs, sem höfðu með höndum uppbyggingu Tónlistar – og ráðstefnuhússins (TR), ásamt byggingarrétti á allri lóðinni að Austurbakka 2. Áætlað er að byggingu tónlistarhússins ljúki 2011 og er áætlaður kostnaður við að ljúka verkinu 14,5 milljarðar króna að meðtöldum vöxtum á byggingartíma.

Hefði nú ekki verið hægt að gera eitthvað þarfara fyrir þessa 14,5 milljarða, nú þegar allt er á hausnum og mikill niðurskurður blasir við víða.  Tónlistarhúsið eins og það er í dag væri ágætur minnisvarði um alla þá vitleysu og sóun, sem hefur átt sér stað á Íslandi sl. 10 ár.  Ég er viss um að erlendir ferðamenn hefðu mikinn áhuga á að skoða og sjá hvaða rugl var hér í gangi þegar við ætluðum að eignast allan heiminn fyrir verðlausan pappír.


mbl.is Tónlistarhúsi lokið 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Heiðar Eiríksson

Innilega sammála Jakobi í þessu máli.

Hilmar Heiðar Eiríksson, 2.4.2009 kl. 16:23

2 identicon

Við getum líka klárað að byggja fyrirhugað heimili Sinfóníuhljómsveitar íslands sem hefur verið heimilislaus í hálfa öld.  Háskólabíó var alltaf hugsað sem varahúsnæði þangað til annað og betra fyndist. Nú hefur það fundist.

Daníel 2.4.2009 kl. 16:26

3 identicon

Þetta tónlistarhús er helvítis fokkings fokk.

Þetta er í boði menntamálaráðherra (Katrín Jakobs.), fjármálaráðherra (Steingríms J.) og borgarstjóra

Ekki  hægt að kjósa VG eða D eftir þessa ótrúlegu vitleysu.

Þrándur 2.4.2009 kl. 16:41

4 identicon

Þetta tónlistarhús á eftir að vera rekið með tugi milljóna tapi ár hvert ef ekki hundruða og þar að auki skapar þetta gríðarlega kostnaðarsama hús ekki nema nokkur störf sem er notturlega nákvæmlega það sem að við þurfum akkúrat núna. Þetta er einn af þessum áríðandi hlutum sem að þessir VG þurfa að koma í verk en reyna eins og þeir geta til að stöðva álverið í Helguvík sem skapar 600-1000 störf.

Vona svo sannarlega fyrir alla landsmenn að VG verða ekki lengi í ríkissjórn.

Kv. Þórir

Þórir Wardum 2.4.2009 kl. 16:47

5 identicon

Ég verð með vinnu til febrúar 2011 ef þetta hús verður ekki blásið af og stærsta verktakafyrirtæki landsins fer á hausinn ef þetta verður stoppað.

Kannski frekar að láta vinnumálastofnun fá þessa 14,5 miljarða svo að ég geti ásamt 600 til viðbótar verið á atvinnuleysisbótum til 2011 í staðinn.

api 2.4.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég verð með vinnu til febrúar 2011 ef þetta hús verður ekki blásið af og stærsta verktakafyrirtæki landsins fer á hausinn ef þetta verður stoppað.

Eða bara nota þessa peninga á þann veg að þitt verktakafyrirtæki fari ekki á hausinn og að þú og þínir 600 atvinnubræður og systur þurfi eigi að fara á atvinnuleysisbætur.

Það er margt annað hægt að byggja en þessa punt byggingu, værum líklega betur sett ef þessum krónum væri dælt inn í þetta stóra verktakafyrirtæki er þú talar um og ef maður pælir í hvernig áætlanir hafa staðist hjá ríkinu seinustu ár þá vænti ég þess að þessi bygging endi í kringum 25-30 milljarða kostnað er henni er lokið.

Og ekki má gleyma áætluðum rekstrarkostnaði við ferlíkið, milljarður á ári!!.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.4.2009 kl. 17:37

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er ekki allt búið þótt húsið verði klárað, þá er eftir að reka þetta mikla hús,sem mun kosta nokkur hundruð milljónir á ári og hver ætlar að borga það?  Ef Íslenskir Aðalvertakar fara á hausinn ef þetta verður blásið af þá má benda á að fyrirhuguð eru útboð á fjölda verka á vegum ríkisins sem þeir geta boðið í.  Hinsvegar bauð ÍAV ekki í þetta verk, heldur var samið við þá beint og ekki er fyrirtækið sterkt ef það getur ekki keppt við aðra á markaðnum í útboðum.  Það má líka benda á að núverandi eigendur ÍAV fengu þetta ríkisfyrirtæki á silfurfati þegar einkavinavæðingin stóð sem hæðst.

Jakob Falur Kristinsson, 2.4.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband