Nektardans

 58% þátttakenda í skoðanakönnun Fréttablaðsins sögðust vilja að nektardans yrði bannaður með lögum. Alls vildu 73,8% kvenna banna nektardans en 42,7%.

Hvaða máli skipti í afstöðu fólks hvaða stjórnmálaflokka það kýs.  Ég er alfarið á móti svona banni, þótt ég hafi aldrei komið inn á slíkan stað hérlendis.  Þá finnst mér eðlilegt að þeir sem hafa ánægju af því að sækja þessa staði geti gert það í friði.  Ég er á móti allri forsjárhyggju, ég vil fá að taka mínar ákvarðanir í friði og tel að aðrir eigi sama rétt. 

STJÓRNVÖLD ÞURFA EKKI AÐ HUGSA FYRIR FÓLK.


mbl.is Meirihluti vill banna nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið er kannski ekki það að fólk megi ekki dansa við súlu og fækka fötum, heldur að grunur leikur á að sumt af þessu fólki dansar vegna fátæktar, kysi eflaust annað starf ef byðist. Sama með vændi, ef einhver telur þetta gott starf þá hefur svo sem enginn á móti því held ég. Það er þessi þráláti grunur að ekki séu allir í þessari vinnu óskaplega frjálsir.

Hildur Harðardóttir 14.4.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er alveg hjartanlega sammála þér, þess vegna hef ég fulla trú á FF og að flokkurinn komi til með að fá betri kosningu en einhverjar skoðanakannanir, ég mun amk kjósa FF og minni alla þá sem ætla að sitja heima og kjósa ekki neitt að með því eru þeir að kjósa X-D því alveg sama hvað sá flokkur gerir mikið uppá sitt bak þá á hann alltaf sitt fasta fylgi og autt atkvæði styrkir þann auma splillingarflokk.

Sævar Einarsson, 14.4.2009 kl. 12:25

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég minni á færsluna hans Stormskers um þetta mál, hún er hér

Nú ríður á að banna allt "klám"

Sævar Einarsson, 14.4.2009 kl. 12:31

4 identicon

Mig grunar að sumir þeirra sem starfa við skúringar geri það vegna fátæktar og myndu kjósa annað starf ef það byðist.

Eva Hauksdóttir 14.4.2009 kl. 13:38

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef ég væri með six pack 20 ára, tannaður í döðlur og einhverjar konur væru til í að borga mér peninga sem væri 5x meira hið minnsta en að skúra gólft eða vera á atvinnuleysisbótum fyrir af afklæðast þá myndi ég ekki hugsa mig 2svar um.

Sævar Einarsson, 14.4.2009 kl. 13:43

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Mig grunar að sumir þeirra sem starfa við skúringar geri það vegna fátæktar og myndu kjósa annað starf ef það byðist.

Mig grunar að flestir sem starfa við eitthvað kysu að fara í annað starf en gera það ekki vegna þess að þá fengju þeir ekki nauðsynlega innkomu, semsagt í öðrum orðum vegna "fátæktar".

Vandamálið er kannski ekki það að fólk megi ekki dansa við súlu og fækka fötum, heldur að grunur leikur á að sumt af þessu fólki dansar vegna fátæktar,

Eins og Eva talar um þá eru eflaust margir sem vilja skipta um störf en geta það ekki vegna þess að þeir þurfa á þessum störfum að halda, þetta tengist bara "siðferði" hjá VG sinnum, er betra að þetta fólk lendi á götunni með ekki neina vinnu og ekki neina innkomu? það er það sem þessir andstæðingar eru ekki að hugsa út í, hvar endar þetta fólk ef það er ekki að vinna þarna þó að því líki það ekki?

Persónulega hef ég engann áhuga á svona stöðum en ég er ekki svo "heilagri en þú" að ég sé að troða mínum vilja á það fólk sem vill fara á svona staði eða vinnur á þeim, að ég sé að banna þeim það.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.4.2009 kl. 13:47

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég vil ítreka það sem ég skrifaði; ÉG HEF ENGAN ÁHUGA Á SVONA STÖÐUM EN ÞEIR SEM ÞAÐ HAFA EIGA AÐ GETA SÓTT ÞÁ Í FRIÐI OG ENGA FORSJÁRHYGGJU FRÁ STJÓRNMÁLAMÖNNUM.  Það má vel vera að sumt af þessu fólki dansi vegna fátæktar.  En er þá ekki betra að hafa þessar tekjur en engar.  Við útrýmum ekki fátækt með boðum og bönnum.

Jakob Falur Kristinsson, 15.4.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband