Fimmtudagur 21. desember 2006

Það er að verða ansi langur tími síðan ég skrifaði síðast á þessa síðu, en ástæðan er sú að í byrjun desember sl. vaknaði ég upp við það að vinstri hendin var algerlega orðin lömuð aftur eins og hún var eftir slysið sem ég lenti í haustið 2003, en ég hafði verið að fá stöðugt meiri mátt í hendina með sjúkraþjálfun í Keflavík undanfarnar vikur og var farinn að geta notað hendina talsvert.  En nú var hún algerlega máttlaus.  Ég fór strax til læknis í Keflavík og var þaðan sendur á Landspítalann í sneiðmyndatöku og kom þá í ljós að blætt hafði lítilsháttar inná heilann.  Og ekki nóg með það að hendin væri lömuð, heldur missti ég talsverða stjórn á málfarinu, verð að tala hægar, stama á sumum orðum og hugurinn er ekki eins skýr hvað málfar varðar.  Þar þarf ég stundum að hugsa aðeins um til að finna réttu orðin.   En verst er hræðslan, hvað næst, kemur meira.  Verst er óttinn við að vakna meira lamaður og jafnvel mállaus inná einhverri stofnun, nánast bjargarlaus.  Oft hef ég velt því fyrir mér af hverju ég öskraði svona mikið þegar ég flæktist í nótinni, af hverju að fara ekki í hafið og falla með sæmd. drukkna bara í Arnarfirði eins og margir ættingjar mínir í gegnum árin.  Ofti hefur mér verið hugsað til Matthísar föðurbróður míns og hefði þótt sæmd og heiður af að fá að fara og hvíla í sömu gröf og hann, því ég fann oft á pabba heitnum hvað hann saknaði bróður síns og nafn Matthísar Ásgeirssonar hefur verið bundið við mína barsál frá því ég man eftir mér.  En nóg um það ég er á lífi og þökk sé syni mínum Jóni Páli sem bjargaði mér.  En ansi er ég bitur eftir allt erfiðið á Reykjalundi og sjúkraþjálfun í Keglavík til að ná heilsu sem virðist fara hrakand aftur.   Og hvað næst?  Ég er alger öryrki og lifi eymdarlífi, verð að horfa lengi á hverja krónu áður en henni er eytt.  Mín framtíð er enginn. ég hef sótt um a.m.k. 100 störf en alltaf hafnað.   Ekki vegna órleglu (ég hef ekki smakkað áfengi í 6-7 mánuði höfnunin er oftast vegna of mikilla menntunar svo furðulegt sem það kann að reynast.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband