Smámál

Sigmundur Ernir Rúnarsson segist á heimasíðu sinni hafa fengið sér léttvín með kvöldmat á fimmtudagskvöld en ekki fundið til áfengisáhrifa í þingumræðu síðar um kvöldið. Eftir á að hyggja hafi það verið mistök að mæta í þingið eftir að hafa bragðað áfengi og biðst Sigmundur Ernir velvirðingar á því.

Ekki finnst mér þetta vera eins mikið mál og sumir vilja vera láta og ef Sigmundur Ernir á að segja af sér vegna þessa, eins og margir halda fram.  Þá yrðu nú ansi margir að fylgja á eftir ef réttlætis á að gæta.  Þeir sem eru komnir á minn aldur muna sjálfsagt eftir sjómanndeilunni frægu fyrir mörgum árum, Þá var rætt um á Alþingi að setja lög á sjómenn til að leysa deiluna.  En þá var Þorsteinn Pálsson, formaður sjálfstæðisflokksins og sjávarútvegsmálaráðherra, hann hafði verið á einhverjum fundi á Ítalíu og mætti á Alþingi beint úr fluginu og undir áhrifum áfengis og fór í ræðustól og dró til baka samþykki sitt fyrir þessum lögum og sagði að það kæmi ekki til greina að setja lög á sjómenn.

Ekki baðst Þorsteinn Pálsson síðar afsökunar á þessari framkomu sinni.  En það hefur þó Sigmundur Ernir Rúnarsson þó gert og er maður að meiru fyrir.

Sigmundur Ernir er nýr og efnilegur þingmaður, sem margir binda miklar vonir við og ekki má gleyma að hann situr í Fjárlaganefnd, sem hefur fundað stíft undanfarna daga og hans hlutverk í nefndinni var aðallega að semja texta við þær mörgu breytingar, sem Fjárlaganefnd gerir á frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave.  Þessir fundi haf oft staðið heilu næturnar með stuttum hléum og hefur Sigmundur Ernir vafalaust verið orðin mjög þreyttur og þess vegna hefur smá léttvín með mat haft þessi áfengisáhrif.

Það ömurlega við þetta mál er það að margir þingmenn nýttu sér ástand Sigmundar Ernis til að koma í röðum upp í andsvörum.  Þeir þingmenn eiga að skammast sín, áfengisáhrif fara fljótt af mönnum og þeir þingmenn sem tóku þátt í þessum andsvörum geta ekki hafa verið allsgáðir.  Það fer nefnilega ekki alltaf saman að áfengisáhrif séu engin og að vera allsgáður.  Það má benda á að í breska þinginu er opin bar á meðan á þingstörfum stendur.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Finnst þér að Sigmundur eigi afturkvæmt ? ég tel að maðurinn hafi fyrirgert rétti sínum sem þingmaður með þessu athæfi - hvað ef þetta hefði verið ölvaður maður á bíl akandi í nágrenni einhvers leikskólans - það þarf að taka strax á svona málum en ekki að þæfa þau út í hið óendanlega - sumir tala núna um endurupptöku Siðareglna ?

Siðareglur ? nú mæta þar meyjar og peyjar í gallabuxum, rall hálf með fitugt hárið - sé ekki fyrir mér að siðareglur verði settar í bráð

Jón Snæbjörnsson, 26.8.2009 kl. 16:10

2 identicon

Sigmundur segist ekki hafa fundið til áfengisáhrifa. Ef maður skoðar myndbandið og að hann sé edrú, verð ég að segja að mikið hefur maðurinn breytst síðan hann var sjónvarpsmaður ! Tveir ólíkir menn, aumingja Sigmundur Ernir !

Öddi 26.8.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég tel að Sigmundur Ernir Rúnarsson eigi fullan rétt á að starfa áfram, sem þingmaður.  Ég nenni ekki að svar spurningum ef þetta og ef hitt.  En eins og ég nefndi dæmi um Þorstein Pálsson, var það allt í lagi bara af því hann er sjálfstæðismaður?

Jakob Falur Kristinsson, 26.8.2009 kl. 16:20

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæll Jakob - Sigmundur Ernir sagði "nokkurnveginn" þetta sama í ræðustól "ég nenni ekki"

hafðu góðan dag félagi

Jón Snæbjörnsson, 26.8.2009 kl. 16:25

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki undir neinum áfengisáhrifum og hef ekki verið sl. 3 ár, þótt svona hittist á að ég hafi notað sama orðalag og Sigmundur Ernir.

Jakob Falur Kristinsson, 26.8.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

vissi það nú svo sem Jakob enda meinti ég ekki það - blessaður vertu ekki að taka þessu allt of hátíðlega - létt spjall er bara gott fyrir h-búið

Jón Snæbjörnsson, 26.8.2009 kl. 16:37

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er nú þannig gerður að ég tek ekki athugasemdir við mín skrif neitt alvarlega.

Jakob Falur Kristinsson, 27.8.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband