Athyglisverð grein

Ólína Þorvarðardóttir, skrifar mjög fróðlega grein í Morgunblaðið þann 29. október sl. og er þar að leggja til að við tökum upp "Frjálsar vísindaveiðar á Þorski."  Það sem hér fer á eftir er tekið upp úr grein Ólínu:

"Fyrir fáum árum var talið að þorskstofninn í Barentshafi væri að hruni kominn vegna ofveiði.  Ráðlagður var stórlegur niðurskurður á veiðum, en eftir því var ekkert farið.  Á fáum árum rétti stofninn þó hratt úr sér og er nú talinn vera 70% stærri en Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur haldið fram.  Fiskifræðingar við VINITO hafrannsóknastofnun Rússlands ákváðu að fylgjast með skipum að veiðum með hjálp gervitungla.  Skipin veiddu eins og ekkert hefði í skorist, en vísindamenn fylgdust náið með aflabrögðum, yfirborðshita og ástandi sjávar hverju sinni.  Niðurstöður benda til að þorskstofninn í Barentshafi sé 2,56 milljón tonn en ekki 1,50 milljón tonn eins og áður var talið af ICES.  Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur haldið því fram að umframveiðin í Barentshafi hafi í reynd orðið þorskstofninum þar til bjargar.  Hún hafi forðað fiskinum frá hungurdauða.  Líkt og rússnesku fiskifræðingarnir, telur hann að hefðbundnar aðferðir við fiskveiðistjórnun taki ekki tillit til náttúrunnar og áhrifa hennar á nýliðun og breytileika í stærð fiskistofna.  Getan til að stjórna fiskveiðum sé ofmetin, hið eina sem við getum haft áhrif á séu veiðarnar sjálfar.  Því sé skynsamlegra að fylgja takti náttúrunnar og veiða meira í uppsveiflunni og læra að skilja náttúrunna og vinna með henni , ekki að reyna að stjórna henni"  Kristinn Pétursson fv. alþingismaður og fiskverkandi hefur komið með viðlíka skoðun m.a. í Silfri Egils nú nýlega. Hann mælir með því að fengin verði  fagleg verkefnastjórn um hlutlaust endurmat á stofnstærðum botnlægra fiskistofna.  Þessi verkefnisstjórn verði skipuð hæfu fólki en engum hagsmunaaðilum hvorki fulltrúum LÍÚ eða Hafró.

Að lokum segir Ólína í grein sinni:

"Það væri tilraunarinnar virði fyrir okkur Íslendinga að yfirfæra rannsókn rússnesku fiskifræðinganna á íslensk fiskimið.  Þarna myndu reynsluvísindin vinna með hinum og akademísku vísindum.  Við gætum takmarkað fjölda þeirra skipa, sem fengju að veiða;  Sent 20 togara 10 línuskip auk tiltekins fjölda snurvoðabáta, netabáta og handfærabáta til frjálsra veiða í 6-9 mánuði og safnað um leið gögnum um veiðarnar.  Þarna gætu alþjóðlegir vísindamenn komið að verki með styrk úr  alþjóðlegum rannsóknasjóðum.  Niðurstöður gætu varpað nýju ljósi á ástand fiskistofna hér við land auk þess að veita samanburð við Barentshafstilraunina.  Hér er mikið í húfi því fiskimiðin eru okkar verðmætasta auðlind.  Aldrei hefur verið brýnna en nú að ná fram hagkvæmri nýtingu fiskistofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu, sem er markmið fiskveiðistjórnunarlaganna.  Það er brýnna nú en nokkru sinni að ná sátt um málefni þessarar undirstöðuatvinnugreinar.  Til þess að það megi takast þurfum við að þekkja auðlindina og möguleikana, sem í henni felast.  Öðru vísi náum við ekki sátt um nýtingu fiskistofnanna og þar með framtíð íslensk sjávarútvegs."  Ég get tekið heilshugar undir hvert orð sem Ólína Þorvarðardóttir skrifaði í þessari grein sinni og er sannfærður að ef svona tilraun væri gerð þá kæmi í ljós að okkar fiskistofnar eru mun stærri en Hafró hefur haldið fram til þessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband