Forseti Íslands

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í ræðu á þingi Iðnþróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í gær að nýting á jarðhita og vatnsorku hefði styrkt efnahagslíf Íslendinga á undanförnum áratugum. Þessi árangur hefði auðveldað Íslendingum að glíma við efnahagserfiðleikana sem fylgdu falli bankanna og gæti orðið meginstoð þeirrar uppbyggingar sem myndi gera Íslendingum kleift að styrkja efnahagslíf og velferð þjóðarinnar á ný.

Þetta er alveg rétt hjá forsetanum.  En vandamálið er að ákveðinn hópur hér á landi, sem kalla sig umhverfisverndarsinna, munu alltaf reyna að hindra að nýta þessar auðlindir.  Ef einhverstaðar á að virkja vatnsafl, þá er mótmælt á þeim forsendum að verið sé að breyta náttúru Íslands.  Virkjun jarðhita er mótmælt á forsendum þess að þá komi vond lykt, sem berist langar leiðir með andrúmsloftinu.  Öllum framförum er mótmælt og þessir aðilar virðast telja að Ísland eigi að vera eins og við landnám og snerta ekkert í okkar náttúru.

En hvað sem allri náttúruvernd líður munum við ALDREI geta haft allt óbreytt.  Eldfjöll munu halda áfram að gjósa þrátt fyrir öll mótmæli.  Einnig munu stórhvalir, sem eiga að vera heilög dýr, halda áfram að blása eiturefnum út í andrúmsloftið.

Nú er haldin mikil ráðstefna í Kaupmannahöfn, þar sem ríki heimsins ætla að takmarka losun eitruð efni út í andrúmsloftið og draga þar með úr hlýnun jarðar.  En hlýnun jarðar er EKKI af mannavöldum.  Allt frá því að jörðin varð byggileg fyrir milljónum ára hafa skipts á kuldaskeið og hlýnunarskeið.  Sjávarhæð hefur bæði lækkað og hækkað á þessu tímabili og þessu mun enginn mannlegur máttur geta breytt.


mbl.is Forseti Íslands: Nýting orku auðveldar glímu við hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband