Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
29.12.2006 | 16:33
Fimmtudagur 28. desember 2006
Jæja þá eru blessuð jólin búin og við tekið hið venjulega líf. Reyndar eru áramótin eftir og svo tekur aftur við hið daglega lífs em betur fer. Þetta er búið að vera frekar leiðinlegur tími. Dagana fyrir jól var eins og flestir væru að missa vitið. Ég fór stundum í Keflavík og umferðarmenningin var slík að ef maður var ekki nógu snöggur af stað á ljósum eða í hringtorgum, var legið á flautunni eins og verið væri að flytja sjúkling sem væri að dauða kominn. Ekki var ástandið betra þegar maður skrapp til Rvk. þar var eins og flestir væru orðnir geðveikir og væru að missa af jólunum sem væru að koma í síðasta skipti. Ég fór í Bónus fyrir jólin og var í biðröð til að komast að kassanum, þegar mér er alltí einu hrint til hliðar og maður ryðst fram fyrir mig. Ég varð snarillur og sagði við þennan mann. "Ertu eitthvað bilaður búðin er nú opin tl kl. 22,00 og svo ræðstu á fatlaðan mann". Hann varð nú ansi aumur og baðst afsökunar og sagði, mér fannst þú bara vera svo seinn. Ég stillti mig, því vandræði mín eru nægileg fyrir svo ekki væri nú ábætandi að þurfa að standa í slagsmálum við kassann og sagði við manninn að ég væri líkamlega fatlaður en gann væri greinilega andlega fatlaður. Ég er nú loksins búinn að skrifa alla Útgerðarsöguna en ekki fæst hún enn birt á arnfirðingur.is og er ég núna að skrifa sögu rækjuveiðar í Arnarfirði og ætla síðan að skrifa Útgerðarsögu Patreksfjarðar. En hvort eitthvað af þessu fæst birt verður bara að koma í ljós. Ef menn þola ekki að heyra sannleikann verður svo að vera. En þar sem þeir sem stýra arnfirðingur.is vilja ekki birta mín skrif fékki ég kunningja minn sem er með vefsíðuna Tíðis á Patreksfirði til að tengja mína bloggsíððu inn hjá sér og get ég þá skrifað á mína ábyrgð það sem hugurinn býr án þess að þurfa að sæta ritskoðun misvitra manna. En nú verð ég að fara að þvo helling af þvotti og kveð að sinni.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 22:42
Föstudagur 22. desember 2006
Héðan úr Sandgerði eru ekki miklar nýjar fréttir nema að fyrir nokkrum dögum síðan strandaði hér erlent skip við Hvalsnes. Ég þurfti að skreppa í Keflavík í dag og á leiðinni til baka yfir Miðnesheiði sem ég hef nú aldrei tekið eftir að væri nein heiði sá ég skipið sem er mjög stórt og ók ég út að Hvalsneskirkju og þar blasti við manni þetta mikla skip sem stendur á réttum kili en hefur á síðasta flóði borist inn fyrir skerjagarðin sem liggur þarna meðfram ströndinni var það ansi tilkomumikil sjón að sjá þetta stóra skip standa þarna í fjörunni og hauga brim rétt fyrir aftan. Það var fjara þegar ég var þarna og maður gat séð stýrið standa uppúr sjó og margar rifur á skipinu og er nokkuð öruggt að það fer aldrei á flot aftur. En hvað verður gert við skipið veit enginn í dag. Ég hef nokkuð lengi verið að skrifa Útgerðarsögu Bíldudals og sent á vefinn arnfirðingur.is en þeir höfðingjar sem þar stýra verkum hafa ekki enn birt nema 2 hluta af þeim 3 sem ég hef sent til þeirra af einhverjum ástæðum sem ég veit ekki. Kannski er eitthvað í þessum þriðja kafla sem ekki passar við þeirra hugmyndir um Bíldudal eða einhvern sem þar er nefndur, ég er núna að vinna við fjórða og síðasta kaflann en veit ekki hvort ég sendi það til þeirra. Það virðist vera að stjórnendur arnfirðings.is og eru brottfluttir bílddælingar neiti að viðurkenna hvílík hignun er orðin á Bíldudal. Þeir sem vilja vita verða að átta sig á því að Bíldudalur er deyjandi staður og í dag fámennastur þéttbýliskjarna á Vestfjörðum og hver er ástæðan. Því er auðsvarað, óstjórn, ævintýramennska og vitleysa. Þessu verður ekki breytt úr því sem komið er það er einfaldlega orðið of seint. Staðurinn er hægt og sígandi að breytast í sumarleyfisstað enda við hæfi að bæjarstjórn er núna að kynna nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir frístundarbyggð inní miðju þorpi og er það gert þannig að svo þrengir að þeim íbúum sem enn er þó að þrauka þarna að þeir neyðast sennilega til að hrökklast í burt og er það kannski tilgangurinn. Það má enginn skilja þessi skrif mín þannig að mér sé í nöp við Bíldudal nema síður sé, mér þykir vænt um þennan stað og sárnar hvernig búið er að fara með hann. Þarna er ég fæddur og bjó í rúm 50 ár og væri sennilega enn ef ekki hefðu komið til slys sem gerði mig að örykja og miklum sjúklingi. En ég er ekki svo heimskur að ég neiti að viðurkenna staðreyndir eins og mér finnst gert á arnfirðingur.is, nú mun vera svo komið að á Bíldudal búa færri en var í Selárdal einum þegar þar var fjölmennast. Við höfum einn draugabæ hér á Suðurnesjum en það er bærinn þar sem ameríski herinn bjó og fyrir jólinn í fyrra var þessi bær allur uppljómaður og miklar jólaskreytingar en núna eru engin ljós og allt mannlaust og ekki ljós neinstaðar. Ég get ekki látið hjá líða að lýsa hneykslan minni og undrun á því sem bóndinn í Otradal gerði og allt útaf einum dauðum hundi þetta þótti frétt í sjónvarpi en ekki á arnfirðingur.is sem lýsir best þeirri hugsun sem ríkir þar á bæ. En ég set hér með slóð sem hægt er að smella á til að lesa þriðja hluta sögu minnar Útgerðarsaga Bíldudals. Ég ætla að láta þetta duga að sinni og óska þeim sem þessar línur lesa gleðilegra jóla.
Bloggar | Breytt 9.1.2007 kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 02:12
Fimmtudagur 21. desember 2006
Það er að verða ansi langur tími síðan ég skrifaði síðast á þessa síðu, en ástæðan er sú að í byrjun desember sl. vaknaði ég upp við það að vinstri hendin var algerlega orðin lömuð aftur eins og hún var eftir slysið sem ég lenti í haustið 2003, en ég hafði verið að fá stöðugt meiri mátt í hendina með sjúkraþjálfun í Keflavík undanfarnar vikur og var farinn að geta notað hendina talsvert. En nú var hún algerlega máttlaus. Ég fór strax til læknis í Keflavík og var þaðan sendur á Landspítalann í sneiðmyndatöku og kom þá í ljós að blætt hafði lítilsháttar inná heilann. Og ekki nóg með það að hendin væri lömuð, heldur missti ég talsverða stjórn á málfarinu, verð að tala hægar, stama á sumum orðum og hugurinn er ekki eins skýr hvað málfar varðar. Þar þarf ég stundum að hugsa aðeins um til að finna réttu orðin. En verst er hræðslan, hvað næst, kemur meira. Verst er óttinn við að vakna meira lamaður og jafnvel mállaus inná einhverri stofnun, nánast bjargarlaus. Oft hef ég velt því fyrir mér af hverju ég öskraði svona mikið þegar ég flæktist í nótinni, af hverju að fara ekki í hafið og falla með sæmd. drukkna bara í Arnarfirði eins og margir ættingjar mínir í gegnum árin. Ofti hefur mér verið hugsað til Matthísar föðurbróður míns og hefði þótt sæmd og heiður af að fá að fara og hvíla í sömu gröf og hann, því ég fann oft á pabba heitnum hvað hann saknaði bróður síns og nafn Matthísar Ásgeirssonar hefur verið bundið við mína barsál frá því ég man eftir mér. En nóg um það ég er á lífi og þökk sé syni mínum Jóni Páli sem bjargaði mér. En ansi er ég bitur eftir allt erfiðið á Reykjalundi og sjúkraþjálfun í Keglavík til að ná heilsu sem virðist fara hrakand aftur. Og hvað næst? Ég er alger öryrki og lifi eymdarlífi, verð að horfa lengi á hverja krónu áður en henni er eytt. Mín framtíð er enginn. ég hef sótt um a.m.k. 100 störf en alltaf hafnað. Ekki vegna órleglu (ég hef ekki smakkað áfengi í 6-7 mánuði höfnunin er oftast vegna of mikilla menntunar svo furðulegt sem það kann að reynast.
Bloggar | Breytt 22.12.2006 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
19 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Furðufuglar mánaðarins
- Útvega þeim vinnu sem hægt er að framfleyta sér af.
- Flokkur fólksins líkist kennitölu
- Gefið þeim frið.
- Vopnvæðing dollarans er á enda
- Nei
- Í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur er kennari sem þekkir ekki líffræðilegu kynin, eða hún er ,,vókisti
- Ríkisendurskoðun þyrfti að fara í DOGE endurskoðun?
- Trans trompar kristni, íslam stendur báðum ofar
- Oft er komin önnur Þökk, ljóð frá 17. desember 1991.