Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
30.11.2008 | 12:44
Rannsóknarréttur
Nú er Alþingi búið að setja lög um að skipa sérstakan saksóknara og setja á fót nefnd til að rannsaka hvað olli hruni bankanna. Ég veit ekki hvað margir eiga að vera í þessari nefnd en þó hefur komið fram að formaðurinn verði skipaður af Hæstarétti. Bæði þessi frumvörp eru lögð fram af ríkisstjórninni.
Hverskonar andskotans rugl er þetta, veit ríkisstjórnin og Alþingi ekki að á Íslandi er ákveðin skipan dómsmála og við höfum ríkissaksóknara? Hvað á þessi nýi saksóknari að gera sem hinn er ófær um. Það læðist að mér sá grunur að þetta sé gert til að hlífa ákveðnum aðilum ef upp kemst að eitthvað saknæmt hafi skeð og að óbreyttu myndi ríkissaksóknari sækja slík mál af festu. Hvernig á síðan að vera hægt að skjóta málum til Hæstaréttar ef þessi nefnd kemst að því að lög hafi verið brotin og eitthvað saknæmt finnist. Hæstiréttur getur ekki tekið slík mál til meðferðar þar sem formaður rannsóknarnefndarinnar er skipaður af Hæstarétti og verður því Hæstiréttur óstarfhæfur í þeim málum sem upp kunna að koma því hann ber ábyrgð á störfum þessarar nefndar og verður þar af leiðandi aldrei hlutlaus í sinni afstöðu.
Á þessi nefnd að verða eins og rannsóknaréttir voru á miðöldum. Þannig að menn geti komið höggi á sína andstæðinga og happa og glappa aðferðir verði notaðar til að ákveða hverjir verða dæmdir og hverjir ekki. Það er nokkuð ljóst að eitt af því sem mun koma upp er hvað þessir bankar greiddu í kosningasjóði stjórnmálaflokkanna og með skipun sérstaks saksóknara verður hægt að fela þá slóð. Nei þetta er ekkert nema spilling og aftur spilling og verður til þess eins að grafa undan tiltrú fólks á dómsstólum. Kannski er að tilgangurinn að fela allt sem hægt er að fela um hrun bankanna og hvernig ákveðnir stjórnmálamenn tengjast því og það virðist að þetta sé gert til þess að spillingin fái að blómstra áfram í friði fyrir kjósendum.
Samfylkingin lætur bóka á ríkisstjórnarfundum að Davíð Oddsson starfi ekki á hennar ábyrgð í Seðlabankanum. Halda forustumenn þar á bæ að með því séu þeir lausir við alla ábyrgð á störfum Davíðs. Nei það eru þeir alls ekki og meðan Samfylking er í ríkisstjórn starfar Davíð Oddsson jafnt á hennar ábyrgð og Sjálfstæðisflokksins og ber fulla ábyrgð á hans rugli og vitleysu. Hvar í siðmenntuðu þjóðfélagi væri uppgjafarstjórnmálamaður ráðinn sem Seðlabankastjóri? Svarið er að það getur hvergi skeð nema á Íslandi. Í stað þess að sinna sínu starfi er Davíð upptekinn við að hafa áhyggjur af hjónabandi forsetans. Er það kannski eitt af hlutverkum Seðlabankans að stunda hjúskaparmiðlun?
Nú dynja yfir uppsagnir fólks í stórum stíl og mörg fyrirtæki riða til falls og meira segja sjálft Morgunblaðið mun ekki getað greitt sín starfsfólki laun um núverandi mánaðarmót. En samt er ekkert gert af hálfu stjórnvalda. Fylgist blessuð ríkisstjórnin ekki lengur með hvað er að ske í landinu? Nei þetta gengur ekki lengur;
Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.
30.11.2008 | 11:50
Ný ríkisstjórn
Krafan um að núverandi ríkisstjórn segi af sér verður sífellt háværari og að gengið yrði til kosninga nú. Forustumenn stjórnarflokkanna benda á að við núverandi aðstæður væru kosningar til þess eins að landið yrði stjórnlaust í nokkra mánuði og þær björgunaraðgerðir sem nú standa fyrir dyrum færu í uppnám.
Ég get verið sammála báðum þessum sjónarmiðum, því fólkið í landinu treystir ekki ríkisstjórninni til að leiða þjóðina út úr þeim erfiðleikum sem þessi stjórn hefur komið Íslandi í með sínu aðgerðarleysi undanfarin ár. En það er hægt að skipta um ríkisstjórn án kosninga. Þar á ég ekki við að núverandi stjórnarandstaða taki við, því hún er jafn ónýt og ríkisstjórnin og væri ekki líkleg til neinna stórræða af viti. Það er mjög eðlilegt að fólk treysti ekki ríkisstjórninni til að leiða Ísland út úr þeim erfiðleikum sem þessi sama stjórn kom okkur í. Því það er eins og Illugi Jökulsson sagði á útifundi í gær á Austurvelli, svipað og að fela morðingja rannsókn á sínu eigin morðmáli.
Nú á að kalla til okkar bestu sérfræðinga í efnahagsmálum og skipa utanþingsstjórn með þeim aðilum. Þetta yrði nokkurskonar neyðarstjórn. Einnig á að flytja Fjármálaeftirlitið aftur til Seðlabankans of skipta þar út öllum stjórnendum og fá í staðinn fagmenn sem hafa vit á stjórn peningamála. Með þessu yrði komið til móts við kröfur fólksins í landinu án þess að hafa landið nánast stjórnlaust í nokkra mánuði vegna kosninga. Jafnhliða yrði ákveðið að kjósa næsta vor eða næsta sumar. Það er auðvitað erfitt fyrir utanþingsstjórn að koma lagabreytingum í gegn á Alþingi ef þingmenn vilja leggjast svo lágt að hindra störf hennar. Þetta mætti leysa með því að aftengja Alþingi tímabundið og að utanþingsstjórnin heyrði beint undir forseta Íslands. Slíka breytingu mætti fá samþykkta í þjóðaratkvæðisgreiðslu sem yrði strax í byrjun næsta árs. Síðan þarf að taka til hendinni og byggja upp nýtt Ísland, sem sátt verður um.
Sjálfur er ég hrifinn af tillögu Jóns Baldvins Hannibalssonar að forsætisráðherra yrði kosin beinni kosningu og síðan veldi hann sér ráðherra, hvort þeir eru á þingi eður ei og tekin yrðu upp einmenningskjördæmi en til þess þarf breytingu á stjórnarskránni. En til að missa ekki tíma mætti vel hugsa sér að völd núverandi forseta yrðu aukin. Hann er jú kosinn beinni kosningu af þjóðinni og er í raun eini valdhafinn sem þjóðin valdi sjálf. Í síðustu kosningum völdum við kjósendur ekki núverandi ríkisstjórn og þar sem skoðanakannanir sýna að aðeins 30% kjósenda styðja þessa stjórn verður hún að víkja. Ef núverandi ríkisstjórn þrjóskast mikið lengur við, þá er hætt við að alvarlega sjóði upp úr og mótmælin verði mun alvarlegri en áður hefur skeð á Íslandi.
Mér fannst fundurinn í Háskólabíói mjög góður og sérstaklega fannst mér athyglisvert þegar Ingibjörg Sólrún sagði að ekki væri hægt að líta á að 1.500 manns sem voru á fundinum gætu talað í umboði þjóðarinnar. En hvernig geta þá 63 þingmenn talað í umboði þjóðarinnar á Alþingi. Nei þetta svar hennar var bara staðfesting á þeim hroka og eigingirni sem þessi ríkisstjórn hefur tamið sér og virðist ætla að sitja eins lengi og hægt er með allt niður um sig á flestum sviðum. Þótt málpípa íhaldsins Agnes Bragadóttir vilji gera lítið úr þessum fundi í Morgunblaðinu í dag er það eina röddin sem styður alla þessa vitleysu og rugl.
Ég segi því ; Burt með þessa ríkisstjórn og yfirstjórn Seðlabankans, því fyrr því betra og að lokum;
Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.
19.11.2008 | 17:36
Davíð Oddsson
Það gekk mikið á hjá Davíð Oddssyni í ræðu sem hann hélt á fundi hjá Viðskiptaráði í gær. Þetta var eins og framboðsræða stjórnmálamanns. Það var höggvið í allar áttir, hann fullyrti að hann hefði margoft varað ríkisstjórnina við að hætta væri á hruni bankanna, en ekkert hefði verið á hann hlustað. Einnig gagnrýndi hann Fjármálaeftirlitið fyrir að hafa brugðist skyldu sinni. Ríkisstjórnin fékk líka sinn skammt af skömmum og hann sagði að með því að taka Fjármálaeftirlitið frá Seðlabankanum hefði bankinn ekki haft nein tök á að grípa inní ástandið einnig ásakaði hann fjölmiðla um ástandið.
Það var sem sagt öllum öðrum um að kenna en Seðlabankanum um hvernig komið er. En Davíð var ekki að nefna að aðskilnaður Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins var ákveðin af honum sem forsætisráðherra á sínum tíma. Einnig sleppti hann alveg að ræða um þá hluti sem Seðlabankinn getur beitt til að bankakerfið þenjist ekki svona mikið út, en það er aukinn bindiskylda bankanna hjá Seðlabankanum og einnig getur bankinn gert auknar kröfur um aukið lausafé bankanna. Ég fer að halda að bankastjórar Seðlabankans tali ekkert saman því einn af stjórnarmönnum í Fjármálaeftirlitinu er einn af bankastjórum Seðlabankans. Davíð nefndi ekki einu einasta orði um hvað væri fram undan, heldur skammaðist útí allt og alla. Allir gerðu mistök nema Seðlabankinn og hann kallaði eftir erlendri rannsókn á viðbrögðum Seðlabankans við núverandi fjármálakreppu og sagði að ekki þyrfti að reka sig því ef slík rannsókn leiddi í ljós að ekki hafi verið brugðist rétt við, þá myndi hann hætta og ganga út. Hann nefndi ekki heldur að það regluverk sem bankarnir störfuðu eftir var mótað af honum sjálfum á sínum tíma.
Ég held að Davíð þurfi ekki að bíða eftir neinni rannsókn, heldur geti bara farið að pakka saman strax og forða sér úr bankanum. Því nú þurfa Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið að vinna mjög náið saman á næstu mánuðum og það verður ekki hægt meðan Davíð er í Seðlabankanum, því allt traust er farið og ræða hans í gær var sennilega síðasti naglinn í líkkistu Davíðs sem Seðlabankastjóra.
Annar held ég að þessi ræða hafi verið til þess að boða endurkomu Davíðs í stjórnmálin. Því á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok janúar á að móta stefnu flokksins í Evrópumálum og hugsanlega aðild að ESB en Davíð er harður andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og er hann líklega að vona að flokkurinn klofni í kjölfar landsfundarins og þá komi hann til forustu í þeim armi sem ekki vill aðild að ESB en hvort einhverjir þingmenn þora að fylgja honum dreg ég í efa. Einnig veit ég ekki hvar Davíð ætti að fá fylgi við nýjan flokk eftir allt sitt rugl og vitleysu. Í öllum þeim óróleika sem nú skekur íslenskt samfélag er ekki ábætandi að fá einn vitleysingin í viðbót til að hræra í þeim málum.
Davíð Oddsson verður að átta sig á því að hans tími er liðinn bæði sem bankastjóri og stjórnmálamanns. Fólk er búið að fá yfir sig nóg af þessari fígúru sem allt ætlar að bæta með lélegum bröndurum á neyðarstund. Nei því miður Davíð þú ert búinn að gera nóg af þér í bili. Og að lokum;
Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.
18.11.2008 | 11:54
Móðgun
Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að Bjarni Harðarson, sem sagði af sér þingmennsku fyrir flokkinn í síðustu viku, geri sig sekan um grófa móðgun í garð framsóknarmanna á heimasíðu sinni en þar segist Bjarni líta á sig og Guðna Ágústsson sem einu sönnu framsóknarmenn þjóðarinnar.
Mikil er nú viðkvæmnin hjá þessum þingmanni og ætti hann frekar að- líta í eigin barm en vera með ásakanir á aðra. Bjarni Harðarson er hættur sem þingmaður og er því í fullum rétti til að gagnrýna aðra Framsóknarmenn, sem óbreyttur flokksmaður í Framsókn. Þeir tveir Bjarni og Guðni fylgdu þó sinni sannfæringu og sögðu af sér. Ættu því margir að taka þá til fyrirmyndar en ekki vera að væla undan orðum Bjarna. Og að lokum
Burt með allt spillingarlið, hvar í flokki sem það stendur.
Bjarni móðgar framsóknarmenn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2008 | 20:56
Afsögn Guðna Ágústssonar
Nú hefur Guðni Ágústsson sagt af sér sem formaður Framsóknar og jafnframt þingmennsku. Þetta kom öllum á óvart svo ekki sé meira sagt. Það verður mikil eftirsjá af Guðna af Alþingi, bæði var kann skemmtilegur karakter og góður ræðumaður. Nú tekur væntanlega Áldrottningin Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður við sem formaður a.m.k. fram að flokksþinginu sem verður í lok janúar en ekki á ég nú von á því að hún muni ná þar kjöri sem formaður og má jafnvel þakka fyrir að ná kjöri inná þing í næstu kosningum. Það skyldi þó ekki verða svo að Bjarni Harðarson verði sannspár, en hann sagði í þættinum Mannamál í gær að ef Guðni yrði undir í ákvörðun um aðild af ESB þá gæti restin af flokknum alveg eins gengið í Samfylkinguna. Það er nokkuð ljóst að Guðni hefur metið stöðuna sem svo eftir miðstjórnarfund sl. laugardag að hann yrði undir og því tekið þessa ákvörðun. Það er nokkuð broslegt að í öllum þeim hremmingum sem Ísland hefur nú lent í, þá hafa aðeins sagt af sér tveir menn og báðir úr Framsókn og úr sama kjördæmi og hvorugur bar nokkra ábyrgð á núverandi ástandi. Þótt Guðni hafi að vísu verið í ríkisstjórn í tvö kjörtímabil með Sjálfstæðisflokknum þá var hann landbúnaðarráðherra og sem slíkur bar hann ekki neina ábyrgð á fjármálum þjóðarinnar. Valgerður Sverrisdóttir var aftur á móti viðskiptamálaráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma og hefði hún frekar átt að segja af sér en Guðni. Og að lokum;
Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.
17.11.2008 | 20:33
Skuldir
Nú liggur það fyrir að Ísland er að verða skuldugasta land heimsins. Hver íslendingur mun skulda4,5 milljónir. Ég á fjögur börn og átta barnabörn og skuldum við því saman rúmar 400 milljónir, sem við getum auðvitað aldrei greitt. Allt er þetta vegna ævintýramennsku örfárra manna, sem nú lendir á blásaklausu fólki. Það eina sem ég get gert í stöðunni er að vona að bæði börnin mín og barnabörn verði dugleg í því að eignast mörg börn svo greiðalubyrgðin dreifist meira. Ég verð auðvitað löngu kominn undir græna torfu þegar þessar skuldir verða greiddar að fullu. Allt stafar þetta af spillingu og aftur spillingu og enginn er ábyrgur sinna gerða. Því segi ég;
Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.
17.11.2008 | 18:11
Dagblöð
Mikið lifandis ósköp varð ég feginn þegar 24 Stundir hættu að koma út, það fækkaði þá um eitt dagblað í pósthólfinu hvern morgun, einnig hætti Viðskiptablaðið að vera dagblað og varð að vikublaði. Ekki það að 24 Stundir væru neitt slæmt dagblað, en ég er áskrifandi að Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu, svo kom Fréttablaðið og 24 Stundir. Það komu dagar sem ég komst ekki yfir að lesa öll þessi ósköp. Enda þegar maður hafði lesið Morgunblaðið þá voru komnar allar þær fréttir sem maður hafði áhuga á og lestur hinna blaðanna var bara eins og að lesa endurtekið efni. Síðan hrúgaðist þessi blaðahaugur upp í geymslunni hjá mér og þar sem ég er fatlaður varð ég að fá aðstoð aðra hverja viku við að koma þessum ósköpum út í blaðagám. En nú fæ ég aðeins tvö blöð á dag og finnst alveg nóg og blaðahaugurinn í geymslunni hækkar ekki jafn hratt og áður. Og að lokum;
Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.
17.11.2008 | 17:53
Flokkar klofna
Allt bendir til þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni klofna eftir þeirra landsfundi í lok janúar. Ekki mun það græta mig þótt svo fari því þessir tveir flokkar bera mesta ábyrgð á því hvernig komið er fyrir íslenskri þjóð í dag. Þessir flokkar munu ekki klofna vegna málefniságreinings, heldur vegna framapots ákveðinna aðila. Málefni hafa alla tíð verið auka atriði hjá þessum flokkum, heldur er mest horft til þeirra manna sem komast til forustu. Þótt ég geti ekki komið auga á hvað það ætti að vera eftirsóknarvert að verða formaður Framsóknarflokksins. Í Sjálfstæðisflokknum ræður Geir H. Haarde ekkert við núverandi ástand og slæmt þegar forsætisráðherra þjóðarinnar er staðinn að lygi hvað eftir annað. En Geir er vorkunn því hann er með bílstjóra í aftursætinu, sem er Davíð Oddsson og hann hefur valið þann kostinn að taka þá hagsmuni fram yfir þjóðarhag og það mun verða honum að falli fyrr eða síðar. Báðir þessir flokkar eru börn síns tíma og stofnaðir í því þjóðfélagsástandi sem var á sínum tíma og hafa ekki náð að taka þeim breytingum eins og þjóðfélagið hefur breyst frá því að þeir voru stofnaðir. Verður þeirra því ekki saknað þótt þeir hverfi í núverandi mynd. Þetta eru spillingarflokkar sem vilja hygla einstaklingum á kostnað heildarinnar. En vonandi ná landsfundir þeirra að beina þeim á rétta braut, þótt ég efi það. Og að lokum;
Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.
17.11.2008 | 17:32
Seðlabankinn
Brugðið hefur við að greiðslur eru lagðar inn á reikninga Seðlabankans, en Seðlabankinn ekki fengið neinar upplýsingar um greiðsluna aðrar en fjárhæðina á daglegum yfirlitum. Þetta hefur orðið til þess að tefja afgreiðslu. Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands þar sem farið er ofan í það hvernig greiðslur milli landa fara fram.
Getur þessi blessaður banki ekkert gert rétt. Hverri greiðslu sem lögð er inn hjá Seðlabankanum fylgir hver á að fá greiðsluna og ef reikningsnúmer er í einum af hinum gömlu bönkum, hlýtur að vera auðvelt að breyta því t.d. að hafa samband við eiganda greiðslunnar. Því allt sem fer inn á reikninga í gömlu bönkunum situr þar fast. Einnig væri auðvelt að loka öllum reikningum í gömlu bönkunum svo ekki væri hægt að leggja inn á þá. Alveg ótrúlegt hvað hægt er að gera einfalda hluti flókna. Og að lokum;
Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.
Eitthvað um að upplýsingar vanti varðandi greiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2008 | 17:07
Fáránlegt
Þegar ríkið tók yfir bankanna þrjá og sett voru neyðarlög á Alþingi, var Fjármálaeftirlitinu veitt mjög mikið vald. Engar breytingar voru gerðar á mönnun þessarar stofnunar. Nú sitja þar sömu menn og hafa yfirvald á öllu bankakerfi landsins og eiga að passa að allt sé gert rétt. Þetta eru sömu menn og áttu að hafa eftirlit með bönkunum áður en gerðu ekki neitt heldur horfðu á bakakerfið þenjast út og verða stærra en 12 föld þjóðarframleiðsla Íslands. Er nokkur ástæða til að ætla að þessir menn standi sig eitthvað betur í dag? Ég held varla. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að flýta sínum landsfundi fram til lok janúar 2009. Þetta er sagt vera gert til að auðvelda stefnumótun flokksins og sagt að yfir 1000 manns muni koma á þennan fund og þá fái rödd þjóðarinnar að heyrast og taka þátt í stefnumótun flokksins á breyttum tímum. Þess má geta að á mótmælafundum á Austurvelli sl. laugardaga hafa mætt 5-8 þúsund manns. Ekki er tekið mikið mark á þeim mótmælum og sagt að þetta sé ekki rödd þjóðarinnar. Það er sem sagt álit forustu Sjálfstæðisflokksins að rödd þjóðarinnar komi bara frá fólki sem er með flokkskýrteini í þeim flokki. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni að fylgi þessa flokks er innan við 25% kjósenda og nokkuð víst að stór hluti þeirra 1000 sem mæta á landsfundin muni ekki kjósa flokkinn næst þegar kosið verður. Svo er líka stór spurning hverjir hafa til þess vald að ákveða hvað sé rödd þjóðarinnar og hvað ekki. Það mun ekki koma í ljós fyrr en að kosningar verða. Ég tel ekki rétt að kjósa núna við þær aðstæður sem nú eru, en um leið og rofar til á ný verður að kjósa t.d. næsta vor. Það er líka stórskrýtið að þeir aðilar sem mesta ábyrgð bera á að hafa komið okkur í þessi vandræði eigi núna að leiða það starf að koma okkur út úr þeim og þar á ég við stjórnendur Fjármálaeftirlitsins, bankastjórn Seðlabankans ofl. Það vekur einnig furðu að með skilanefndunum sem voru skipaðaðar yfir hverjum banka þá starfar Lárus Welding fv. bankastjóri Glitnis með skilanefnd Glitnis og Sigurjón Árnason fv. bankastjóri Landsbankans, starfar með skilanefnd Landsbankans. Í hinu nýja Kaupþing eru yfirmannsstöður að stórum hluta skipaðar sömu mönnum og var í gamla Kaupþingi og svipað mun víst vera í hinum bönkunum. Sem sagt sama fólkið á að leiða starf hinna nýju banka og áttu þátt í hruni hinna gömlu. Því er borið við að þetta hafi verið nauðsynlegt til að starfsemin héldist eðlileg og á sama tíma eru hundruðir vel menntaðs fólks að leita sér að vinnu. Þannig að það hefði verið auðvelt að fá nýtt starfsfólk í þessa nýju banka án þess að sækja það til gömlu bankanna. Það eru enginn ofurlaun í Glitnir í dag sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri en samt eru laun hennar 1.750 þúsund á mánuði og fyrir venjulegan launamann eru það ofurlaun, en siðblinda þess fólks sem starfaði í gömlu bönkunum er slík t.d. Birnu að þetta þykir ósköp eðlilegt, einnig þykir það ósköp eðlilegt að hlutabréfakaup Birnu Einarsdóttur í Glitnir fyrir 180 milljónir gufuðu upp og ekkert er gert nema að Fjármálaeftirlitið á að skoða það mál sérstaklega og allir vita nú hver verður niðurstaðan í þeirri skoðun. Því hvernig á að vera hægt að skoða eitthverja pappíra um þessi kaup sem ekki eru til lengur. Nei þetta er spilling og aftur spilling. Og að lokum;
Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
19 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Furðufuglar mánaðarins
- Útvega þeim vinnu sem hægt er að framfleyta sér af.
- Flokkur fólksins líkist kennitölu
- Gefið þeim frið.
- Vopnvæðing dollarans er á enda
- Nei
- Í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur er kennari sem þekkir ekki líffræðilegu kynin, eða hún er ,,vókisti
- Ríkisendurskoðun þyrfti að fara í DOGE endurskoðun?
- Trans trompar kristni, íslam stendur báðum ofar
- Oft er komin önnur Þökk, ljóð frá 17. desember 1991.