Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Spakmæli dagsins

Af kæti þú hlærð ekki kátast,

svo kátlegur er þinn mátinn.

Þér lætur svo vel að látast

að látinn verður þú grátinn.

(Ólöf Sigurðardóttir)


Bílalán

Um 120 milljarðar króna eru útistandandi í bílalánum, í alls 53 þúsund samningum. Þar af eru um 40 þúsund samningar í myntkörfulánum, fyrir um 112 milljarða króna. Meðalupphæð hvers samnings er um 2,3 milljónir króna en dæmi eru um eftirstöðvar bílalána upp á 12 milljónir króna. Oftast hafa lánin verið tekin til fimm ára.

Bílalán upp á 12 milljónir? 

Hvaða brjálæðingur skyldi nú hafa tekið það?


mbl.is Allt að 12 milljón króna bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykingar.

Frá og með 1. maí næstkomandi mega opinberir starfsmenn hjá Stokkhólmsborg ekki reykja í vinnutímanum. Þeir mega hins vegar reykja í hádegishléinu þar sem það er ekki greiddur vinnutími. Hefðbundnar reykpásur í vinnutímanum verða sem sagt ekki leyfðar.

Er þetta nú ekki full langt gengið í reykingabanni.  Ég ætla að vona að Íslendingar fari nú ekki að apa þetta eftir þeim Sænsku.  Það er sama hvaða skoðun fólk hefur á reykingum, þá verður alltaf til hópur sem reykir og ætlar ekki að hætta því.

Ég er einn af þeim sem reykir og ætla ekki að hætta því á næstunni.


mbl.is Reykpásur bannaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deilur

Farið var yfir sex hektara af byggi með jarðtætara og er kornið gjöreyðilagt. Kornakurinn stendur nálægt Háfi í Þykkvabæ en deilur standa yfir milli eiganda jarðarinnar og annarra bænda á svæðinu um eignarhald yfir skikanum. Málið hefur verið kært til lögreglu.

Er þetta nú ekki full langt gengi í deilum yfir smá jarðarskika í Þykkvabænum.  Það hlýtur að vera auðvelt að fá úr því skorið hver eru hin réttu landamæri jarðarinnar Háfs.  En þetta mál enda sjálfsagt fyrir dómstólum.  Því engar deilur eru jafn heitar og deilur nágranna og ætla mætti að auðvelt væri að leysa innbyrðis.


mbl.is Farið yfir byggakur og kornið tætt niður í jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengjugabb

Fimmtán ára piltur hefur viðurkennt að hafa hringt í starfsfólk verslunarinnar 10-11 við Langarima í Grafarvogi í gærkvöld og sagt því að sprengja væri fyrir utan verslunina.

Þetta er grafalvarleg mál, sem verður að taka föstum tökum.


mbl.is Viðurkenndi sprengjugabb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákæra

Frjálslyndi flokkurinn íhugar að kæra Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna meints fjárdráttar. Ólafur segir í samtali við mbl.is að ásakanir flokksins séu fáránlegar og ekki svaraverðar. Um sé að ræða þriggja milljóna króna styrk Reykjavíkurborgar sem ætlað sé að standa straum af rekstri borgarstjórnarflokksins en ekki rekstri flokksins á landsvísu.

Aumingja Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins.

Allir eru svo vondir við þennan góða mann.


mbl.is Saka Ólaf F. um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílsskúrssala

Hundruð manna sóttu bílskúrssöluna í Sacramento í Kaliforníu sem ríkisstjórinn, Arnold Schwarzenegger, skipulagði um helgina til þess að laga fjárlagahallann. Til sölu var allt frá armbandsúrum, sem gerð voru upptæk hjá þjófum, til gamalla lögreglubíla. Alls seldist varningur fyrir yfir 1,5 milljónir Bandaríkjadala.

Eitthvað hefur hann átt af dóti blessaður karlinn.  Annars hélt ég að það sem gert væri upptækt hjá þjófum væri reynt að skila til réttra eigenda og að öðrum kosti væri það í eigu Kaliforníuríkis, sem og gamlir lögreglubílar.  En sjálfsagt hafa þessir peningar runnið til Kaliforníuríkisins, sem stendur víst mjög illa fjárhagslega.


mbl.is Schwarzenegger með bílskúrssölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta vegna hraðaksturs

Þeim sem standa að framkvæmdum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar, Suðurlandsbrautar og Laugavegar stafar mikil hætta af ógætilegum og hröðum akstri einstaka ökumanna sem taka ekki tillit til aðstæðna og þeirra takmarkana sem í gildi eru á framkvæmdasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu.

Hvernig dettur mönnum í hug að halda að ökumenn taki tillit til aðstæðna og takmarka á framkvæmdasvæðum.

Margir ökumenn taka ekki tillit til eins, né neins.   Allir eru að flýta sér svo mikið að við liggur að maður haldi að það standi yfir kappakstur á götum borgarinnar.


mbl.is Háskaakstur við hættuleg gatnamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrot

Tilkynnt hefur verið um tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Brotist var inn í íbúðarhúsnæði á Langholtsvegi en engu stolið. Húsráðendur voru heima þegar brotist var inn, að því er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, því þessir síafbrotamönnum er alltaf sleppt eftir yfirheyrslur og þegar þeir hafa játað á sig verknaðinn.


mbl.is Brotist inn í íbúð og fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás

Ráðist var á ungan mann í Jafnaseli í Breiðholti í fyrrakvöld. Árásarmennirnir voru tveir og töldu sjónarvottar sig sjá hnífi beitt í átökunum. Var því mikill viðbúnaður vegna málsins. Meintur hnífur fannst þó aldrei.

Mér finnst fyrirsögn Morgunblaðsins sérkennileg.  Hvað til gangi þjónar að nefna Breiðholt í þessu sambandi.  Ég veit ekki betur en að í Breiðholti búi gott og heiðarlegt fólk.  En þessi fyrirsögn er til þess fallin að sverta Breiðholt, sem hverfi og er það miður.  Þetta minnir óneitanlega á fréttaflutning víða af landsbyggðinni, þegar þar eru framin lögbrot.  Þá var oft tekið sérstaklega fram að um aðkomumenn hefði verið að ræða.  Það sama á við þegar erlendir menn brjóta af sér, þá er alltaf tilgreint frá hvaða landi viðkomandi eru.  Þannig er verið að sverta heilu hópana af fólki sem er blásaklaust.  Það kemur hvergi fram í fréttinni að árásarmennirnir búi í Breiðholti, aðeins að árásin átti sér þar stað.  Hefði ekki verið nær að nafngreina árásarmennina og segja frá því hvar þeir búa.


mbl.is Árás í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband