LÍÚ

Sú afstaða LÍÚ að biðja fiskiskipaflotan að sigla í land ef ríkisstjórnin ætlar að fara fyrningarleiðina í sjávarútveginum, gæti reynst mörgum útgerðum ansi dýrkeypt.  Landsbanki Íslands er núna alfarið í eigi ríkisins.  Ef stjórnvöld vildu fara í stríð við útgerðina þá væri hægur vandi að gjaldfella öll lán til útgerðar, sem eru í Landsbanka Íslands.  Því um leið og fiskiskipin hætta veiðum og þar með að afla tekna eru allar forsendur fyrir lánunum horfnar.   Því gæti farið svo að ríkið innkallaði ekki bara fiskveiðiheimildirnar, heldur myndi Landsbanki Íslands eignast flest fiskiskipin og væri þá auðvelt að fá aðra til að taka við þeim og gera þau út með miklum aflaheimildum.

Ég held að þessi ákvörðun LÍÚ hafi ekki verið hugsuð til enda og ekki skoðað nægilega vel hvaða áhrif svona aðgerð getur haft.


Baugur

Breski fjárfestirinn Hugh Osmond er í þarlendum fjölmiðlum í dag sagður hafa áhuga á eignum Baugs og fleiri fyrirtækja í Bretlandi sem eru illa stödd. Í Observer segir að hann sé reiðubúinn að fara í fjárfestingar upp á fimm milljarða punda, með þátttöku fleiri fjárfesta.

Það eru margir, sem hafa áhuga á að eignast þau fyrirtæki, sem Baugur á.  En því miður fyrir þessa aðila virðist Arion-banki ákveðinn í að selja móðurfélag þessara fyrirtækja, sem eru Hagar aftur til Jóns Ásgeirs og hans fjölskyldu.  Þótt bankinn vilji ekki núna gefa upp ákveðna afstöðu er nokkuð ljóst að þetta mun verða gert.


mbl.is Sýnir eigum Baugs áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Minn tími mun koma og

þá munu verkin tala.

(Jóhanna Sigurðardóttir)


Hillary Clinton

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í kvöld til Haítí og mun meðal annars ræða við René Préval, forseta landsins um leiðir til að bæta úr eldsneytisskorti og öðrum flutningavandamálum, sem hafa tafið hjálparstörf eftir jarðskjálftann á þriðjudag.

Vonandi verður þessi heimsókn Hillary Clinton til þess að önnur ríki taki myndarlega til hendinni og aðstoði íbúa á Haítí á myndarlegan hátt.


mbl.is Hillary Clinton á Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaleynd

Fulltrúar þýskumælandi ríkja ætla að funda á næstunni um bankaleynd og kröfur Evrópusambandsins um sjálfkrafa skipti á upplýsingum um fjármálastarfsemi. Þetta sagði fjármálaráðherra Austurríkis, Josef Pröll, í dag. Málið snýst um það hvort Austurríki og Lúxemborg þurfi að aflétta henni að hluta til.

Austurríki og Lúxemborg munu aldrei aflétta bankaleynd, því hún færir þessum ríkjum ómældar tekjur af bankastarfsemi.


mbl.is Austurríki og Lúxemborg treg til að minnka bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FBI

Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) notaði mynd af spænskum stjórnmálamanni sem grunn að tölvumynd af því hvernig Osama Bin Laden gæti litið út í dag. Þetta vekur ekki mikla kátínu hjá stjórnmálamanninum.

Þetta er nú full gróft hjá FBI að nota mynd af spænskum þingmanni og óska ekki einu sinni eftir leyfi hjá þingmanninum.  Það langar engum til að líkjast Osam bin Laden, nema einhverjum ofstækismönnum.


mbl.is Spænskur þingmaður notaður í mynd af Bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Golden Globe

Allt er að verða klárt fyrir afhendingu Golden Globe verðlaunanna í Hollywood í kvöld. Fer hún fram á Beverly Hilton hótelinu í Los Angeles og búast má við miklum stjörnufansi að vanda. Kynnir verður Ricky Gervais.

Þá getur allt fræga fólkið sýnt sig og látið aðra dáðst að sér.  Annars finnst mér þessi hátíð bara ver snobbhátíð fræga fólksins og finnst lítið til hennar koma.


mbl.is Allt klárt fyrir Golden Globe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

Popplandslið Íslands afhenti Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna tæpa 1,5 milljón króna sem söfnuðust á árlegum styrktartónleikum í Háskólabíó í gær. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður stjórnar SKB, og unglingahópur félagsins tóku við framlaginu í hléi tónleikanna.

Þeir sem að þessu stóðu eiga heiður skilinn fyrir sitt framlag, því einu tekjurnar, sem þetta félag fær eru ýmis framlög og gjafir.


mbl.is Popplandsliðið afhenti 1,5 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rændur í Taílandi

Sagt frá íslenskum manni á taílenskum fréttavefjum í dag, sem var byrlað svefnlyf og hann rændur af þremur konum sem hann tók með sér upp á hótelherbergi, til þess að eiga næturgaman með. 2.500 bandaríkjadölum var stolið af manninum, sem er sagður 53 ára gamall.

Ætli þetta sé ekki eins og með fjármálastjóra KSÍ, að maðurinn hefur verið svo fullur að hann man ekkert.  Eini munurinn er kannski sá að þessi maður hefur átt þá peninga, sem hurfu.


mbl.is Kvensamur Íslendingur rændur í Taílandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin fundur

Fulltrúar flokka á Alþingi hafa ekki enn verið boðaðir nýjan fund í Stjórnarráðinu, um sættir um framhald Icesave-málsins. Mbl.is náði tali af Birgittu Jónsdóttur, formanni þingflokks Hreyfingarinnar, nú á ellefta tímanum og hafði þá ekki verið boðað til fundar.

Þau fara sér hægt þau Steingrímur og Jóhanna í sáttaviðræðum sínum við stjórnarandstöðuna.  Samt hafa þau fullyrt að mjög brýnt sé að leysa þetta mál.


mbl.is Ekkert fundarboð komið úr Stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband