Hvar er lýðræðið?

Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstólinn í Strassborg og prófessor við lagadeild HR, telur að ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfestingar, flæki stjórnskipun landsins og geri ríkisstjórnum og meirihluta Alþingis erfitt fyrir að koma óvinsælum málum fram. Hún efli þó ekki endilega lýðræði í landinu.

Frá árinu 1944 höfum við búið við lýðræði á Íslandi, en nú hefur Ólafi Ragnari forseta, tekist að koma á einræði.  Það hefur alla tíð verið litið svo á að forsetinn væri nær valdalaus, en nú hefur það gerst að forsetinn er orðinn valdamesti maður landsins.  Með því að synja því að staðfesta lögin um Icesave eru völdin tekinn frá réttkjörnum fulltrúum fólksins á Alþingi.  Þetta segir Ólafur gera til að sameina þjóðina í Icesave-málinu.  En allt bendir til að það muni hafa þveröfug áhrif og sundra þjóðinni og magna upp deilur milli fólks.  Því með ákvörðun sinni hefur forsetinn ákveðið að þjóðin kjósi um þetta mál og allir vita hvernig sú kosning fer.  Þjóðin mun kolfella þetta Icesave-frumvarp því margir virðast líta þannig á að ef frumvarpið verði fellt sé Icesave-skuldin úr sögunni og er það bara mannlegt eðli að vilja ekki taka á sig skuldbindingar.  En málið er ekki svona einfalt, ef frumvarpið verður fellt taka gildi lögin sem samþykkt voru í ágúst 2009 og þar er viðurkennt að Íslandi beri að greiða þessa skuld, reyndar með miklum fyrirvörum, sem bæði Bretar og Hollendingar hafa ekki viljað samþykkja.  Að láta sér detta það í hug að hægt sé að fara aftur og ná betri samningum er mikill barnaskapur og ótrúlegt að forustumenn stjórnarandstöðunnar skuli halda slíku fram.  Því allar líkur eru á að Bretar og Hollendingar gjaldfelli skuldina og heimti greiðslu strax og ekkert lán standi til boða lengur.  Með ákvörðun sinni hefur forsetinn sett allt endurreisnar starf í uppnám.  Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn mun fresta enn meira að aðstoða Ísland og Norðurlöndin munu ekki veita okkur þau lán, sem þau ætluðu og kreppan verður dýpri en áður og enn frestast að koma af stað framkvæmdum til að auka atvinnu í landinu.  EES-samningurinn getur farið í uppnám og þá verður erfiðara að selja okkar útflutningsvörur.  Líka er hætta á að mörg erlend lán þjóðarinnar verði gjaldfelld og Ísland mun hvergi geta fengið lán erlendis.  Umsókn okkar að ESB verður í uppnámi og við munum einangrast frá öðrum þjóðum.  Strax eftir ákvörðun forsetans setti erlent matsfyrirtæki lánshæfismat Íslands í ruslflokk og nú er litið á Ísland erlendis, sem land sem ekki ætlar að standa við sína samninga.  Það mun engu breyta þótt núverandi ríkisstjórn segi af sér og farið verði í alþingiskosningar í annað sinn á tæpu ári.  Þótt ný ríkisstjórn taki við mun henni aldrei takast að greiða úr þessari flækju sem forsetinn hefur komið þjóðinni í, því Ólafur Ragnar Grímsson, forseti mun aldrei sleppa þeim völdum sem hann hefur nú fengið í hendur.  Því munu ríkisstjórnir hér eftir ekki geta lagt fram eitt einasta frumvarp á Alþingi nema að hafa fyrst fengi stuðning frá forsetanum.  Ég er algerlega sammála því, sem Jón Baldvin Hannibalsson, sagði í sjónvarpsfréttum í gærkvöld að nú ætti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra að ganga á fund forsetans og skila honum lyklunum að Stjórnarráðinu og segja honum að hann skuli sjálfur greiða úr þeirri flækju, sem hann hefur komið Íslandi í.  Enda er forsetinn í raun orðinn einræðisherra með ákvörðun sinni.

Í þeim ríkjum sem það hefur skeð að einn maður tekur öll völd í sínar hendur hefur slíkt verið kallað;

Valdarán og á ekkert skylt við lýðræði.


mbl.is Eflir ekki endilega lýðræðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Mér finnst að Ólafur hafi kveikt smá ljóstíru án þess að nokkur hafi gert sér grein fyrir því og hann sennilega ekki haft hugmynd um það enda hálf blindur ennþá eða með $ merki í augunum. 

Þetta er sigur fyrst og fremst fyrir almenning og lýðræðið og svo réttlætið. Heimurinn og almenningur sem í honum dvelur mun sjá það núna að Ólafur sem ekki hefur ennþá uppgötvað snilldina með þessum gjörningi er í raun snillingur. Hér gefur hann stjórnmálamönnum og fjármálaheimunum puttann án þess að vita af því. 

Nú mun verða mikil umræða í Evrópu og víðar hvort hægt sé að senda íslenskum almenningi reikninginn fyrir fall einkabanka. Og sennilega mun almenningur sjá óréttlætið í þeim gjörningi að ætla íslenskum almenningi að greiða fyrir sukk bankanna og fjárglæframanna ásamt sjálftökustjórnmálamönnum.

Hvað varðar okkur hér heima er væntanlega næsta mál að koma þessari ríkisstjórn og þeim stjórnmálamönnum sem vaða hér uppi ennþá í fangelsi. Það að ætla sér að nota ICESAVE sem einhverja skiptimynnt inn í evrópusambandið er bara glæpur. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert gert rétt ennþá og á að segja af sér strax.

Það er ennþá sami feluleikurinn og sjálftakann hjá öllu þessu fólki sem telur sig hafa valdið frá fólkinu eða verið réttkjörið inn á þing. ( Hvar sem er í heiminum )

Það er bylting í gangi ef þið hafið ekki áttað ykkur á því og aldan verður bara stærri og stærri eftir því sem hún nálgast ströndina. Þetta er ekki bara gára á Þingvallarvatni heldur mun þetta berast út um allann heim og verður sennilega kallað ICELAND-SUNAMI. 

Ólafur er ljós heimsins sannkallaður ljósálfur enda mun trú alheimsins aukast á álfum og huldufólki og íslenskri alþýðu.

GAZZI11, 6.1.2010 kl. 13:14

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mikil er trú þin á Ólafi Ragnari og ekki hægt annað en lesa út úr þínum skrifum að hann sé orðinn dýrlingur.  En þótt Icesave-frumvarpið verði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, verða þá í gildi lögin, sem samþykkt voru í ágúst 2009 og þar er viðurkennt að Ísland ætli að greiða þessa skuld.  Hvað varðar ríkisstjórnina þá sé ég ekki hvað það væri til bóta þótt hún færi frá.  Því ekki væri nú ábætandi í öllu því uppnámi, sem nú er að hér yrði stjórnarkreppa.  Það yrði litlu skárra þótt stjórnarandstaðan tæki við í nýrri ríkisstjórn.  Sú stjórn myndi gera nákvæmlega það sama og núverandi ríkisstjórn hefur verið að vinna að.

Jakob Falur Kristinsson, 7.1.2010 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband