Kosningarnar í vor

Ég get nú glatt minn gamla vinnufélaga Bjarna Kjartansson, Miðbæjaríhald ef hann les þetta með því að nú er ég endanlega búinn að gera upp hug minn um hvað ég ætla að kjósa í vor , en ég ætla að kjósa Frjálslynda Flokkinn.  Ég sannfærist eftir að hafa horft á formann flokksins í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem hann stóð sig mjög vel.  Nú eru tveir flokkar nýbúnir að halda landsfundi.  Frá Sjálfstæðisflokknum kom samþykkt um að festa enn betur í sessi núverandi kvótakerfi því það sé algerlega gallalaust og eitt hið besta í heimi.   Samfylkingin ályktaði ekkert um sjávarútvegsmál og oft er sagt að þögn sé sama og samþykki.  Í hvaða heimi lifir þetta fólk hefur það ekki ferðast um landið og séð hina miklu byggðaröskun sem átt hefur sér stað víða um land. Frjálslyndi Flokkurinn er eini flokkurinn sem þorir að ræða og gagnrýna fiskveiðstjórnunarkerfið.  Auk þess treysti ég honum vel til að vinna að mínum hagsmunum en ég er öryrki og get hvorki lifað né dáið af þeim bótum sem ég fæ.   Ég hef aldrei samþykkt að gefa ríkinu minn lífeyrissjóð sem ég var skyldaður til að greiða í með lögum og hef talið að það væri mitt sparifé sem ég gæti notað þegar ég yrði óvinnufær en nú bæði skattleggur ríkið mínar greiðslur úr lífeyrissjóði og notar líka til að lækka bætur frá Tryggingastofnun.   Nei sem betur fer mun núverandi ríkisstjórn falla í vor, enda Jón Sigurðsson formaður Framsóknar farinn að æfa sund eins og sjá má nánast á hverju kvöldi í sjónvarpi.  Hann er sjálfsagt að búa sig undir að geta synt frá hinu sökkvandi skipi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vertu velkominn í hópinn.  Það er alltaf gleðilegt að fá nýja félaga í hópinn.  Það er alveg rétt hjá þér, að Frjálslyndir er eini flokkurinn sem hefur skýra og ákveðna stefnu í Sjávarútvegsmálum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband