Að fara á taugum

Það er alveg stórmerkilegt hvað sumt fólk er viðkvæmt getur gert stórt mál úr litlu.  Ekki get ég skilið hvað veldur þessu.  Ég hef verið að skrifa ýmislegt á þessa bloggsíðu mína og geri það undir mínu rétta nafni og geri mér alveg ljóst að ég er ábyrgur fyrir því sem ég skrifa.  Það eru ekki allir sáttir við mín skrif og sem dæmi var ég útilokaður frá því að skrifa á vefinn arnfirðingur.is á sínum tíma þótt ég væri í raun að bregðast við kalli frá umsjónarmönnum  arnfirðings.is en hvað varðar skrif mín á þessari bloggsíðu þá hef ég skrifað nokkuð grín sem ættað er frá Bíldudal og hefur skeð þar.  Það er öllum frjálst að skrifa í athugasemdir við mín skrif mín svo framarlega að viðkomandi geri það undir réttu nafni en leynist ekki undir dulnefni eins og sá aðili gerði sem skrifaði athugasemdir á mína síðu í gær og kallaði sig Ragnheiði Eggertsdóttur en ekki var nú kjarkurinn meiri en það að hver sá sem í hlut á þorði ekki að gefa upp sína IP tölu svo ég gæti fundið út frá hverjum þessi skrif voru kominn og þessi aðili var að gefa í skyn að ég væri þjófur og ætti jafnvel skilið að vera á Litla Hrauni.  Ég þóttist geta lesið í gegnum skrif þessa aðila að þau væru ættuð frá Bíldudal a.m.k. virtist viðkomandi vera nokkuð kunnugur þar.  Ég hef heyrt frá Bíldudal að sumt fólk væri óánægt með mín skrif en hingað til hefur aðeins einn bílddælingur skrifað á mína síðu og gerði hann það undir sínu fulla nafni en það er sá ágæti maður Helgu Hjálmtýrsson og var hann að þakka mér fyrir þessar frásagnir að vestan.  Fólk getur deilt um hvað er grín og hvað ekki á því eru ýmsar skoðanir, en ég vil bara benda á að fyrir síðustu jól kom út bók sem bar heitið 99 VESTFIRSKAR ÞJÓÐSÖGUR og undirtitill var GAMANMÁL AÐ VESTANí þeirri bók eru margar sögur frá Bíldudal og allir viðkomandi nafngreindir bæði dánir og lifandi og mér er ekki kunnugt um að nokkur aðili hafi gert athugasemdir við þessa bók að sögn útgefanda og mun hún hafa selst nokkuð vel á Bíldudal.  Þar er t.d. gert grín af föður mínum sem er látinn og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér.  Á Bíldudal búa nú langt innan við 200 manns og framtíðin ekki mjög björt.  Ekki hafa neinar náttúruhamfarir orsakað 50% íbúafækkun á sl. 15 árum.  Það eru allt mannanna verk.  Mér voru þessi mál nokkuð íhugunarefni eftir að ég las athugasemdir sem voru skrifaðar á mína síðu af Ragnheiði Einskismannsdóttur og ég er að velta því fyrir mér hvort minnimáttarkennd sé orðin svo sterk hjá þeim sem þar búa að taugarnar séu farnar að gefa eftir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Jakob, ég er EKKI frá Bíldudal, Ég hef aðeins einu sinni komið þangað og er þetta bara alveg ágætis bær, stoppaði því miður stutt, en vonast til að geta farið á þessa skemmtilegu hátíð sem að haldin er þar sem nefnist Bíldudals grænar, ég skil ekki alveg afhverju IP talan mín kemur ekki með en ef þú vilt getur þú bara sent mér emeil.  Ekki halda að ég sé að skrifa undir fölsku nafni, fals er ekki mitt.  Ég var ekki að gefa neitt í skyn að einhver væri þjófur, ég sagði einfaldlega að konan væri EKKI þjófur og að það byggi fólk á Eyrarbakka án þess að vera á Litla-Hrauni.  Það sem að fer í pirrurnar á mér er að þú ert að skrifa um þessa ákveðnu konu, getur hún reist hönd yfir höfuð sér?  Ertu búinn að fá samþykki hennar fyrir þessum skrifum, ég veit að þú nafngreinir hana ekki, en AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR! Ekki voga þér að kalla mig einskinsmannsdóttur, pabbi minn er heiðarlegur verkamaður, vinnur sína vinnu, allt uppi á borðinu þar.

Ragnheiður Eggertsdóttir 18.5.2007 kl. 07:51

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég dreg ekki í efa orð þín um föður þinn.  Hann þekki ég ekki, ég þurfti ekki að fá hennar samþykki, þetta er ein af mínum vinkonum sem vel kann að taka grínu og er fullfær um að svara fyrir sig sjálf miðað mín fyrri kynni af henni.

Hvernig á ég að geta sent þér e-mail þegar þú skráir ekki netfangið þitt?

Jakob Falur Kristinsson, 18.5.2007 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband