Ljóskubrandari

Þar sem Nilli er farinn að segja brandara um ljóskur, kemur hér einn hér sem er ættaður frá USA:

Ákveðin sjónvarpsstöð í USA stóð fyrir spurningakeppni og var ein ljóska sem tók þátt í undankeppni og fjölmenntu nokkrar ljóskur í salinn til að styðja sinn keppanda.  Sá sem spurði hafði frekar léttar spurninga í byrjun:

Fyrsta spurning var:   Hvað eru 2+1? og ljóskan svarað án þess að hugsa sig mikið um, það eru 4, rangt sagði stjórnandinn og salurinn veinaði, gefið henni annað tækifæri og var það gert og nú var spurt:   Hvað eru 2+2 og ekki stóð á svari, það eru 5 svaraði ljóskan, nokkuð ánægð með sig.  rangt sagði stjórnandinn og salurinn veinaði, gefið henni annað tækifæri og nú ákvað stjórnandinn að hafa næstu spurningu talsvert þyngri og spurði:   Hvað eru 7+8 og svarið kom um leið, það eru 15 og áður en stjórnandinn hafði náð að skýra frá því hvort svarið væri rétt eða rangt, veinaði salurinn nú enn hærra en áður, gefið henni annað tækifæri.

 

Annar frá USA ekki um ljóskur og hafði viðkomu í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli.

 

Sumir sem þar dvöldu voru einhleypir og gekk illa að ná sér í kvenfólk einhverra hluta vegna þetta var á þeim tíma sem sauðfé og gekk laust á Miðnesheiði  og svo kvaldir voru nokkrir menn úr hernum að þeir tóku uppá því að misnota sauðlindina kynferðislega, nema einn sem var stórhneykslaður á framferði félaga sinna og var ákveðinn að harka þetta af sér en svo fór að lokum að hann gat ekki meir og hugsaði með sér, ég verð þó aldrei verri en félagar mínir.  Þegar hinir sáu hvað vinurinn hafði í huga fylgdust þeir vel með og eitt kvöld þegar hann leggur af stað eltu hinir vinirnir og fylgdust með og þegar það hafði tekist sem hann ætlaði sér og var að hysja upp um sig buxurnar.  Stóðu félagarnir upp og velktust um af hlátri.  Hann gekk reiðilega til þeirra og sagði, hvað er þetta, ég er búinn að horfa á ykkur alla gera þetta nákvæmlega sama marg oft og ekki hef ég verið að hlægja að ykkur.  Þá hlógu þeir ennþá meira og manngreyið stóð þarna gapandi af undrun og skildi ekki neitt í neinu, en svo fór að lokum að einn gat stunið upp milli hláturskviðanna:

En þessi var svo andskoti ljót maður.  Sástu það ekki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Jakob. Já salurinn var góður.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 17.5.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband