Að haga seglum eftir vindi

Ég hef sagt frá því áður hér í mínum skrifum að á sínum tíma var ég að gera út með syni mínum bát sem hét Sigurbjörg Þorsteins BA-65 og var stálbátur rúmar 100 brl. að stærð og vorum við oft á togveiðum og einn úr skipshöfninni var pólverji.

Eitt sinn erum við að togveiðum við Eldeyjarboða út af Reykjanesi, sonur minn var skipstjóri og ég stýrimaður, veður var frekar leiðinlegt 7-8 vindstig byrjaði sem NV-átt síðan N-átt og endaði í NA-átt.  Við höfðum verið að fiska þokkalega vel þarna en stöðugt var að bæta í veðrið,en þegar við hífum í eitt skiptið er greinilegt að talsvert er af fiski í og vorum við að áætla að þetta gæti sennilega verið hátt í 15-20 tonn.  Við byrjuðum að hífa aflann um borð og var í hverjum poka 2-3 tonn og allt var þetta stór og fallegur ufsi, þar sem veðrið var frekar leiðinlegt og við urðum að láfa bátinn flatreka undan veðrinu og trollið á síðunni lamdist stöðugt utan í bátinn og þegar við erum búnir að hífa 2-3 poka skellur trollið svo harkalega á síðunni með öllum þessum afla í og springur og við horfðum á eftir hátt í 10 tonnum af ufsa fljóta um allt.  Þar sem spáð var vaxandi veðri ákvað skipstjórinn að fara í land, bæði vegna veðurs og svo þurftum við líka að gera við trollið en það var ekki gott við að eiga um borð í ekki stærri bát og sérstaklega þegar veður var slæmt.  Við lönduðum alltaf í Njarðvík og þaðan fór fiskurinn á Fiskmarkað Suðurnesja.  Þegar við vorum búnir að ganga frá aflanum og öllu á dekki var farið í kaffi og síðan fór ég upp í brú og tók við af skipstjóranum, því ég átti að taka landstímið.  Þegar ég tek við stjórn bátsins var vindstaðan þannig að við vorum að sigla beint á móti veðrinu og voru því talsverð högg og læti, því saman fór vindur og talsverður sjór og gekk því ferðin talsvert hægt.  Seint um kvöldið kemur kokkurinn upp í brú til mín og færir mér nýlagað kaffi á brúsa og segir að hann hafi viljað koma með þetta áður en hann fari að sofa en bætir svo hlægjandi við að pólverjinn hafi beðið sig að spyrja mig hvort ekki væri hægt að breyta stefnu skipsins því það sé svo vont að sofa í þessum látum.  Hann sagðist hafa reynt að útskýra fyrir honum að það væri ekki hægt því við værum að sigla ákveðna leið, en pólverjinn segði alltaf, ég ekki skilja, ég ekki skilja.  Ég sagði honum að skila til pólverjans að það væri orðið stutt í Garðskagann og þegar við værum komnir þar fyrir myndi þetta lagast og fór hann þá frammí skipið til að sofa en þar voru þeir saman í klefa.  Þegar ég er búinn að beygja fyrir Garðskaga og set stefnuna inn Stakksfjörðinn byrjar talsverður hliðarveltingur og skömmu sinna sé ég að pólverjinn er á leið aftur eftir skipinu og hann kemur síðan uppí brú til mín og segir; "Kobbi ekki gott núna sofa kannski bara betra hafa sama áðan, allt í lagi aftur breyta"  Síðan lék hann með höndunum hvernig hefði farið um sig í kojunni, ég sýndi honum í siglingartölvunni hvaða leið við værum búnir að sigla og hvað við við ættum eftir.  Þá rak hann upp mikið undrunaróp haaaaaaaaaaaaaa og þar sem annar stóll var bb-megin í brúnni settist hann þar og sagði síðan; "Ég bara hér sitja,kannski bara sofa hjá bryggja".  Ég sagði að það væri allt í lagi þótt hann sæti þarna og sagði honum að það væri nú orðið stutt eftir og þegar við nálguðumst höfnina í Njarðvík ræsti ég skipstjórann og hann tók við.  Pólverjinn fór nú að lýsa fyrir skipstjóranum hvernig ástandið hefði verið hjá sér í kojunni á leiðinni til lands.   Síðan var skipið bundið og þar sem ekki var hægt að landa fyrr en um morguninn fóru allir að sofa og pólverjinn fékk loksins sinn langþráða svefn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband