Eskja

Nú mun vera fyrirhugað að hætta allri vinnslu í frystihúsi Eskju á Eskifirði um áramót.  Að sögn Hauks Björnssonar, framkvæmdastjóra Eskju hefur 35 manns verið sagt upp.  Skip Eskju verða áfram í eigu félagsins en stefnt er að því að selja bolfisktogara félagsins og kaupa annan minni.  Nú munu sennilega flestir líta svo á að þetta sé bein afleiðing af samdrætti í þorskveiðum.  En svo er ekki því bolfiskkvóti Eskju hefur lengi verið til sölu og það áður en þessi niðurskurður á þorskkvóta var tekinn en salan á kvóta Eskju var skilyrt að því leiti að sá sem hefði keypt varð að kaupa líka frystihús Eskju og tryggja þar vinnslu.  Ástæðan fyrir því að þessi kvóti var boðinn til sölu á sínum tíma var sá að verið var að kaupa út tvo stóra hluthafa í félaginu og ef ég man rétt þá fengu þeir aðilar samtals rúma tvo milljarða greidda í peningum sem síðan átti að fjármagna með sölu kvótans, sem ekki virðist hafa tekist og í ljósi þess er þessi ákvörðun tekin nú.  Þetta er eitt af hinum mörgum dæmum sem þetta meingallaða kvótakerfi hefur áhrif á í hinum ýmsu byggðalögum.  Menn fara út úr þessari atvinnugrein með miljarða í vasanum og þeir sem eftir sitja og berjast við að bjarga því sem bjargað verður bæta á sig miklum skuldum.  Enda er íslenskur sjávarútvegur orðinn skuldum vafinn vegna svona tilfella, langt upp fyrir haus.  En sem betur fer er Eskja sterkt fyrirtæki og vel rekið enda stofnað og stýrt lengi af hinum merka manni Aðalsteini Jónssyni (Alla ríka) en í dag eru það dóttir Aðalsteins og tengdasonur, Þorsteinn Jónsson skipstjóri og aflamaður. sem eru aðaleigendur Eskju og hef ég fulla trú að þau hjónin komi til með að efla þetta fyrirtæki frekar en hitt, þótt þau neyðist til þess núna að draga aðeins saman í rekstrinum, þótt ekki sé sársaukalaust.  Hvað varðar fólkið sem þarna missir sína vinnu bendir Haukur Björnsson á með réttu að mikið framboð sé á atvinnu á Austurlandi í dag svo fólkið þarf ekki að kvíða framtíðinni.
mbl.is Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband