Námsmenn og bankar

Það hefur varla farið framhjá neinum sem horfir á sjónvarp hinar miklu auglýsingar frá bönkunum sem eiga að höfða til námsmanna.  Það nýjasta er að ná til námsmanna í gegnum nemendafélögin til að hvetja nemendur til viðskipta og beita gulrótaraðferðinni við að styrkja nemendafélögin meira eftir því sem fleiri nemendur skólans snúa viðskiptum sínum að þeim.  Nú hefði ég haldið að blankir námsmenn væru ekki óska viðskiptavinir hvers banka, en það virðist samt vera svo.  Bankarnir telja nauðsynlegt að ná þessu unga fólki strax og bjóða því gull og græna skóga.  Um að gera að sökkva námsmönnum sem allra fyrst á bólakaf í skuldum, með miklum heimildum á greiðslukortum og yfirdráttarlánum svo viðkomandi verði algerlega háður viðkomandi banka um aldur og ævi.  Ég heyrði í gær stórmerkilega sögu úr bankaheimi hins nýja Íslands og kemur hún hér á eftir;

Ungur maður sem hafði búið heima hjá foreldrum sínum alla sína skólagöngu og ekki þurft að greiða neitt fyrir það og þar sem hann lagði á sig að vinna öll kvöld og allar helgar meðfram sinni skólagöngu, átti hann alltaf nægar peninga og allt það sem hann vantaði gat hann greitt af eigin fé og gat jafnvel lagt eitthvað til hliðar inn á banka.  Þegar hann hafði lokið sínu námi ætlaði hann að kaupa sér íbúð og þótt hann hefði á nokkrum árum lagt fyrir talsvert fé inn á banka vantaði hann eitthvað til viðbótar svo hann ætti fyrir útborguninni í íbúðinni.  Þar sem hann hafði aldrei tekið lán, aldrei notað greiðslukort, aldrei lent í vanskilum með eitt né neitt, fór hann í sinn banka sem geymdi hans sparifé og taldi að hann hlyti nú að vera öruggur um að fá lánað það sem upp á vantaði, því hann væri örugglega talinn góður viðskiptavinur sem ætti bara inneign í bankanum en engar skuldir.  Hann sótti því um ákveðið lán og gaf upp sína kennitölu og þessu var slegið inn í tölvu og eftir smá stund kom svarið frá tölvunni. HAFNAÐ hann fór þá til viðkomandi útibústjóra og vildi fá skýringu á þessu, sem sagði að þetta væri mjög leitt því hann vildi að sjálfsögðu veita honum lánið en að tölvukerfi bankanna væri þannig uppbyggt að ekki væri gert ráð fyrir svona tilfellum að til væri fólk sem aldrei hefði tekið lán í banka, bara lagt inn pening og því vantaði greiðslusögu mannsins, því ekki væri hægt að lána aðilum sem hefðu aldrei sýnt að þeir hefðu greitt af láni.  Til að leysa vandamál þessa manns varð fyrst að lána honum einhverja upphæð í 6 mánuði og þegar það lán var uppgreitt, var loksins komin greiðslusaga á viðkomandi kennitölu og því auðsótt að fá afgreitt það lán sem upphaflega var óskað eftir.  Þessi saga er sönn og rétt.  Því er rökrétt að draga þá ályktun að alltaf skuli byrja viðskipti við banka með því að stofna til skulda.  Það kemur fólki illa seinna ef það ætlar bara að spara og eiga peninga geymda hjá þessum bönkum.  Skuldir fyrst númer 1.2 og 3.


mbl.is Bankarnir berjast um nemendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi sko vel þessari sögu, það er eins og bankarnir séu að hvetja fólk til að taka yfirdrátt ofan á yfirdrátt en þeim er meira sama um kúnnana sem spara. Ég fæ alltaf furðulegt augnatillit þegar ég afþakka að hafa yfirdrátt á bankareikningnum mínum. 

Fyrsta lánið sem ég tók (sem var tölvukaupalán), þá þurfti ég að hafa ábyrgðarmann. Ég þurfti líka ábyrgðarmann á fyrsta kreditkortinu sem ég fékk, síðan þegar ábyrgðin féll úr gildi, þá var bankanum nákvæmlega sama og ég hef ekki haft ábyrgðarmann á kortinu mínu síðan.

 Kv. Andrea.

Andrea 28.9.2007 kl. 11:44

2 identicon

undarlegt.... ekki vilja þeir styrkja nemendafélagið mitt! Kannski erum við ekki nógu góð fyrir þá!

Guðný 28.9.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband