RÚV og Björgólfur

Ég hefði talið að flest allir tækju samningi Björgólfs Guðmundssonar við RÚV fagnandi.  Það er ekki á hverjum degi sem athafnamenn leggja fram stórfé til menningarmála eins og Björgólfur er að gera með þessum samningi.  Nei upp reis hópur til að mótmæla og höfðu það sig mest í frammi talsmenn samtakana Hollvinir RÚV.  Nú hefði ég talið að þessi samtök vildu veg og vanda RÚV sem mestan, en annað kom í ljós þeirra hollusta og vinátta við RÚV virðist vera skilyrt við það að ríkið eitt eigi að efla starfsemi  RÚV allt annað sé af hinu slæma og þessi samningur við Björgólf hljóti að leiða til þess að RÚV verði einkavætt og nú muni Björgólfur fara að stjórna þarna öllu, jafnt fréttum sem dagskrárgerð.

Hvað er eiginlega að þessu fólki og af hverju nefnir það ekki sín samtök réttu nafni því í raun eru þetta ekki  "Hollvinir RÚV" heldur "Óvinir RÚV" því með þessari framkomu sinni er verið að gera lítið úr hinni miklu gjöf Björgólfs.  Kann þetta fólk ekki að lesa og er það jafnvel heyrnalaust?  Hvergi hefur komið fram að einhver skilyrði fylgi þessari gjöf Björgólfs og ætli hann hafi ekki nóg annað við sinn tíma að gera en að skipuleggja dagskrá og ritskoða fréttir á sjónvarpsstöð.  Ef RÚV verður einkavætt verður það ekki Björgólfur Guðmundsson sem tekur þá ákvörðun, heldur Alþingi.  Það hefur komið fram að þessi gjöf Björgólfs mun stuðla að auknu leiknu íslensku sjónvarpsefni hjá RÚV og þar með gefa mörgum leikurum og tæknimönnum á því sviði mikil tækifæri og er vissulega mikið fagnaðarefni hjá öllu hugsandi fólki.  Vilja þessi samtök ekki íslenskt sjónvarpsefni aðeins bandaríska framhaldsþætti?.  Hafa þessi samtök í sínum málflutningi verið með einhverjar tillögur um hvað eigi að fá aukið fjármagn til að auka innlenda dagskrárgerð?  Ekki hef ég séð neitt slíkt, heldur er bara mótmælt og mótmælt eins og vitleysingar.

Ég skora á þessi samtök að biðjast afsökunar á sínu framferði að undanförnu.  Ef ekki þá a.m.k. steinhalda kjafti og skammast sín.  Ef samtökin halda svona áfram gæti kannski svo farið að Björgólfur drægi sína höfðinglegu gjöf til baka, sem ég myndi gera í hans sporum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Jakob.

Ljóður á samkomulagi sjónvarps og Björgólfs er "úthlutunin" sem líkja má við úthlutun byggðakvóta.  Sjónvarpið á að hætta beinni framleiðslu leikins sjónvarpsefnis og kaupa frekar beint af framleiðendum.  Þannig bindur hið opinbera hlutafélag ekki peninga sína í óvissuverkefnum og getur að auki valið úr það besta.   Hollvinasamtökin svonefndu lýsa yfir áhyggjum sínum vegna mögulegra áhrifa Björgólfs á verkefni sjónvarpsins, mínar áhyggjur eru af ráðandi stöðu sjónvarpsins varðandi hið þarfa viðbótarframlag einkaframtaksins.  Hvað verður í forgangi, menn eða myndir?

Lýður Árnason 19.11.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Verðum við ekki að treysta stjórnendum RÚV að dagskrárvalið verði vandað.  Þar sem þú Lýður hefur gert góðar mundir væri það ekki góður stuðningur við það sem þú og þínir félagar hafið verið að gera ef RÚV gæti keypt þínar myndir, þótt að nota þyrfti eitthvað af peningum frá Björgólfi.

Jakob Falur Kristinsson, 19.11.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband