Mótvægisaðgerðir

Mynd 410513  Sjávarútvegsráðuneytið er búið að ráðstafa 645 milljónum króna til ýmissa verkefna í sjávarútvegi tengdum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta. Þetta kom fram í ræðu Einars Kr. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra á fundi með Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.

 

Af því er 570 milljónir til komnar vegna mótvægisaðgerðanna og sú tala eigi eftir að hækka. Þar af eru 250 milljónir vegna niðurfellingar á veiðigjaldi á þorski á þessu fiskveiðiári en ómögulegt er að segja til um hver upphæðin verður á næsta fiskveiðiári þar sem þetta er tengt afkomu greinarinnar. Hundrað og fimmtíu milljónir króna alls á þremur árum eru til eflingar á togararalli Hafrannsóknastofnunarinnar og 120 milljónir króna skiptust jafnt á milli sex rannsóknastofnana og -setra vítt og breitt um landið.

Vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að efla samkeppnissjóði, hækka framlög til AVS-sjóðsins í fjárlögum 2008 um 50 milljónir króna. Því til viðbótar var ákveðið að verja öðrum 50 milljónum til AVS og nemur þetta því samtals 100 milljónum króna. Auk þessa ákvað ég að hækka framlag til samkeppnisrannsókna Verkefnasjóðs sjávarútvegsins úr 25 milljónum króna í 50 milljónir króna á ári. Auknu rannsóknafé skal fyrst og fremst beint til þorskrannsókna, að sögn Einars Kr.

Að sögn Einars Kr. er togararall Hafrannsóknastofnunarinnar eflt sérstaklega. Búið sé að skipa starfshóp hagsmunaaðila til að fara yfir hvernig það verði best gert. Í starfshópnum eru: Páll Halldórsson og Birgir Sigurjónsson frá FFSÍ, Guðmundur Kristjánsson og Kristján Vilhelmsson frá LÍÚ, Arthúr Bogason frá LS og frá Hafrannsóknastofnun Björn Ævar Steinarsson, Höskuldur Björnsson, Þorsteinn Sigurðsson og Jón Sólmundsson sem leiðir starf hópsins.

Þetta er allt gott og blessað en dugar varla til, víða á landsbyggðinni eru til staðir þar sem atvinnuleysi hefur verið viðvarandi í nokkur ár og á sumum stöðum duga ekki neitt nema sértækar aðgerðir.  Eins eru þó nokkuð mörg fyrirtæki sem fá allan sinn fisk á fiskmörkuðum og augljóst er að framboð þar snarminnkar við þennan niðurskurð.  Einnig finnst mér undarlegt að á sínum tíma var sett á loðnuveiðibann og þess vegna voru nótaskipin verkefnalaus og þeim til aðstoðar var þeim úthlutað sérstökum aukakvóta í botnfiski og rækju.  Nú hefur dæmið snúist við nótaskipin hafa næg verefni allt árið um hring en þau skip sem stunda botnfiskveiðar verða að taka löng sumarstopp.  En samt halda nótaskipin þessum kvótum og þar sem þau geta ekki veitt hann er hann leigður öðrum.  Væri nú ekki ráðlegt að færa þennan kvóta aftur til botnfiskveiðiskipanna svo þau gætu stundað lengra úthald.


mbl.is Búið að ráðstafa 645 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband