Styrkur

Sómastaðahúsið. Álver Alcoa Fjarðaáls er í baksýn. Alcoa veitti í dag Þjóðminjasafni Íslands styrk úr samfélagssjóði sínum til endurbóta og uppbyggingar Sómastaðahússins í Reyðarfirði. Styrkurinn nemur um 16 milljónum króna og verður hann veittur til verkefnisins á næstu þremur árum.

Sómastaðir við Reyðarfjörð, sem útvegsbóndinn Hans Jakob Beck byggði ári 1875, er eina portbyggða steinhúsið sem varðveist hefur á Íslandi. Sómastaðir komust í vörslu Þjóðminjasafns Íslands árið 1988.

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, tók við styrknum úr hendi Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra Alcoa Fjarðaáls. Meðal viðstaddra voru Ásta Beck, dóttir húsbyggjandans Hans Jakobs Becks, en hún fæddist og ólst upp að Sómastöðum, og Þór Jakobsson, veðurfræðingur og formaður félags niðja Richards Long, en Richard Long var afi Hans Jakobs Becks.

Hans Jakob Beck hlóð steinhúsið að Sómastöðum úr grjóti í nágrenninu og batt með jökulleir. Grunnflötur hússins er um 37 fermetrar, undir því er kjallari og nýtanlegt pláss er í risi. Hans Jakob var tvíkvæntur 23 barna faðir. Hafist var handa við viðgerðir á Sómastöðum árið 1991, en framkvæmdir hafa legið niðri um nokkurt skeið.

Styrkurinn verður nýttur til þess að vinna tímabærar endurbætur á húsinu og færa það nærri upprunalegu horfi.

Þurfa ríkisstofnanir að betla peninga hjá stórfyrirtækjum.  Hvað er annas svona merkilegt við þetta hús.  Mér finnst það lang merkilegast hvað karlinn hefur verið duglegur að eignast börn.  Hann slær alveg út langaafa mínum Kristjáni frá Stapadal í Arnarfirði, hann átti ekki nema 18 og það yngsta þegar hann var orðin 82 ára og nánast lagstur í kör.  Það eru svona menn sem stóðu að fjölgun þjóðarinnar og er miklu meira merkilegt en einhver húskofi.


mbl.is 16 milljóna styrkur til að endurbyggja Sómastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband