FL-Group

Ég hef aldrei geta skilið hvað þetta fyrirtæki gerir, ég vissi að á sínum tíma var þetta móðurfélag Icelandair.  Einnig var mér kunnugt um að fyrirtækið stóð í miklum fjárfestingum og var í raun fjárfestingafélag.  Hannes Smárason sem var forstjóri FL-Group eignaðist á sínum tíma stóran hlut í Flugleiðum (Síðar FL-Group) í gegnum fjárfestingafélag sem hann átti með tengdaföður sínum Jóni Helga Guðmundssyni sem kenndur hefur verið við BYKO.  Eftir að Hannes skildi við dóttur Jóns Helga, skildu leiðir með þeim félögum í fyrrnefndu fasteignafélagi en Hannesi tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að ná meirihluta í Flugleiðum og breytti nafni þessi í FL-Group og var orðinn mjög auðugur maður, sem var nánast eignarlaus fyrir hjónaband sitt við dóttur Jóns Helga í BYKO sem var sá maður sem kom fótunum undir Hannes Smárason.  Hannesi hefur verið lýst þannig: "Hann er fljótur að taka ákvörðun og tekur jafnan mikla áhættu í sínum viðskiptum, hikar aldrei og hugsar stórt." 

Nú ætla ég að taka skýrt fram að ég þekki manninn ekkert umfram það sem ég hef lesið í blöðum og get þar af leiðandi ekki dæmt Hannes hvorki fyrir gott né illt.  En nokkuð ljóst er, að hann var eins og raketta í íslensku viðskiptalífi og hafði yfir að ráða ótrúlega miklum fjármunum og öðrum eignum.  En eitthvað virðist honum hafa fatast flugið því bara frá áramótum hafa hlutabréf í FL-Group fallið um 40% og munar nú um minna, því þessi lækkun skiptir nokkrum milljörðum.  En Hannes á sína vini og nú komu þeir til hjálpar og fór þar fremstur Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Baugi og ekki munaði Baug um að skella nokkrum tugum milljarða inn í FL-Group og bjarga því frá hruni.  Hannes varð að hætta sem forstjóri og nýr tók við, en ekki fór hann frá félaginu með tvær hendur tómar, því við hann mun hafa verið gerður starfslokasamningur sem færði honum um 60 milljónir einnig á hann áfram hlut í félaginu.  Hann á þó alla veganna fyrir jólamatnum í ár.  En hver verður framtíð FLGroup hefur ekki verið gefið upp.  Hannes Smárason, sem Jón Helgi Guðmundsson í BYKO gerði að auðugum manni á þó alla veganna 60 milljónir + hlut í FL-Group, en átti í byrjun ekkert.

Þeir fjármunir sem þessir STÓRUí viðskiptalífinu eru að höndla með dags daglega eru okkur hinum venjulegu borgurum nánast óskiljanlegir, að ég tali nú ekki um okkur öryrkjanna.  En svona er þetta og svona verður þetta og ekkert við því að segja.  Því þrátt fyrir allt hefur Jóhannes í Bónus fært íslenskum almenningi með lágu matarverði ofl. vörum, meiri kjarabót er nokkrir kjarasamningar hafa gert og á hann heiður skilið fyrir það.  Einnig hefur hann gefið miklar gjafir til samfélagsins og nú fyrir jólin er hann að styrkja þá aðila sem annast matargjafir til fátæks fólks.  Þessir menn eru einfaldlega snjallir í viðskiptum og hafa efnast samkvæmt því og ekki dettur mér í hug að öfundast út í þá.   Þeir eiga sannarlega skilið að hafa það gott og þótt þeir ferðist um á sínum einkaþotum og lifi hátt, er staðreyndin engu að síður sú, að þeir hafa unnið fyrir þessu og er það meira en hægt er að segja um marga aðra, sem hafa fæðst með silfurskeið í munni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þökk sé Jóhannesi í Bónus að margir hafa enn efni á því að kaupa sér í matinn, hvernig ætli verðið væri í dag ef hann hefði ekki byrjað með Bónus Hann hefur alltaf verið mjög duglegur að styrkja bæði Barnaspítalan og annað, hann á heiður skilið fyrir það hvað hann er duglegur að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Hann er ekki eins og margir þessara sem eiga mikið meira ein nóg og vilja ekki vita af fátæktinni í landinu, hann hjálpar og gefur af sínum auði. Eigðu góðan dag. Kær kveðja Ingunn fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 14.12.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Jakob minn, sumir einfaldlega sigla alltaf ofan á öldutoppunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband