Meira um íslenskt málfar

Það er fróðlegt að skoða hvernig talað er víða um land og ég er ekki að telja slíkt mál rangt, heldur aðeins að sjá skoplegu hliðina.  Það má segja að nær allstaðar á landinu sé rætt um að fara "Suður" hvar sem viðkomandi býr og ætlar til Reykjavíkur.  Það segir sig sjálft að ekki getur aðeins ein átt legið til Reykjavíkur.  Í Reykjavík og víðar er talað um að fara "Vestur"  á firði þegar fólk ætlar til Vestfjarða, þetta er líka notað ef fólk ætlar á Snæfellsnes.  Þótt í báðum tilfellum sé farið í Norð-Vestur samkvæmt áttavita.  Í Reykjavík og fleiri bæjum er talað um að fara  "Niður"  í bæ ef fólk ætlar í miðbæinn.  Er þá fólkið að grafa holu til að komast niður í viðkomandi bæ.  Eins er sagt á mörgum stöðum að fara  "Niður"  á höfn. þótt augljóst sé að niður á höfn fer enginn nema í kafarabúningi.  Á Vestfjörðum segir fólk að það sé að fara  "Norður"  á Akureyri, þótt stefnan sé eitthvað nálægt því að vera Austur.  Á Vestfjörðum er orðið skúr, kvenkyns og sagt hún skúrinn en það er nú líka eins og margt annað í gömlu vestfirsku máli og í dag einungis notað af eldra fólki.  T.d. talar Jón Baldvin alveg þetta ekta vestfirska mál og Ólafur bróðir hans, einnig bregður því stundum við hjá Guðjóni Arnari alþingismanni.  Fyrir stuttu síðan var ég að horfa á veðurfréttir í sjónvarpi og þar var ung kona örugglega háskólamenntuð, að lýsa veðri næstu daga og gerði það mjög vel en í lokin sagðist hún ætla að sýna veðrið á morgun og benti síðan á ákveði svæði á kortinu og sagði á þessu svæði má reikna með að verði nokkuð  "Skúrað"  á morgun.  Ef ég hefði nú verið t.d. pólverji og rétt að komast inn í íslenskuna, þá hefði ég talið að á þessu svæði ættu allir að skúra daginn eftir.  Eins verð ég oft mjög undrandi þegar háskólamenntað fólk getur varla talað íslensku svo að allir skilji.  Sum orð verða til fyrir tilviljun og festast í málinu og mörg þeirra verða einskonar tískufyrirbæri og eru þá ofnotuð.  Þessi orð er mjög oft styttingar eins og notað er mikið í Bandaríkjunum.  Þar ætla ég að nefna setninguna  "Verðum í bandi",  sem fólk notar oft þegar það er að kveðjast.  Fyrst þegar ég heyrði þetta skeði svolítið spaugilegt, en þá var ég að kaupa mér nýjan bíl og eldri bíllinn átti að ganga uppí þann nýja.  Ég mætti hjá sölumanni nýrra bíla og þar reiknaði hann út hvað ég ætti að borga mikið á milli og miðaði hann þá verðmæti gamla bílsins við ákveðinn verðlista en þó með þeim fyrirvara að bílinn stæðist svokallaða ástandsskoðun.  Ég undirritaði alla pappíra og greiddi það sem ætti að greiða á milli og síðan sagði hann mér hvert ég ætti að fara með bílinn í skoðun og svo yrði nýi bílinn tilbúinn daginn eftir.  Ég var alveg öruggur á því hvert ég ætti að fara með bílinn og gekk að útihurðinni, þá kallar sölumaðurinn á eftir mér við verðum svo í bandi.  Ég brást reiður við og gekk til baka og sagði reiðilega "Hvað er einginlega að þér maður heldu þú að ég sé að ljúga að þér um ástand bílsins, ég get alveg ekið honum í skoðun þú þarft ekkert að draga bílinn og mér er skapi næst að hætta bara við þessi kaup."  Sölumaðurinn varð skelfingu lostinn og stamaði út úr sér;  "Éggg varrr ekkiiiiiii að  meinaaa þaðððð, heldur að vera í símasambandi." Mikið lifandis ósköp fannst mér ég þá vera mikill sveitamaður enda þá búsettur á Bíldudal.

Svo eru það heimsborgararnir, sem sletta stöðugt hinum ýmsu erlendum slanguryrðum í málfar sitt svo venjulegt fólk veit ekkert um hvað þeir eru að tala.

Að lokum er það kaffið:  Á sínum tíma var ég yfirvélstjóri á bát þar sem var mjög gamansamur kokkur og í eitt skipti sitjum við skipshöfnin í borðsalnum og erum að spjalla saman, drekka kaffi og fá okkur að reykja, en skipið var á stími á milli netatrossa.  Þegar einn hásetinn ætlar að fá sér meira kaffi þá var kaffikannan tóm.  Hann kallar á kokkinn og segir; "Lagaðu kaffi"  kokkurinn kom hlaupandi og stillti sér upp hjá manninum með miklum undrunarsvip og spurði; "Hvað er að á ég að laga kaffið þitt er eitthvað að því?"  Nei, nei sagði hásetinn kaffið er búið og þú verður að laga nýtt.  "Ég get það ekki svaraði kokkurinn, kaffið verður alltaf eins því það er bara til ein tegund af kaffi um borð""Ég er að meina að kaffið er búið" sagði þá hásetinn og var orðinn rauður í framan af reiði.  "Nú ertu að meina það"  sagði, Þá kokkurinn, viltu bara meira af eins kaffi, elsku kallinn minn og fór og setti vatn og kaffi í kaffikönnuna og ég sá að hann gat vart varist hlátri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband