Mikiđ skáld látiđ

Aleksander Solzhenítsyn.Líf rússneska rithöfundarins Aleksanders Solzhenítsyns, sem í skáldsögum sínum afhjúpađi hinar umfangsmiklu vinnubúđir sovéskra stjórnvalda, var „erfitt en hamingjuríkt,“ sagđi eftirlifandi kona hans í dag. Solzhenítsyn lést í gćr af hjartaáfalli, 89 ára.

Ţá er hann fallinn í valinn ţessi mikla hetja og stórkostlegt skáld.  Mér fannst ummćli Matthíasar Johannessen,skálds í fréttum í kvöld mjög góđ.  Hann var spurđur um Aleksander Solzhenítyn.  Matthías sagđi; "Ţetta var mikilmenni og stórkostlegt skáld og var frćgur um allan heim eftir ađ hann fékk Nóbelsverđlaunin, sem hann ţurfti reyndar ađ bíđa í 3 ár ađ taka viđ vegna ţess ađ hann fékk ekki leyfi til ađ fara úr landi."  Síđan bćtti Matthías viđ;  "Ađ kannski vćri hann ekki lengur mjög ţekktur hjá nútímamanninum.  Nú yrđi fólk frćgt fyrir ađ verđa ólétt en ţessi mađur hefđi aldrei orđiđ óléttur."  Svo mörg voru ţau orđ.  Ţessi mađur var gerđur útlćgur úr sínu heimalandi fyrir sínar bćkur og bjó í Bandaríkjunum í 18 ár.  Ţađ var svo hinn sífulli Boris Jeltsín, sem veitt honum ríkisfang á ný og flutti hann ţá aftur til fyrri heimkynna.


mbl.is „Erfitt líf en hamingjuríkt“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

Mikiđ látiđ međ skáldiđ :)

Svanur Gísli Ţorkelsson, 4.8.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Enda tilefni til.

Jakob Falur Kristinsson, 5.8.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hjá mér spretta fyrst fram í hugann andlátsorđ Gvendar dúllara langafabróđur míns: -Mikiđ skáld var Símon!

En ţessi rússneski rithöfundur var auđvitađ einn af ţeim ísbrjótum sem náđi ađ leysa ţjóđina úr ţeirri ánauđ pólitískrar sem hún hafđi svo lengi veriđ hneppt í. Hans verđur vonandi minnst ađ verđleikum en fráleitt er nú ađ ţađ sé vandalaust.

Skömmu eftir ađ fréttin af andláti ţjóđskáldsins Davíđs Stefánssonar barst, hitti einn af tíeyringshagyrđingum borgarinnar skáldiđ Jón úr Vör á götu og ávarpađi hann: "Ert ţú búinn ađ yrkja eftir Davíđ, ég er búinn ađ ţví?" Og Jón svarađi međ ţessari vísu:

Ţegar skáldsins stćltu strengir brustu,

sem stoltast kvađ, og söng af mestum krafti,-

öllum nema landsins lélegustu

leirskáldum fannst rétt ađ halda kjafti.

Allt of fátítt er ađ fólk skilji ţennan einfalda vísdóm skáldsins frá Patreksfirđi og tileinki sér hann af hógvćrđ.

Árni Gunnarsson, 5.8.2008 kl. 00:15

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ţetta er frábćr vísa og lík Jóni úr Vörm sem var nú ekki mikiđ fyrir ađ bađa sig í sviđsljósinu.

Jakob Falur Kristinsson, 5.8.2008 kl. 06:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband