Reykjanesbrautin

Mynd 452556 Tilkynnt var um árekstur og bílveltu á Reykjanesbraut við gatnamót Grindavíkurvegar um sex leytið í morgun. Lögregla, sjúkrabifreið og tækjabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja fóru á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum rákust jeppabifreið og fólksbifreið sem komu úr gagnstæðum áttum á og voru ökumenn einir á ferð.

Ég var þarna á ferð um kl 22,00 í gærkvöldi og við gatnamót Grindavíkurvegar eru miklar þrengingar.  En þær eru vel merktar og auðvelt að fara þar um.  En auðvitað þarf að minnka hraðann þarna.  Ég horfði á eftir nokkrum bílum aka þara í gegn á um 100 km. hraða og þá má lítið bera útaf til að ekki verði slys.  Það er oft talað um að bíll sé í rétti ef óhapp eða banaslys verða á vegum landsins og er það alveg rétt að sumir bílar þurfa að víkja eða bíða eftir annarri umferð.  En ef banaslys verður, skipti það þá nokkru máli fyrir hinn látna hvort hann var í rétti eða ekki.


mbl.is Árekstur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Góðu fréttirnar eru að þetta er sennilega síðasta bílslysið á þessum vegakafla, vegna þess að í þessum skrifuðum orðum er verið að hleypa umferð á tvöfalda kaflann við grindavíkurafleggjarann. Þeir sem keyra þarna um seinna í dag losna við allar þrengingar.

En því miður þá kemur það þeim sem lentu í þessu slysi ekkert til góða.

Mummi Guð, 30.8.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég var nú að koma úr Reykjavík fyrir um klukkutíma og þá votu enn þessar þrengingar við Grindarvíkurveginn.  Enda er skilti við veginn þar sem stendur að þessu eigi að vera lokið 31. október 2008 svo þú hefur nú eitthvað misskilið þetta.  Hinsvegar þegar búið er að aka í gengum þrengingarnar við Grindavíkurveginn, þá tekur við tvöföldun.

Jakob Falur Kristinsson, 30.8.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband