Lamaður bóndi

Ástþór Skúlason. Ástþór Skúlason, lamaður bóndi á Melanesi á Rauðasandi, var sviptur sérútbúnum landbúnaðarvélum sínum vegna smávægilegra vanskila. Ástþór hafði samið um frest til að gera upp en lánardrottinn sendi menn sína til að sækja tækin áður en fresturinn rann út.

Er virkilega mannlegi þátturinn farinn úr íslensku viðskiptalífi og starfsmenn fjármálafyrirtækja aðeins vélmenni, sem eru forritaði á hverjum morgni.


mbl.is Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona gerist bara þegar maður lendir í vanskilum, sama hvort þú er fatlaður eða ekki......
Mér reyndar finnst þetta ekki eiga að fara í fjölmiðlana....

Kristrún 30.8.2008 kl. 09:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta einmitt eiga að fara í fjölmiðla, fresturinn var ekki útrunniinn, og ég er sammála því að íslenskt viðskiptalíf er rotið inn að beini. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er harkaleg aðgerð en það er spurning hvað viðkomandi lánadrottinn ætlar að gera við sérútbúnar græjur en það er væntanlega ekki margir fatlaðir bændur sem eru tilbúnir til að taka upp veskið?

Sigurjón Þórðarson, 30.8.2008 kl. 11:08

4 identicon

Ekki til orð um svona vinnubrögð gagnvart fötluðum manni.  Réttast væri að fara og taka þennan forstjóra lýsingar og brjóta af honum lappirnar og sjá hveru duglegur hann yrði að ganga á fatlaða eftir það.

Gunni Gunn 30.8.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt sem Sigurjón bendir á, að þetta voru sérútbúin tæki fyrir fatlaðan mann og ég er hræddur um að Lýsing sitji uppi með þessi tæki óseljanleg.

Jakob Falur Kristinsson, 30.8.2008 kl. 17:49

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heldur harkalegt já, en segir það hins vegar líka, að það er farið að harðna á dalnum víða. Hygg nú að hægt sé að selja þessi tæki þó sérhæfð séu, einfaldlega úr landi!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.8.2008 kl. 18:14

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er bara viðurstyggilegt, getur ekki sveitarfélagið hlaupið undir bagga og bjargað málunum, hvernig á maðurinn að vinna vinnuna sína ef hann hefur eigi tæki til þess.
Einhver sem hefur vit á þessu snýr sér í málið og reddar þessu.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.8.2008 kl. 19:41

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Þetta er mjög harkalegt. Vona að einhver geti reddað þessu fyrir Ástþór. Mannkærleikurinn er ekki mikill þarna.

Guðs blessun og Góða helgi

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 22:28

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mannkærleikur þekkist ekki lengur í viðskiptum í dag Rósa.  Auðvitað segir þetta okkur líka að það er farið að harðna á dalnum víða.  Það má vel vera að hægt sé að selja þessi tæki erlendis.   En hitt er staðreynd að öll þau tæki sem kaupleigufyrirtæki innleysa til sín eru síðan seld með miklum afslætti.  Þannig að Lýsing tapar á þessum viðskiptum miklu meira en að leifa hinum fatlaða bónda að hafa þau áfram.  Hann var þó að reyna að koma þessu í skil gangvart Lýsingu og hefðist tekist það ef hann hefði fengið frið til þess.

Jakob Falur Kristinsson, 31.8.2008 kl. 04:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband