Vestfirðir

Á nýafstöðnu þingi Fjórðungssambands Vestfjarða kom Halldó Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fram með athyglisverða hugmynd, sem var sú að öll sveitarfélög á Vestfjörðum sameinuðust í eitt.  Ég er hrifinn af þessari hugmynd og þegar komin verða jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og nýr vegur yfir Dynjandisheiði á þetta að vera auðvelt í framkvæmd.  Best væri auðvitað jarðgöng úr Borgarfirði þar sem Mjólkárvirkjun er og yfir í Geirþjófsfjörð með tengingu yfir í Vatnsfjörð á Barðaströnd.  En þar sem jarðgöng sem kæmu í stað Dynjandisheiðar eru mjög dýr eða um 14 milljarðar, væri hægt að leysa að mál með bílaferju yfir Arnarfjörð.  Því til að þessi hugmynd Halldórs verði framkvæmaleg þurfa að vera góðar samgöngur á milli Suður- og Norðurssvæðis Vestfjarða.

Þetta ætti að vera fyrsta skrefið að því að Vestfirðir fengju að vera sjálfstjórnarsvæði og tengjast Íslandi á svipaðan hátt og Færeyjar og Grænland eru í dag tengd við Danmörk, sem er einmitt baráttu mál okkar í BBV-Samtökunum.  Þá sætu Vestfirðir einir að fiskimiðunum við Vestfirði, sem er slík gullkista að fjárhagslegt öryggi svæðisins væri tryggt.  Þótt Vestfirðir réðu einir yfir fiskimiðum sínum gætu þeir auðveldlega samið við Ísland um veiðar annarra gegn veiðiheimildum Vestfirðinga utan þess svæðis við Ísland.

Nú er bara að bíða og sjá til hvort menn hafi kjark og þor til að hrinda þessu í framkvæmd.  En þá mega menn ekki vera svo múlbundnir af ákveðnum stjórnmálaflokkum að þeir þori ekki að hrinda þessu í framkvæmd af ótta við að styggja ekki einhverja leiðtoga stjórnmálaflokka á Íslandi.  Þannig yrði að ganga frá málum að Vestfirðir fengju ákveðin þingmannafjölda á Alþingi.  Þeir yrðu kosnir af Vestfirðungum einum.  Síðan yrðu Vestfirðingar með sitt eigið þing og væri Fjórðungssamband Vestfjarða kjörinn vettvangur fyrir slíkt þing.

Nú dugar ekkert hik heldur keyra þetta mál áfram af fullri alvöru.  Þetta gæfi Vestfjörðum strax slík tækifæri til framþróunar að fólksflótti yrði stöðvaður og fólk fæti að flytja til Vestfjarða í stórum stíl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband