Hin mikla útrás

Hin mikla útrás sem öllu átti að bjarga virðist hafa verið byggð á sandi, því þegar á reyndi hrundi allt eins og spilaborg.  Okkar miklu auðmenn áttu í raun aldrei neitt nema verðlausan pappír sem skiptu ört um eigendur og sífellt verðlögð hærra og hærra.  Einar Kárason, rithöfundur lýsir þessu á skemmtilegan hátt í grein sem hann skrifaði í eitt dagblaðið fyrir stuttu.  Þar sagði Einar frá bónda sem fékk 10 milljónir fyrir hundræfil.  Þegar nágranni bóndans fór að spyrja hann hvernig hann hefði farið að því að fá slík verðmæti fyrir hundinn, sem ekki hefði nú verið merkilegur.  Bóndinn útskýrði málið þannig:  "Ég skipti á hundinum og 8 hænum og var hver hæna metin á eina milljón og þá átti ég orðið átta milljónir en þá var bætt við flottum hana sem var metinn á tvær milljónir og þar með voru komnar 10 milljónir fyrir hundinn.  Svo á þetta örugglega eftir að hækka mikið í verði á næstu mánuðum því sá sem fékk hundinn tryggði mér að ég myndi ekki tapa á þessum viðskiptum því ef ég get ekki fengið 10 milljónir fyrir hænurnar og hanann, þá myndum við bara skipta aftur og þá fengi ég 2 milljónir fyrir hverja hænu og 4 milljónir fyrir hanann.  Þá ætti ég 20 milljónir og líka hundinn.  Svona verður maður ríkur." 

Það má segja að þessi frásögn sé gott dæmi um hvað hefur verið að gerast í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár og búið til alla auðmennina.  En það sem verra er að þessir auðmenn skuldsettu ekki bara sig sjálfa sig heldur alla íslensku þjóðina.

Ég horfði á Sigurð Einarsson fv. stjórnarformann Kaupþings í viðtali í þætti Björns Inga í sjónvarpinu fyrir rúmri viku.  Viðtalið var tekið í London þar sem Sigurður býr og þar fullyrti hann að hann ætlaði að axla sína ábyrgð á falli Kaupþings, en ekki kom fram hvernig hann ætlaði að gera það.  Kann kom fram í þessum þætti sem fórnarlamb og sagðist hafa tapað miklu á falli Kaupþings og nefndi sem dæmi að öll hans hlutabréf í bankanum væru verðlaus.  Aðspurður um hans stöðu nú svaraði hann því til að hún væri ekki góð og hann vissi það hreinlega ekki.  Ekki var þessi sami Sigurður að skýra frá því að hann væri að byggja 650 fm. sumarhús í Borgarfirði og væri nýbúinn að kaupa einbýlishús í London fyrir tvo milljarða eða alla þá peninga sem hann fékk í laun frá Kaupþingi í gegnum árin og voru nú engir smáaurar.  Svo ætlast þessi maður til að við teljum hann fórnarlamb sem beri að vorkenna.  Þvílíkt andskotans kjaftæði í einum manni.  Ég segi bara að lokum;

Burt með allt spillingarliðið hvar í flokki sem það stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ekki myndi ég kvarta ef ég ætti svona "aura" fyrir flottum húsum þótt ég tapaði eitthverju.  Þeir hafa ekki einu sinni vit á að þegja.

Kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.11.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð grein og ég er alveg sammála Guðrúnu Jónínu, það er alveg merkilegt að þessar mannfílur hafi ekki vit á að halda kjafti.  Fyrirgefðu orðbragðið ég réð ekki við puttana á lyklaborðinu.

Jóhann Elíasson, 9.11.2008 kl. 13:07

3 identicon

Ég vil koma á framfæri smá leiðréttingu: Sumarhúsið er nær 900 fermetrar. Auðvitað byggir Sigurður ekki 650 fm. Það var annar búinn að því......

Gunnar Th. Þ. 9.11.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Ómar Ingi

kvitt

Ómar Ingi, 9.11.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þið verið að afsaka minn misskilning á stærð sumarhússins sem aumingja maðurinn er að reyna að byggja af litlum efnum.

Jakob Falur Kristinsson, 9.11.2008 kl. 14:32

6 identicon

Það er hálf nöturlegt að átta sig á samstarfi ráðherra í núverandi ríkisstjórn þegar Viðskiptaráðherra neitar því að hafa vitað nokkuð um málið fyrr en í lok ágúst þegar Sigurður Einarsson segist hafa sent bréf til Forsætisráðherra í lok mars á þessu ári og afrit í Seðlabankann en viðskiptaráðherra ekki upplýstur um varnaðarorð þar og fundi sem á eftir komu.

Hvernig í ósköpunum getur svona lagað gengið eftir og það er tími til kominn að GHH upplýsi þjóðina um allt strax áður en Austurvöllur verður vettvangur atburða árið 1968 þegar barist var þar þúsundum saman.

Bankastjórar Landsbankans fyrrum fullyrða að hver innlögð króna á Icesafe í Bretlandi sé þar inni og ef svo er af hverjur er verið að krefja okkur um 440 milljarða af 900 ef þetta er rétt.

Ríkistjórninni ber nú þegar án undanbragða að upplýsa alþjóð hvað varð um það fé? Er það til staðar eða ekki?

Hollesnkur blaðamaður sagði nú í hádeginu á Silfri Egils að  fé Icesafe í Hollandi  hafi ekki verið til staðar og fjármálaráðuneytið þar hafi gefið í skyn að synjun yrði beitt hjá IMF eftir helgina.   Hvað gerum við þá?  Slítum stjórnmálasambandi við Bretland? sem áttu upptökin þetta þarf að liggja fyrir á þingi á Mánudag.    Alþingi verður að koma að málinu strax.

þór gunnlaugsson 9.11.2008 kl. 14:43

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Eins og staðan er núna þá væri það okkar happ ef við fáum ekki þetta lán, því mér skilst að ef við fáum lánið þá verði það notað til að gera aðra tilraun með ónýtan gjaldmiðil.  Það er að setja krónuna á flot aftur og vitað er að hún mun strax falla um 40-50% með tilheyrandi verðbólgu og verandi með 18% stýrivexti þolir ekkert fyrirtæki eða heimili í landinu.  Við verðum að fá nýjan gjaldmiðil sem fyrst og lækka vexti.  Ekki gera aðra tilraun með peningamálastefnu sem hefur algerlega brugðist.  Það þar að koma til ný stefna og menn með fullu viti í að stýra Seðlabankanum.  Ný tilraun með ónýta krónu sem fellur og fellur mun leiða til þjóðargjaldþrots.

Jakob Falur Kristinsson, 9.11.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband