Ekkert val

Mynd 483567Utanríkisráðuneyti Íslands hefur þegar lagt drög að umsókn um aðild að Evrópusambandinu í byrjun næsta árs, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum euobserver. Vefurinn vísar í umfjöllun Financial Times og segir að markmiðið sé að Ísland verði aðili að ESB árið 2011.

Eins og ég var að skrifa hér áðan þá höfum við ekkert val lengur og neyðumst til að fara í viðræður við ESB um aðild hvort sem okkur líkar það eða ekki.  En að sjálfsögðu þarf að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkt mál og kosningar samfara, því við getum ekki farið í slíkar viðræður nema að gera ákveðnar breytingar á stjórnarskrá landsins og slíkt er ekki hægt nema að kosningar til Alþingis fylgi í kjölfarið. Og að lpkum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við þurfum ekki að láta kúga okkur. ESB er búið að kúga okkur og mun halda því áfam. vilt þú leggja þetta land í eyði?

vilt þú leggja niður allann sjávarútveg á Íslandi? 

viltu gefa Bretum bæði fiskimiðin og síðan skuldir Icesave? 

allir 313.000 íslendingar munu þurfa í 10 ár, borga 45.000 krónur á mánuði vegna Icesave og IMF. 

allt vegna þess að Bretar og ESB vilja ekki fara hina lögboðnuleið að leysa ágreiningsmál um lagatúlkun fyrir dóm og neyða okkur með ofbeldi að greiða.

ekki gefa eftir vegna handrukkunar. 

Fannar frá Rifi, 17.11.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég vissi að þú ert veikur en ekki svona fársjúkur.

Hvar er baráttuvilji Vestfirðinsgins?

Er búið að gelda þig líkt og virðist með flesta menn í Samfylkingu gegn íslandi.

Ég bara trúi ekki, að það séu komin legusár á þjóa þína.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.11.2008 kl. 11:29

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Við erum búin að hleypa erlendum bönkum inn í sjávarútveginn , með því að láta þá hafa gömlu bankanna uppí skuldir og bjóða þeim síðan hlut í nýju bönkunum.  Sá sem ræður yfir skuldum sjávarútvegsins er um leið komin með yfirráð yfir fiskimiðunum.  Nei Bjarni, ég er ekkert fársjúkur og ég er alveg saklaus af þessi leið skuli hafa verið valin.  Það er hinsvegar ríkisstjórn Íslands sem hefur stýrt okkar málum í þennan farveg. Hvað varðar að ég sé heilaþveginn af Samfylkingunni er ekki rétt og þú hlýtur að vita að það eru tveir flokkar í núverandi ríkisstjórn og ég geri engan mun á kúk eða skít þar á bæ.

Jakob Falur Kristinsson, 17.11.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Erlendir bankar eru ekki enn búnir að fá eitt ne´neitt.

Þeir liggja í okkar fólki en eru ekki búnir að fá stuðnign nema hjá Samfylkingu gegn Íslandi og Vilhjálmi Egils, sem hefur viðrað þessa skoðun sína.

Bjarni Kjartansson, 17.11.2008 kl. 11:54

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég man ekki betur að hafa lesið að á fundum með þessum kröfuhöfum vegna Icesave hefði komið fram að ríkisstjórnin væri tilbúinn að fara þessa leið.  En það getur vel verið rugl eins og allt sem frá þessari ríkisstjórn kemur.

Jakob Falur Kristinsson, 17.11.2008 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband